Leggur til hefndaraðgerðir eftir skelfilega nótt í Manchester fyrir leik kvöldsins Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2021 14:48 Ruslan Malinovskyi mun hafa átt erfitt með svefn í nótt vegna sífelldra truflana. Getty/Jonathan Moscrop Leikmenn ítalska félagsins Atalanta áttu erfitt með svefn í Manchester í nótt þar sem að brunaviðvörunarkerfið á hóteli þeirra mun hafa farið fimm eða sex sinnum í gang með miklum látum. Eiginkona eins leikmanna Atalanta lagði til hefndaraðgerðir. Manchester United og Atalanta mætast í mikilvægum leik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Liðin munu svo mætast að nýju á Ítalíu 2. nóvember. Roskana Malinovskiy, eiginkona miðjumannsins Ruslan Malinovskiy, segir á Instagram að brunaviðvörunarkerfið á The Edwardian Manchester hótelinu hafi eyðilagt nóttina fyrir leikmönnum: „Nóttin í Manchester helvíti líkust. Yfir nóttina fór brunaviðvörunarkerfið fimm sinnum í gang af fullum krafti,“ skrifaði hún. „Þetta gerðist akkúrat þegar liðið kom, og bara um nóttina! Haldið þið að þetta sé bara slys? Það held ég ekki,“ skrifaði Roskana og bætti við: „Ég vona að stuðningsmenn okkar styðji liðið í heimaleiknum og kannski gerist óvænt það sama á ítölsku hóteli.“ Annar gestur greindi frá því á Twitter að brunaviðvörunarkerfið hefði farið í gang sex sinnum. @RadissonHotels When you stay in the same hotel as the @ManUtd opposition the night before a big game of course you are rudely woken by 04:51, 05:00, 05:36 and 06:11 Fire Alarms! #ManUtd #Atalanta #UCL #isthisreally5star #furious— Lorraine Duarte (@Mrs_Duarte) October 20, 2021 Leikur United og Atalanta hefst klukkan 19 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Atalanta er með 4 stig í F-riðli en United og Young Boys með 3 stig og Villarreal 1. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Sjá meira
Manchester United og Atalanta mætast í mikilvægum leik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Liðin munu svo mætast að nýju á Ítalíu 2. nóvember. Roskana Malinovskiy, eiginkona miðjumannsins Ruslan Malinovskiy, segir á Instagram að brunaviðvörunarkerfið á The Edwardian Manchester hótelinu hafi eyðilagt nóttina fyrir leikmönnum: „Nóttin í Manchester helvíti líkust. Yfir nóttina fór brunaviðvörunarkerfið fimm sinnum í gang af fullum krafti,“ skrifaði hún. „Þetta gerðist akkúrat þegar liðið kom, og bara um nóttina! Haldið þið að þetta sé bara slys? Það held ég ekki,“ skrifaði Roskana og bætti við: „Ég vona að stuðningsmenn okkar styðji liðið í heimaleiknum og kannski gerist óvænt það sama á ítölsku hóteli.“ Annar gestur greindi frá því á Twitter að brunaviðvörunarkerfið hefði farið í gang sex sinnum. @RadissonHotels When you stay in the same hotel as the @ManUtd opposition the night before a big game of course you are rudely woken by 04:51, 05:00, 05:36 and 06:11 Fire Alarms! #ManUtd #Atalanta #UCL #isthisreally5star #furious— Lorraine Duarte (@Mrs_Duarte) October 20, 2021 Leikur United og Atalanta hefst klukkan 19 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Atalanta er með 4 stig í F-riðli en United og Young Boys með 3 stig og Villarreal 1. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Sjá meira