Thomas Tuchel, sem þjálfaði lið PSG áður en hann tók við Chelsea fyrr á þessu ári, hefur náð mjög góðum árangri með lið Chelsea. Liðið sigraði Meistaradeild Evrópu í vor og stefnir hátt í deildinni í vetur. Hann sagði meðal annars:
„Chelsea og PSG eru gjörólík lið þegar kemur að eiginleikum og menningu. Þegar ég stýrði PSG þá leið mér stundum eins og ég væri íþróttamálaráðherra, ég þurfti líka að passa upp á fjölskyldur leikmanna og jafnvel vini þeirra líka. Hér hjá Chelsea er mun rólegra andrúmsloft“.
Sportweek (supplément de la Gazzetta) fait sa Une sur Thomas #Tuchel demain. Extrait : Selon ses dires, le #PSG et Chelsea sont aux antipodes au niveau organisationnel. Lors de ses premiers mois à Paris, il a dû gérer les familles et amis de ses stars. 1/2 pic.twitter.com/z77KicYOWP
— GuillaumeMP (@Guillaumemp) October 22, 2021
Athyglisverð ummæli hjá Tuchel sem verður í eldlínunni í hádeginu í dag þegar að Chelsea fær Norwich í heimsókn. Títtnefndur Lukaku verður ekki með. Chelsea er á toppi deildarinnar með nítján stig en Norwich á botninum með tvö.