„Þetta er ástarsaga“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. október 2021 11:30 Auðunn Blöndal leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Leynilögga. Bússi er harðasta löggan í bænum en málin flækjast þó þegar hann fær nýjan samstarfsfélaga, pankynhneigða heimsmanninn Hörð Bess. Saman berjast þeir við hættulegustu glæpamenn landsins sem og eigin tilfinningar. Þetta er sögulína kvikmyndarinnar Leynilöggunnar sem er með Auðunni Blöndal í aðalhlutverki ásamt einvala liði. Sindri Sindrason ræddi við Audda í Íslandi í dag í gærkvöldi. Kvikmyndin var forsýnd í gærkvöldi. „Ég er mun spenntari fyrir Leynilöggunni heldur en James Bond ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Myndin verður sýnd um allt land,“ segir Auðunn en hugmyndin að kvikmyndinni kviknaði fyrir tíu árum þegar Auddi vann svokallaða trailerakeppni gegn Sveppa. Fljótlega var skrifað handrit en Hannes Þór Halldórsson, leikstjóri kvikmyndarinnar, varð að fresta verkefninu í tíu ár vegna ferils hans í atvinnumennsku í knattspyrnu. „Hann bað mig um að reyna halda einhverjum smá vinsældum þangað til hann kæmi heim aftur og ég reyndi það,“ segir Auddi. „Við vorum ekki lengi að fatta að það myndi enginn nenna að horfa á okkur hlaupa um í níutíu mínútur að gera eitthvað rosalega töff lögguhluti. Við þurftum því að hugsa eitthvað sem hefur ekki sést áður í svona mynd. Okkur fannst því vanta smá dýpt í karakterinn,“ segir Auðunn. „Bússi er inni í skápnum og hittir svo Hörð Bess og fattar þá að hann er hrifinn af honum, eitthvað sem er búið að vera stríða honum öll þessi ár. Þetta er ástarsaga. Myndin er grín hasarmynd en það sem ég hef dýrkað við þessa dóma erlendis frá er að við erum ekki að gera neitt grín að þessu, þetta er bara ástarsaga inni í myndinni,“ segir Auddi en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Saman berjast þeir við hættulegustu glæpamenn landsins sem og eigin tilfinningar. Þetta er sögulína kvikmyndarinnar Leynilöggunnar sem er með Auðunni Blöndal í aðalhlutverki ásamt einvala liði. Sindri Sindrason ræddi við Audda í Íslandi í dag í gærkvöldi. Kvikmyndin var forsýnd í gærkvöldi. „Ég er mun spenntari fyrir Leynilöggunni heldur en James Bond ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Myndin verður sýnd um allt land,“ segir Auðunn en hugmyndin að kvikmyndinni kviknaði fyrir tíu árum þegar Auddi vann svokallaða trailerakeppni gegn Sveppa. Fljótlega var skrifað handrit en Hannes Þór Halldórsson, leikstjóri kvikmyndarinnar, varð að fresta verkefninu í tíu ár vegna ferils hans í atvinnumennsku í knattspyrnu. „Hann bað mig um að reyna halda einhverjum smá vinsældum þangað til hann kæmi heim aftur og ég reyndi það,“ segir Auddi. „Við vorum ekki lengi að fatta að það myndi enginn nenna að horfa á okkur hlaupa um í níutíu mínútur að gera eitthvað rosalega töff lögguhluti. Við þurftum því að hugsa eitthvað sem hefur ekki sést áður í svona mynd. Okkur fannst því vanta smá dýpt í karakterinn,“ segir Auðunn. „Bússi er inni í skápnum og hittir svo Hörð Bess og fattar þá að hann er hrifinn af honum, eitthvað sem er búið að vera stríða honum öll þessi ár. Þetta er ástarsaga. Myndin er grín hasarmynd en það sem ég hef dýrkað við þessa dóma erlendis frá er að við erum ekki að gera neitt grín að þessu, þetta er bara ástarsaga inni í myndinni,“ segir Auddi en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira