Leið fyrst eins og hún hefði ekki unnið neitt: „Vona að þau hugsi til mín“ Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2021 09:01 Glódís Perla Viggósdóttir á ferðinni í landsleiknum gegn Hollandi í september. Hún hefur einnig leikið í treyju Rosengård og Bayern í ár og átt afar góðu gengi að fagna. vísir/hulda margrét Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir mættu til æfinga með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær sem nýkrýndir Svíþjóðarmeistarar. Þær náðu þó aldrei að spila saman hjá meistaraliði Rosengård. Glódís lék fyrstu tólf leiki tímabilsins fyrir Rosengård en var svo keypt til þýsku meistaranna í Bayern München. Guðrún tók svo við keflinu í miðri vörn Rosengård, meðal annars eftir meðmæli Glódísar, og lék sinn áttunda leik þegar liðið vann Piteå á sunnudag og tryggði sér sænska meistaratitilinn, þó að enn séu tvær umferðir eftir. Glódís samgladdist vinkonum sínum og fagnaði heima í Þýskalandi en þurfti smástund til að átta sig á að hún ætti sjálf drjúgan þátt í titlinum: „Þetta er auðvitað mjög sérstakt. Fyrst fékk maður ekki þessa tilfinningu eins og ég hefði unnið neitt. En þegar maður pælir aðeins í því þá átti ég alveg stóran þátt í þessu svo það er geggjað að þær hafi getað klárað dæmið,“ segir Glódís. Fannst þetta rétti tímapunkturinn þó að hún myndi missa af gullinu Hún skildi við Rosengård þegar liðið var með 32 stig eftir 12 umferðir, sex stigum á undan Häcken. „Útlitið var rosalega gott enda vorum við bara búnar að gera tvö jafntefli (vinna aðra leiki) og fá á okkur tvö mörk. Það hefði verið ótrúlega gaman að klára þetta með þeim en mér fannst ég vera klár í næsta skref. Mér leið eins og að þetta væri rétti tímapunkturinn þrátt fyrir að ég vissi að ég myndi þá missa af gullinu,“ segir Glódís. Hún missir vissulega af verðlaunaafhendingunni en fær hún ekki gullmedalíu í pósti? „Ég veit það ekki. Ég hef ekkert spurt. Það kemur bara í ljós. Ég vona að þau hugsi til mín alla vega,“ segir Glódís létt. Glódís Perla Viggósdóttir lék með Rosengård fyrri hluta leiktíðarinnar í Svíþjóð og mætti meðal annars Bayern München í Meistaradeildinni í mars. Bayern keypti hana svo í sumar.Getty/Michael Campanella Glódís hafði áður orðið sænskur meistari með Rosengård árið 2019, og tvisvar Íslandsmeistari með Stjörnunni. Nú einbeitir hún sér að því að vinna titla með Bayern, þar sem sigurkrafan er skýr, en hún er stolt af sínu gamla liði að hafa klárað að landa sænska meistaratitlinum: „Klúbburinn lenti í rosalegum aðstæðum í sumar þegar hann missti fullt af leikmönnum og þjálfarann, og það er geggjað að þær hafi náð að klára þetta svona sannfærandi. Við vorum fjórar sem fórum á svipuðum tíma í sumar, og tveir leikmenn slitu krossband um svipað leyti, svo að þarna fóru sex leikmenn á stuttum tíma en það komu vissulega aðrar inn í staðinn. Ég fylgist alltaf með Rosengård. Það eru enn þarna bestu vinkonur mínar að spila með liðinu svo ég tala mikið við þær og reyni að sjá alla leiki sem ég get,“ segir Glódís. Hafði ekkert nema gott um Guðrúnu að segja Eins og fyrr segir þá má segja að Guðrún hafi komið í hennar stað, eftir þrjú ár hjá Djurgården, en hafði Glódís eitthvað með komu landa síns að gera? „Já og nei. Ég var spurð út í hvað mér fyndist um hana Guðrúnu. Ég hafði auðvitað ekkert nema gott um hana að segja. Ég held að hún hafi komið ótrúlega vel inn í þetta og staðið sig vel. Það er aldrei auðvelt að koma inn í lið á miðju tímabili en mér finnst hún hafa sannað strax að hún á skilið að vera þarna.“ Glódís verður í eldlínunni með Íslandi á föstudagskvöld þegar liðið mætir Tékklandi í afar mikilvægum leik í undankeppni HM. Liðið leikur svo gegn Kýpur á þriðjudaginn í næstu viku en báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli. Sænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Guðrún Arnardóttir meistari í Svíþjóð Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengard unnu í dag sænska meistaratitilinn þegar liðið sigraði Pitea, 2-3. 17. október 2021 15:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Glódís lék fyrstu tólf leiki tímabilsins fyrir Rosengård en var svo keypt til þýsku meistaranna í Bayern München. Guðrún tók svo við keflinu í miðri vörn Rosengård, meðal annars eftir meðmæli Glódísar, og lék sinn áttunda leik þegar liðið vann Piteå á sunnudag og tryggði sér sænska meistaratitilinn, þó að enn séu tvær umferðir eftir. Glódís samgladdist vinkonum sínum og fagnaði heima í Þýskalandi en þurfti smástund til að átta sig á að hún ætti sjálf drjúgan þátt í titlinum: „Þetta er auðvitað mjög sérstakt. Fyrst fékk maður ekki þessa tilfinningu eins og ég hefði unnið neitt. En þegar maður pælir aðeins í því þá átti ég alveg stóran þátt í þessu svo það er geggjað að þær hafi getað klárað dæmið,“ segir Glódís. Fannst þetta rétti tímapunkturinn þó að hún myndi missa af gullinu Hún skildi við Rosengård þegar liðið var með 32 stig eftir 12 umferðir, sex stigum á undan Häcken. „Útlitið var rosalega gott enda vorum við bara búnar að gera tvö jafntefli (vinna aðra leiki) og fá á okkur tvö mörk. Það hefði verið ótrúlega gaman að klára þetta með þeim en mér fannst ég vera klár í næsta skref. Mér leið eins og að þetta væri rétti tímapunkturinn þrátt fyrir að ég vissi að ég myndi þá missa af gullinu,“ segir Glódís. Hún missir vissulega af verðlaunaafhendingunni en fær hún ekki gullmedalíu í pósti? „Ég veit það ekki. Ég hef ekkert spurt. Það kemur bara í ljós. Ég vona að þau hugsi til mín alla vega,“ segir Glódís létt. Glódís Perla Viggósdóttir lék með Rosengård fyrri hluta leiktíðarinnar í Svíþjóð og mætti meðal annars Bayern München í Meistaradeildinni í mars. Bayern keypti hana svo í sumar.Getty/Michael Campanella Glódís hafði áður orðið sænskur meistari með Rosengård árið 2019, og tvisvar Íslandsmeistari með Stjörnunni. Nú einbeitir hún sér að því að vinna titla með Bayern, þar sem sigurkrafan er skýr, en hún er stolt af sínu gamla liði að hafa klárað að landa sænska meistaratitlinum: „Klúbburinn lenti í rosalegum aðstæðum í sumar þegar hann missti fullt af leikmönnum og þjálfarann, og það er geggjað að þær hafi náð að klára þetta svona sannfærandi. Við vorum fjórar sem fórum á svipuðum tíma í sumar, og tveir leikmenn slitu krossband um svipað leyti, svo að þarna fóru sex leikmenn á stuttum tíma en það komu vissulega aðrar inn í staðinn. Ég fylgist alltaf með Rosengård. Það eru enn þarna bestu vinkonur mínar að spila með liðinu svo ég tala mikið við þær og reyni að sjá alla leiki sem ég get,“ segir Glódís. Hafði ekkert nema gott um Guðrúnu að segja Eins og fyrr segir þá má segja að Guðrún hafi komið í hennar stað, eftir þrjú ár hjá Djurgården, en hafði Glódís eitthvað með komu landa síns að gera? „Já og nei. Ég var spurð út í hvað mér fyndist um hana Guðrúnu. Ég hafði auðvitað ekkert nema gott um hana að segja. Ég held að hún hafi komið ótrúlega vel inn í þetta og staðið sig vel. Það er aldrei auðvelt að koma inn í lið á miðju tímabili en mér finnst hún hafa sannað strax að hún á skilið að vera þarna.“ Glódís verður í eldlínunni með Íslandi á föstudagskvöld þegar liðið mætir Tékklandi í afar mikilvægum leik í undankeppni HM. Liðið leikur svo gegn Kýpur á þriðjudaginn í næstu viku en báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli.
Sænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Guðrún Arnardóttir meistari í Svíþjóð Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengard unnu í dag sænska meistaratitilinn þegar liðið sigraði Pitea, 2-3. 17. október 2021 15:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Guðrún Arnardóttir meistari í Svíþjóð Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengard unnu í dag sænska meistaratitilinn þegar liðið sigraði Pitea, 2-3. 17. október 2021 15:00