Sorpa og Björn ná sáttum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2021 07:50 Björn H. Halldórsson, fyrir miðju, tekur í höndina á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra þegar skrifað var undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum árið 2015. Sorpa Sorpa mun greiða Birni Halldórssoni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins, laun í sex mánuði til viðbótar auk lögfræðikostnaðar sem hluti af sátt eftir að Björn höfðaði mál gegn Sorpu vegna uppsagnar sinnar á síðasta ári. Morgunblaðið greinir frá. Birni var sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs í febrúar á síðasta ári. Á sínum tíma var uppsögnin sögð grundvallast skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar, sem ráðist var í eftir 1,4 milljarða krónu framúrkeyrslu við áætluðan framkvæmdakostnað vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi. Í skýrslunni var gert úr mikið úr hlut framkvæmdastjórans; hann t.a.m. sagður hafa trassað að upplýsa stjórn Sorpu um stöðu framkvæmdanna með eðlilegum hætti. Skýrslan var kynnt í janúar á síðasta ári. og var Björn sendur í leyfi meðan á úrvinnslu hennar stóð. Björn mótmælti harðlega niðurstöðum skýrslunnar, sem hann sagði „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum hans um aðferðafræði við mat framkvæmda,“ eins og Björn orðaði það í yfirlýsingu sinni. Vildi 167 milljónir Björn stefndi Sorpu vegna uppsagnarinnar á síðasta ári og krafði hann félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnarinnar. Vildi hann fá skaðabætur, miskabætur og vangoldin laun í tengslum við uppgjör námsleyfis. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Líf Magneudóttur, formanni stjórnar Sorpu, að ákveðið hafi verið að ganga til samninga við Björn, en aðalmeðferð dómsmálsins átti að hefjast í október. Stjórn Sorpu samþykkti á síðasta stjórnarfundi að ganga til samninga við Björn vegna málsins. Samkvæmt Líf mun Björn fá greidd sex mánuði í laun til viðbótar við sex mánaða laun sem hann hafði þegar fengið greidda samkvæmt samningi. Þá mun Sorpa einnig greiða lögfræðikostnað hans upp á 1,5 milljónir króna. Sorpa Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Krefur Sorpu um 167 milljónir vegna uppsagnarinnar Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur krafið félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnar sinnar fyrr á árinu. 26. júní 2020 08:18 Vísar því á bug að fimm milljarða framkvæmd Sorpu sé byggð á úreltri tækni Framkvæmdastjóri Sorpu vísar því á bug að ný 5 milljarða gas- og jarðgerðarstöð sé byggð á úreltri tækni. Starfsemi stöðvarinnar feli í sér byltingu í umhverfismálum hér á landi. 27. maí 2020 20:00 Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39 Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49 Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Sjá meira
Morgunblaðið greinir frá. Birni var sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs í febrúar á síðasta ári. Á sínum tíma var uppsögnin sögð grundvallast skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar, sem ráðist var í eftir 1,4 milljarða krónu framúrkeyrslu við áætluðan framkvæmdakostnað vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi. Í skýrslunni var gert úr mikið úr hlut framkvæmdastjórans; hann t.a.m. sagður hafa trassað að upplýsa stjórn Sorpu um stöðu framkvæmdanna með eðlilegum hætti. Skýrslan var kynnt í janúar á síðasta ári. og var Björn sendur í leyfi meðan á úrvinnslu hennar stóð. Björn mótmælti harðlega niðurstöðum skýrslunnar, sem hann sagði „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum hans um aðferðafræði við mat framkvæmda,“ eins og Björn orðaði það í yfirlýsingu sinni. Vildi 167 milljónir Björn stefndi Sorpu vegna uppsagnarinnar á síðasta ári og krafði hann félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnarinnar. Vildi hann fá skaðabætur, miskabætur og vangoldin laun í tengslum við uppgjör námsleyfis. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Líf Magneudóttur, formanni stjórnar Sorpu, að ákveðið hafi verið að ganga til samninga við Björn, en aðalmeðferð dómsmálsins átti að hefjast í október. Stjórn Sorpu samþykkti á síðasta stjórnarfundi að ganga til samninga við Björn vegna málsins. Samkvæmt Líf mun Björn fá greidd sex mánuði í laun til viðbótar við sex mánaða laun sem hann hafði þegar fengið greidda samkvæmt samningi. Þá mun Sorpa einnig greiða lögfræðikostnað hans upp á 1,5 milljónir króna.
Sorpa Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Krefur Sorpu um 167 milljónir vegna uppsagnarinnar Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur krafið félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnar sinnar fyrr á árinu. 26. júní 2020 08:18 Vísar því á bug að fimm milljarða framkvæmd Sorpu sé byggð á úreltri tækni Framkvæmdastjóri Sorpu vísar því á bug að ný 5 milljarða gas- og jarðgerðarstöð sé byggð á úreltri tækni. Starfsemi stöðvarinnar feli í sér byltingu í umhverfismálum hér á landi. 27. maí 2020 20:00 Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39 Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49 Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Sjá meira
Krefur Sorpu um 167 milljónir vegna uppsagnarinnar Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur krafið félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnar sinnar fyrr á árinu. 26. júní 2020 08:18
Vísar því á bug að fimm milljarða framkvæmd Sorpu sé byggð á úreltri tækni Framkvæmdastjóri Sorpu vísar því á bug að ný 5 milljarða gas- og jarðgerðarstöð sé byggð á úreltri tækni. Starfsemi stöðvarinnar feli í sér byltingu í umhverfismálum hér á landi. 27. maí 2020 20:00
Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39
Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf