Bræða hraun fyrir opnum tjöldum á nýrri sýningu í Reykjavík Eiður Þór Árnason skrifar 3. nóvember 2021 14:14 Sýningin í Vík í Mýrdal er mikið sjónarspil. Aðsend Þremur árum eftir að Icelandic Lava Show opnaði fyrstu lifandi hraunsýningu heims í Vík í Mýrdal hefur stefnan verið tekin á Reykjavík. Félagið hefur undirritað samkomulag við EB Invest ehf. sem kemur inn í eigendahóp félagsins með fjármagn til að standa straum af opnun á nýrri sýningu. Fram kemur í tilkynningu að stefnt sé á að opna hana á Granda í Reykjavík næsta sumar og kemur hún til viðbótar við sýninguna sem fyrir er. „Ég fór á sýningu Icelandic Lava Show síðastliðið vor og var uppnuminn að henni lokinni. Í marga daga á eftir leitaði hugurinn aftur til hennar og ég sá ótal tækifæri í stöðunni,“ segir Birgir Örn Birgisson, sem fer fyrir EB Invest. „Þegar viðræður hófust við stofnendur og eigendur Icelandic Lava Show var ljóst að við deildum sömu framtíðarsýn og hópurinn er afar samstilltur. Við ætlum okkur stóra hluti í framtíðinni bæði hér heima og erlendis,“ bætir hann við. Náðst hefur samkomulag um aðkomu nýrra fjárfesta að félaginu til að fjármagna frekari vöxt og uppbyggingu þess.Aðsend Aðrar áherslur í Reykjavík Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnendur Icelandic Lava Show, segja að sýningarnar í Vík og Reykjavík muni styðja vel við bakið á hvor annarri. Í Vík sé áherslan að miklu leyti á Kötlu, eina hættulegustu eldstöð heims, og hvernig það sé fyrir íbúa svæðisins að búa við þá stöðugu ógn. „Í Reykjavík verður megináherslan auðvitað líka á rauðglóandi hraunið en þar munum við nálgast viðfangsefnið meira út frá Íslandi í heild sinni og hvaða hættur leynast hérna á höfuðborgarsvæðinu. Handritsvinnan er langt komin og við getum lofað magnaðri upplifun,“ segir Ragnhildur í tilkynningu. Starfsemi Icelandic Lava Show felst í að endurskapa aðstæður eldgoss með því að bræða alvöru hraun upp í 1100°C og hella því inn í sýningarsal fullan af fólki. Heimsfaraldurinn reyndist áskorun fyrir ferðaþjónustufyrirtækið en að sögn stjórnenda hefur gengið vel að vinna úr þeim aðstæðum og staða félagsins aldrei verið sterkari. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Félagið hefur undirritað samkomulag við EB Invest ehf. sem kemur inn í eigendahóp félagsins með fjármagn til að standa straum af opnun á nýrri sýningu. Fram kemur í tilkynningu að stefnt sé á að opna hana á Granda í Reykjavík næsta sumar og kemur hún til viðbótar við sýninguna sem fyrir er. „Ég fór á sýningu Icelandic Lava Show síðastliðið vor og var uppnuminn að henni lokinni. Í marga daga á eftir leitaði hugurinn aftur til hennar og ég sá ótal tækifæri í stöðunni,“ segir Birgir Örn Birgisson, sem fer fyrir EB Invest. „Þegar viðræður hófust við stofnendur og eigendur Icelandic Lava Show var ljóst að við deildum sömu framtíðarsýn og hópurinn er afar samstilltur. Við ætlum okkur stóra hluti í framtíðinni bæði hér heima og erlendis,“ bætir hann við. Náðst hefur samkomulag um aðkomu nýrra fjárfesta að félaginu til að fjármagna frekari vöxt og uppbyggingu þess.Aðsend Aðrar áherslur í Reykjavík Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnendur Icelandic Lava Show, segja að sýningarnar í Vík og Reykjavík muni styðja vel við bakið á hvor annarri. Í Vík sé áherslan að miklu leyti á Kötlu, eina hættulegustu eldstöð heims, og hvernig það sé fyrir íbúa svæðisins að búa við þá stöðugu ógn. „Í Reykjavík verður megináherslan auðvitað líka á rauðglóandi hraunið en þar munum við nálgast viðfangsefnið meira út frá Íslandi í heild sinni og hvaða hættur leynast hérna á höfuðborgarsvæðinu. Handritsvinnan er langt komin og við getum lofað magnaðri upplifun,“ segir Ragnhildur í tilkynningu. Starfsemi Icelandic Lava Show felst í að endurskapa aðstæður eldgoss með því að bræða alvöru hraun upp í 1100°C og hella því inn í sýningarsal fullan af fólki. Heimsfaraldurinn reyndist áskorun fyrir ferðaþjónustufyrirtækið en að sögn stjórnenda hefur gengið vel að vinna úr þeim aðstæðum og staða félagsins aldrei verið sterkari.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira