Segir verðhækkanir Póstsins á höfuðborgarsvæðinu koma á óvart Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2021 21:46 Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp ehf. Eva Björk Ægisdóttir Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp ehf., segir það koma á óvart að Pósturinn hafi hækkað verð á á höfuðborgarsvæðinu. Hækkunin komi þó fyrirtækjum í samkeppni við Póstinn vel. Ný lög taka gildi um mánaðamótin sem kveða á um að Pósturinn þurfi ekki lengur að vera með sömu verðskrá fyrir allt landið og að gjald fyrir sendingar eigi að endurspegla raunkostnað. Útfærsla þessa markmiðs fól í sér að ríkissjóður niðurgreiddi hluta sendingarkostnaðar fyrir viðskiptavini á strjálbýlli svæðum til móts við sendanda. Það er, að ríkið hætti að niðurgreiða póstsendingar á landsbyggðinni. Í tilkynningu frá Póstinum í dag sagði að verð á fjölpósti og sendingum á pökkum 0-19 kg að þyngd muni taka breytingum um mánaðamótin. Sjá einnig: Verðið hjá Póstinum hækkar á landsbyggðinni Flest verð Póstsins á höfuðborgarsvæðinu munu einnig hækka um mánaðamótin en þó ekki jafn mikið og á landsbyggðinni. Sé núverandi verðskrá borin saman við þá sem tekur gildi um mánaðarmótin sést að pakkaflokkum er fækkað og sendingar hækka í verð um land allt. Líka á höfuðborgarsvæðinu. Einu liðir verðskrárinnar á höfuðborgarsvæðinu sem lækka eru heimsendingar níu og tíu kílóa pakka og sendingar á pósthús. Þeir liðir lækka um eitt og fjögur prósent. Heimsending eins kílóa pakka á höfuðborgarsvæðinu hækkar um fimmtán prósent. Mesta hækkunin nemur 35 prósentum. Dropp hefur verið starfrækt í tæp tvö ár og er í samkeppni við Póstinn. Hrólfur segir Póstinn vera með hátt verð og veita stórum kúnnum afslætti. Það komi hins vegar niður á smærri fyrirtækjum og aðilum. „Það er jákvætt fyrir okkur og einkaaðila að Pósturinn er ekki lengur að niðurgreiða á landsbyggðinni. Enda ákvað Alþingi að hætta með það,“ segir Hrólfur. Hann segir það þó koma þeim sem nota þjónustuna á óvart að verðið sé að hækka svona mikið. Pósturinn Neytendur Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Ný lög taka gildi um mánaðamótin sem kveða á um að Pósturinn þurfi ekki lengur að vera með sömu verðskrá fyrir allt landið og að gjald fyrir sendingar eigi að endurspegla raunkostnað. Útfærsla þessa markmiðs fól í sér að ríkissjóður niðurgreiddi hluta sendingarkostnaðar fyrir viðskiptavini á strjálbýlli svæðum til móts við sendanda. Það er, að ríkið hætti að niðurgreiða póstsendingar á landsbyggðinni. Í tilkynningu frá Póstinum í dag sagði að verð á fjölpósti og sendingum á pökkum 0-19 kg að þyngd muni taka breytingum um mánaðamótin. Sjá einnig: Verðið hjá Póstinum hækkar á landsbyggðinni Flest verð Póstsins á höfuðborgarsvæðinu munu einnig hækka um mánaðamótin en þó ekki jafn mikið og á landsbyggðinni. Sé núverandi verðskrá borin saman við þá sem tekur gildi um mánaðarmótin sést að pakkaflokkum er fækkað og sendingar hækka í verð um land allt. Líka á höfuðborgarsvæðinu. Einu liðir verðskrárinnar á höfuðborgarsvæðinu sem lækka eru heimsendingar níu og tíu kílóa pakka og sendingar á pósthús. Þeir liðir lækka um eitt og fjögur prósent. Heimsending eins kílóa pakka á höfuðborgarsvæðinu hækkar um fimmtán prósent. Mesta hækkunin nemur 35 prósentum. Dropp hefur verið starfrækt í tæp tvö ár og er í samkeppni við Póstinn. Hrólfur segir Póstinn vera með hátt verð og veita stórum kúnnum afslætti. Það komi hins vegar niður á smærri fyrirtækjum og aðilum. „Það er jákvætt fyrir okkur og einkaaðila að Pósturinn er ekki lengur að niðurgreiða á landsbyggðinni. Enda ákvað Alþingi að hætta með það,“ segir Hrólfur. Hann segir það þó koma þeim sem nota þjónustuna á óvart að verðið sé að hækka svona mikið.
Pósturinn Neytendur Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira