Birkir Blær kominn í níu manna úrslit Árni Sæberg skrifar 29. október 2021 23:04 Birkir Blær er að gera það gott í Svíþjóð um þessar mundir. Idol Hinn 21 árs gamli akureyringur, Birkir Blær Óðinsson, komst í kvöld áfram í níu manna úrslit í sænska Idolinu. Birkir flutti til Svíþjóðar til þess að elta kærustuna út í nám en það vatt fljótlega upp á sig og eftir hvatningu stjúpsystur sinnar sótti hann um að taka þátt í sænsku útgáfu söngkeppninnar Idol. Sú ákvörðun hefur vægast sagt borgað sig. Áður bjó Birkir á Akureyri þar sem hann hafði getið sér gott orð sem tónlistarmaður. Árið 2018 tók hann þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Menntaskólans á Akureyri og stóð hann uppi sem sigurvegari. Fyrirkomulag þáttanna er ólíkt því sem við þekkjum. Í hverjum þætti flytja keppendur lag og svo hafa áhorfendur heila viku til þess að kjósa og eru niðurstöður kynntar í næsta þætti. Í síðustu viku söng Birkir Blær lagið Yellow með Coldplay og flutningur hans hefur greinilega fallið í kramið hjá Svíanum. Nú hefur sænskur almenningur heila viku til að ákveða hvort flutningur Birkis Blæs á laginu Leave The Door Open með Silk Sonic í kvöld dugi honum til að komast áfram. Lögin sem flutt voru í kvöld voru valin fyrir keppendur af dómurum þáttanna. Þema næstu viku er tónlist hljómsveitarinnar Abba. Blaðamaður veltir því fyrir sér hvort sænskir keppendur njóti forskots á Birki Blæ í næstu keppni. Philip Ström var sá sem datt út úr keppninni að þessu sinni en hin níu sem eftir lifa má sjá hér að neðan ásamt þeim lögum sem þau fluttu í kvöld. Erik Elias Ekström – You’re Beautiful með James Blunt Lana Sulhav – Ain’t No Sunshine með Bill Withers Birkir Blær – Leave The Door Open með Silk Sonic Amena Alsameai – Ocean Eyes með Billie Eilish Fredrik Lundman – I Want It That Way með Backstreet Boys Jacqline Mossberg Mounkassa – Stay með Rihanna & Mikky Ekko Daut Ajvaz – U Got It Bad með Usher Annika Wickihalder – Take Me To Church með Hozier Sunny Taylor – Skate með Bruno Mars Svíþjóð Tónlist Íslendingar erlendis Hæfileikaþættir Birkir Blær í sænska Idol Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Sjá meira
Birkir flutti til Svíþjóðar til þess að elta kærustuna út í nám en það vatt fljótlega upp á sig og eftir hvatningu stjúpsystur sinnar sótti hann um að taka þátt í sænsku útgáfu söngkeppninnar Idol. Sú ákvörðun hefur vægast sagt borgað sig. Áður bjó Birkir á Akureyri þar sem hann hafði getið sér gott orð sem tónlistarmaður. Árið 2018 tók hann þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Menntaskólans á Akureyri og stóð hann uppi sem sigurvegari. Fyrirkomulag þáttanna er ólíkt því sem við þekkjum. Í hverjum þætti flytja keppendur lag og svo hafa áhorfendur heila viku til þess að kjósa og eru niðurstöður kynntar í næsta þætti. Í síðustu viku söng Birkir Blær lagið Yellow með Coldplay og flutningur hans hefur greinilega fallið í kramið hjá Svíanum. Nú hefur sænskur almenningur heila viku til að ákveða hvort flutningur Birkis Blæs á laginu Leave The Door Open með Silk Sonic í kvöld dugi honum til að komast áfram. Lögin sem flutt voru í kvöld voru valin fyrir keppendur af dómurum þáttanna. Þema næstu viku er tónlist hljómsveitarinnar Abba. Blaðamaður veltir því fyrir sér hvort sænskir keppendur njóti forskots á Birki Blæ í næstu keppni. Philip Ström var sá sem datt út úr keppninni að þessu sinni en hin níu sem eftir lifa má sjá hér að neðan ásamt þeim lögum sem þau fluttu í kvöld. Erik Elias Ekström – You’re Beautiful með James Blunt Lana Sulhav – Ain’t No Sunshine með Bill Withers Birkir Blær – Leave The Door Open með Silk Sonic Amena Alsameai – Ocean Eyes með Billie Eilish Fredrik Lundman – I Want It That Way með Backstreet Boys Jacqline Mossberg Mounkassa – Stay með Rihanna & Mikky Ekko Daut Ajvaz – U Got It Bad með Usher Annika Wickihalder – Take Me To Church með Hozier Sunny Taylor – Skate með Bruno Mars
Svíþjóð Tónlist Íslendingar erlendis Hæfileikaþættir Birkir Blær í sænska Idol Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Sjá meira