Með óaðfinnanlega hnýtta þverslaufu á Kvíabryggju Jakob Bjarnar skrifar 6. nóvember 2021 07:00 Ármann Reynisson lætur ekki dónaskap og fálæti sem hann segist mega sæta af hálfu þeirra sem fjalla um bókmenntir á sig fá, hann heldur sínu striki. vísir/vilhelm Vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson á að baki einstakt lífshlaup. Í þessu höfundatali segir hann meðal annars af dvölinni á Kvíabryggju en þar var hann eins og hvítur hrafn. Þá kemur hann inn á þá útskúfun sem hann telur sig hafa mátt sæta af hálfu þeirra sem tilheyra menningarelítunni. Lengi hefur staðið til að taka viðtal við Ármann. Hann vekur athygli hvar sem hann fer, ætíð afar vel til hafður, óaðfinnanlega klæddur, í burstuðum skóm og framkoman öll fáguð. Hann er snyrtipinni og fagurkeri fram í fingurgóma. Reyndar hófst þetta samtal ekki vel. Ármann var svo vinsamlegur að koma í eigin persónu nýjasta vinjettusafni sínu – Vinjettur XXI – heim til blaðamanns. Hann átti hins vegar í erfiðleikum með að koma bókinni inn um dyralúguna. Blaðamaður, sem fyrir tilviljun var heima við var einmitt þá að fara út með hundinn, sá að einhver var að eiga við hurðina, svipti henni upp og spurði með þjósti: Hvað ertu að gera? Vinjettuhöfundinum virðulega brá illa við þetta, fórnaði höndum og þegar blaðamaður sá hver var taldi hann hreinlega útséð með að það gæti orðið af þessu viðtali. En það er einmitt lýsandi fyrir Ármann að hann lætur ekki mótlæti aftra sér frá settum markmiðum. Þegar svo viðtalið fór fram sveif ólíkt meiri ró yfir vötnum en fátið við útidyrahurðina. Ármann hafði komið sér huggulega fyrir í yndislegu penthouse-íbúð sinni, eins og hann orðar það sjálfur, á horni Háteigsvegar og Einholts. Hann drekkur sterkt kaffi úr alþingishátíðarbolla sínum, er með kertaljós á borði og nýjar háar og glæsilegar rósir í appelsínugulum lit setja svip sinn á rýmið. Ármann virðir fyrir sér tilkomumikið útsýnið, austur yfir Háteigskirkju, suðvestur yfir Perluna og í vestur til Hallgrímskirkju. Betra getur þetta ekki verið. Og undir leikur Víkingur Heiðar Ólafsson af plötu, snilldarlega Johann Sebastian Bach. „Já, mér finnst svo gaman að koma mér í stemmingu og hafa huggulegt. Og ég verð að byrja á því að segja þér stórfréttir,“ tilkynnir hann og blaðamaður grípur fast um blýantinn. „Ég á merkisafmæli 2. desember næstkomandi. Ég verð sjötugur. Þannig að það verður mikið um að vera í desember.“ Já! Einmitt. Þau tímamót leggjast frábærlega í Ármann. „Ég var lengi að verða unglingur. Ég var lengi að verða fullorðinn og ég ætla mér lengi að verða gamall. Eftir að ég varð fullorðinn hef ég ekkert fundið fyrir aldrinum nema hann minnir á sig á afmælisdögum. Ég blómstra á þessum tímamótum. Er búinn að stokka upp spilin og búinn að setja upp fjórða heimilið mitt á lífsleiðinni og búa í sex kirkjusóknum í Reykjavík frá fæðingu. Og geri bara aðrir betur.“ Þegar Dómkirkjan hringdi ekki jólin inn Ármann svarar spurningunni hvort hann sé trúaður hiklaust játandi. Hann segist alinn upp við eðlilegt trúarhald. Föðurafi hans, Ármann Eyjólfsson, sem var konunglegur skósmíðameistari og smíðaði skó að Laugavegi 46 snerist til trúar á miðjum aldri og stofnaði þá heimatrúboð leikmanna sem kallað var Síon. Faðir Ármanns var því alinn upp á trúuðu heimili og lögð var áhersla á að Ármann færi í Sunnudagaskóla sem drengur. Og í kirkju á stórhátíðum. Ármann segir svo frá að hann hafi mætt við aftansöng í Dómkirkjunni í Reykjavík allt frá árinu 1956 með örfáum undantekningum. Ármann Reynisson man tímana tvenna. Hann segist búa yfir einstakri aðlögunarhæfni og það veittist honum ekki óyfirstíganlegt, eftir að hafa verið mikill selskapsmaður, að draga sig í hlé eftir að ógæfan reið yfir.vísir/vilhelm „Ég hef því orðið vitni að ýmsum atburðum og kannski er það eftirminnilegast í Dómkirkjunni að árið 1969 hringdu ekki inn kirkjuklukkurnar inn jólin eins og tíðkast. Þetta þótti föður mínum sérkennilegt og hafði þá á orði þegar við komum heim að þetta væri fyrirboði slæmra tíðinda. Í kirkjunni þetta aðfangadagskvöld var Bjarni heitinn Benediktsson heitinn forsætisráðherra og fjölskylda. Og 10. júlí árið eftir þá brunnu þau hjón og dóttursonur þeirra inni á Þingvöllum. Það var sérkennilegt hvað faðir minn var næmur á að þetta boðaði slæm tíðindi.“ Allt verður Ármanni að yrkisefni og hann hefur einmitt skrifað vinjettu um þennan fyrirboða í einni af sínum fyrstu bókum. En allt frá 2001 hefur árlega komið bók frá Ármanni. En áfram með Guðsóttann, vinjettuhöfundurinn segir að eftir fermingu hafi hann ekki hugsað eins mikið um trú og áður. Ekki kafað dýpra, ekki þá. Ávöxtunarmálið veldur straumhvörfum í lífi Ármanns „Og ekki síðar, í erli dagsins, í námi og svo sem umsvifamikill viðskiptafrömuður og allt það. Nema þá dynur yfir þetta Ávöxtunarhrun. Og þá skynjaði ég hvað ég bý að sterkum trúarlegum grunni. Að vísu hef ég alltaf farið með bænirnar mínar, frá því ég man eftir mér, stutt og laggott eins og skrifin mín. Ég þarf ekki að biðja í marga klukkutíma eins og munkar gera. Og þegar á reyndi hafði ég sterkan trúarlegan grunn, góða menntun og hafði notið menningar og lista. Ég gat vel tekist á við það mikla mótlæti og tókst á við það eins og annað fólk tekst á við mótmæli. Skiptir sköpum í lífinu að hafa sterka undirstöðu og vera alinn upp við ástríkt, gott og eðlilegt atlæti.“ Áður en lengra er haldið er vert að tæpa á því sem olli straumhvörfum í lífi Ármanns. Hann var frumkvöðull á sviði verðbréfaviðskipta og stofnaði með öðrum einkafyrirtækið Ávöxtun sem rak verðbréfasjóð og rekstrarsjóð sem var gjaldþrota. Ármann Reynisson var áberandi í viðskiptalífinu á 9. áratug síðustu aldar. Hér er hann fjallbrattur og flottur, sem endranær, í viðtali við Helgarpóstinn 1986. Þá strax eru óveðurský farin að hrannast upp.timarit/skjáskot Töpuðu viðskiptavinir Ávöxtunar verulegum fjármunum og mikil reiði braust út. Ríkissaksóknari ákærði fjóra menn í kjölfarið, Ármann þeirra á meðal. Fréttaflutningur var óvæginn. Til að mynda segir í Tímanum 13. mars 1991: „Saga Ávöxtunar hefur verið hvíldarlaus þrautaútgáfa. Það var strax sumarið 1984, sem bankaeftirlitið stöðvaði starfsemi fyrirtækisins þar sem það hefði ekki lagaheimild til að taka lánsfé til ávöxtunar. Það var ekki gert.“ Málið allt var langdregið og flókið en svo fór að Ármann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Ávöxtunarmálinu óskilorðsbundið fyrir auðgunarbrot, brot á lögum um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Pétur Björnsson, félagi Ármanns, hlaut tvö og hálft. Ármann sagði þá niðurstöðuna mikil vonbrigði. Snyrtipinninn Ármann Við komum betur að því máli síðar. Nema áður og í gegnum allt það erfiða ferlið vakti Ármann athygli fyrir óaðfinnanlegan klæðaburð. „Já, ég hef verið kallaður snyrtipinni. Mér finnst það skemmtilegt,“ segir Ármann glettinn. Hann segir að áar sínir hafi lagt upp úr því og hann tekið upp þann hátt. Móðir hans hafi alltaf lagt á það áherslu að hann og þau systkinin öll fjögur væru vel klædd og vel til höfð. „Þetta var ríkur þáttur í mínu uppeldi.“ En þú ert ekki fjölskyldumaður sjálfur? „Ég á ekki börn, nei. Er barnlaus. Ég hef aldrei verið mikið gefinn fyrir krakka og annað slíkt heldur hef snúið mér að ýmsu öðru og nýtt tíma minn og ævina ákaflega vel,“ segir Ármann. Og hefur aldrei verið fjölskyldumaður? „Ekki í þeirri merkingu. Ég græt það ekki þannig, nei. Ég stend við mínar ákvarðanir í mínu lífi. Hvort sem það er í þessu eða öðru og get litið glaður um öxl.“ Óskemmtilegur félagsskapur í fangelsinu En svo dynur ógæfan yfir, hrun Ávöxtunar. Sem markaði Ármann fyrir lífstíð. „Þetta var gríðarlegt áfall. Gerist nánast á einni nóttu. Þá skynjaði ég hvað ég hef sterkan grunn. Ég beit á jaxlinn og sagði við sjálfan mig: Ármann! Nú hefur þú haft það gott og fínt, nú skaltu sýna þjóðinni hvaða mann þú hefur að geyma og ég tel mig hafa gert það með sóma. Því mér var kennt um allar ófarirnar. Þannig að … þeim tókst að rústa fyrirtækjunum mínum, heimilinu, listaverkunum … ég stóð á sviðinni jörð.“ Ármanni var gert að afplána, honum var dröslað í gegnum það sem hann kallar ömurlegt réttarfar. Ármann Reynisson er ávallt óaðfinnanlega klæddur. Jafnvel þegar hann var á Kvíabryggju. Spurður segir hann að það hafi ekki verið neitt sérstaklega skemmtilegur félagsskapurinn þar.vísir/vilhelm „Og þá var það mikill styrkur fyrir mig að ég hafði verið í lagadeildinni og þekkti vel lögfræðilegan hugsunarhátt. Skyndilega, eftir Ávaxtahrunið var allt það orðið löglegt. Ég var í heilt ár á Kvíabryggju sem út af fyrir sig varð einskonar háskólaár, endurmenntun fyrir mig. Ég nýtti tímann í að lesa bókmenntir, hlusta á klassíska tónlist, stunda útiveru og útivist … ég öðlaðist margfalt sterkari náttúruskynjun en ég hafði haft áður. Já, ég fékk ýmislegt út úr þessu fangelsisári sem var 1993.“ En hvernig var félagsskapurinn? „Þetta var kannski ekki skemmtilegasta fólk í heiminum. Og þar voru ekki margir snyrtipinnar. Ég var eins og kallinn í tunglinu, alltaf uppáklæddur og hélt mínu striki, með slaufuna bundna fullkomlega um hálsinn. Þetta var eins og að vera í kvikmynd og ég hef skrifað tvær sögur um lífið í Kvíabryggju. Flest verður mér efni í sögu.“ Innri rödd segir Ármanni að setjast við skriftir Segir Ármann. Sem þá varð fyrir því sem hann flokkar sem yfirskilvitlega reynslu. „Á miðju árinu 1993 gekk ég upp á Álfhól sem er skammt frá bænum og horfði yfir Breiðafjörðinn eins fallegur og hann er. Ég heyri aldrei raddir en þar og þá heyrði ég karlmannlega rödd innra með mér. Ég var þá einmitt hugsi; mikið er þetta dapurlegt Ármann, þú ert alveg á botninum. Og það er ekki glæsilegt. Ég var að velta því fyrir mér hvernig ég ætlaði að vinna úr þessu. Það var búið að sparka mér á botninn, fyrir utan allt annað sem mér var boðið uppá skrautlegt, hvernig ætla ég að byggja upp framtíðina? Þá heyri ég rödd segja innra með mér: Ármann, þú verður að skrifa til að leiðrétta málin þín.“ Ármann lýsir því svo að þetta hafi ekki verið sjálfsagt, langt í frá. Hann væri ekki rithöfundur. „En ég hef góða menntun. Kennaramenntun, hlutapróf í lögfræði, London School of Foreign Trade og London School of Economics. Ég hafði reynslu af því að skrifa ritgerðir og góða íslenskumenntun úr Kennaraháskólanum.“ Sjö ár liðu og sumarið 2000 gekk Ármann um íbúð sína við Ægissíðu. Og horfði yfir hafið. „Ég var fljótur að koma mér vel fyrir og hef alltaf búið vel. Ég hef alltaf lagt áherslu á heimilið. En þá var ég hreint og beint knúinn af innri krafti. Að setjast niður og skrifa eitthvað. Ég vissi ekki hvað ég var að fara út í. Ég setti mig ekki í neinar stellingar og fyrsta sagan var bara tilbúin. Og ég sá þá að þannig ætti ég að skrifa, þennan ritstíl - vinjettur!“ Ætíð gætt hófs jafnvel á miðjum diskótímanum Og nú liggja eftir Ármann 903 sögur. Hann hefur nýlokið við að skrifa 22. vinjettubókina og þá bætast við 43 sögur. „Og ég er að leggja grunn að bók 23 og 24. Ég þarf ekki nema punkta niður titilinn og þá man ég hvernig sögurnar eiga að vera,“ segir Ármann sem er ekki að leggja penna sinn á borðið nema síður sé. Ármann segir spurður hvort tíminn fyrir hrun Ávöxtunar, þegar hann var uppstrílaður forstjóri og á miðju diskótímabilinu þegar djammið var í hömlulaust, að öll tímaskeið ævi sinnar hafi verið áhugaverð. Og Ávöxtunartíminn á 9. áratug síðustu aldar hafi nýst honum til fulls. Ármann Reynisson á glæsilegu heimili sínu sem ber smekkvísi vinjettuhöfundarins og listáhuga fagurt vitni.vísir/vilhelm „Ég nýtti aðstöðuna og í raun þannig að þetta var eins og hjá sumum ævistarf. En þetta stóð í sex ár. Mikið sem gerðist og ég nýtti persónulega aðstöðu auðvitað til að hafa það huggulegt, gleðja ættingja og vini og taka á móti fólki. En það hefur aldrei verið óhóf í mínu lífi enda var ég ekki alinn upp við óhóf. Ég hef aldrei farið yfir strikið eins og útrásarvíkingarnir sem fóru upp í skýin. Ég var meðvitaður um að hafa röð og reglu á hlutunum og aldrei komu neinir næturhrafnar í heimsókn til mín. Ég hafði vit á að hafa góða reglu á.“ Bára bleika útilokaði Ármann ekki Hvíslað var um veglegar veislur sem Ármann hélt. Hann segir að á þessum árum hafi ekki verið margir veitingastaðir í Reykjavík. Og athafnamenn, umsvifamiklir í viðskiptum, höfðu ekki úr miklu að moða. „Því voru oft fundir heima. Því það voru svo fáir veitingastaðir. Menn voru búnir að fá leið á að fara alltaf á sömu staðina og það var huggulegra að hafa síðdegisboð. En nú heyrir það nánast sögunni til. En þetta er ástæðan fyrir því að ég var svo duglegur að bjóða fólki heim.“ Og Ármann, fagurkeri og listunnandi, er þekktur fyrir að vera mikill listaverkasafnari. Og hann segir ekkert varið í það að eiga listaverkasafn og leyfa engum að sjá þau. Ármann er og var gestrisinn og nýtur þess að taka á móti gestum. En þegar hann er sendur í afplánun hlýtur það að hafa reynt á tengslin? „Þá urðu algjör kaflaskil. Ekkert ósvipað og gerist þegar hjón skilja. Í mínu tilfelli stokkaðist allt upp. Flestir hurfu mér sjónum meðal annars margir æskuvinir. En þær voru nokkrar manneskjurnar sem héldu tryggð við mig. Ein stórmerkileg og sögufræg persóna bauð mér þó í veislur og það var Bára bleika, ein frægasta og flottasta kona 20. aldarinnar sem hélt glæsilegustu nýársveislur Reykjavíkur og þó víðar væri leitað. Já, það má segja að það hafi alltaf verið einn og einn sem í raun gat horft yfir þessar aðstæður. Ég mætti eins og hver annar gestur og hafði ánægju af. Blessuð sé minning Báru og ég hef skrifað portrettsögu um hana sem er mikið lesin.“ Einstök aðlögunarhæfni Nokkrir sýndu styrk og voru vinafastir hvað sem gekk á. Ármann segir það ekki hafa neitt uppá sig að telja fleiri en Báru til sögunnar í því samhengi en nefnir þó eina aðra sem er söngkonan Diddú. „Mikill vinur. Já, það eru til staðar ýmsir svona karakterar sem betur fer sem sýnir og sannar að það er alltaf eitthvað jákvætt sem kemur út úr því þó móti blási. En þegar maður er að ganga í gegnum svona mikla erfiðleika er betra að vera „low profile“ og það reyndist mér vel.“ Þegar talið berst að þeirri útskúfun sem Ármann telur sig mega sæta af hálfu menningarelítunnar kemur myrkur í tóninn en Ármann tekur fram að hann láti þær hindranir ekki halda sér niðri. Og er hvergi nærri af baki dottinn með penna sinn.vísir/vilhelm En það hlýtur að hafa tekið á annan eins samkvæmismann og þig að búa skyndilega við það að teljast ekki aufúsugestur hver sem var? „Ég hef ákaflega góða aðlögunarhæfni, hef aðlagað mig við þær aðstæður sem ég hef búið við hvert æviskeið. Auðvitað voru þetta viðbrigði en ég grét það ekki. Þau voru nokkur árin sem mér fannst skynsamlegt að láta lítið fyrir mér fara og njóta lista og tónlistar og útiveru. Nýtti mér allt þetta til að halda dampi.“ En þó Ármann hafi fundið fjölina sína sem rithöfundur eftir samtal við sinn innri mann, örlagaríka daginn á Álfhóli forðum daga hefur ferill hans ekki verið neinn dans á rósum. „Segja má að rithöfundaferill minn spanni 21 ár, þetta eru 21 bók, þetta er kraftaverk. Ég hef aldrei fengið úthlutað úr launasjóði rithöfunda, ég hef alveg verið blokkeraður þar en alltaf sótt um. Ég hef aldrei hlotið styrk eða stuðning hvorki frá borg né ríki. Borgarbókasafnið á ekki síðustu 11 bækurnar mínar. Það er eitthvað skrítið þar.“ Hagnaðist á bóksölu Og það sem meira er, að sögn Ármanns, þá hafa allir þeir sem fjalla um bókmenntir í fjölmiðlum, virt hann að vettugi. „Þeir sem fjalla um bókmenntir, allir í fjölmiðlum, hafa blokkerað útgáfuna markvisst og ríkisútvarpið trónir þar efst á blaði. Við fengum inni hjá honum Gunnari Stefánssyni, en lesið var upp úr nýjum bókum fyrir jólin þar en þegar þátturinn hann lagðist af 2013 var útgáfan mín alveg blokkeruð.“ Ármann er bókstaflega allt í öllu er varðar útgáfu bóka sinna. Hann er rithöfundurinn, útgáfustjóri, hann hefur samskipti við umbrotsmann, þýðendur en allar sögurnar eru birtar á ensku til hliðar við íslenska textann, hann hefur samskipti við prentsmiðjuna í Slóveníu, annast sölu og dreifingu sjálfur. Hann hringir út til áskrifenda sjálfur, bækurnar eru seldar beint frá útgáfunni í ágúst og september en þær er ekki að finna í bókabúðum. Þegar mest var voru áskrifendur Ármanns þrjú þúsund en eru nú um tvö þúsund talsins. „Ég þekki bókabransann alveg út og inn síðan ég hélt uppi sölu á ritsöfnum sem Almenna bókafélagið gaf út. Ég var í sölumennsku á sumrin á námsárum mínum. Malaði gull og kom fótunum undir mig. Gat framkvæmt allt sem ég vildi þegar ég kom heim frá London, var þá búinn að vera svo duglegur í sölumennskunni,“ segir Ármann hugsi og dreypir á kaffi úr alþingishátíðarbolla sínum. Snobb sem brýst út í lítilsvirðingu Blaðamaður spyr hverja hann telji ástæðuna vera fyrir þessu fálæti bókabransans? Ármann telur þarna komna eina skýringu: Einhvers konar snobb sem brýst út í lítilsvirðingu við sig, að hann skuli sjálfur sjá um allar hliðar útgáfunnar. „Þetta er ástæðan fyrir því hvers vegna komið er svona fram við mig. Þetta er vandamál þeirra sem koma svona fram. Ég er þeirrar skoðunar að fólk er alltaf að sýna sinn innri mann með framkomunni. Þetta truflar mig ekki persónulega. Þetta eru fordómar. Og þeir eru svakalegir fordómar sem þetta bókmenntafólk er haldið. En það þolir ekki að miðaldra karlmaður úr viðskiptalífinu og það Ármann Reynisson skuli dirfast að setjast niður á miðjum aldri, snúa baki við viðskiptalífinu og fara að skrifa og kynna þjóðinni vinjettur. Og sjá um sölu og dreifingu bókanna sjálfur. Fólkið bara nær þessu ekki.“ Ármann gefur sér að bókmenntaelítan hugsi sem svo; Hvernig dirfist hann, þessi miðaldra karl úr viðskiptalífinu, að setjast niður við skriftir, gefa út sjálfur og standa í sölu- og dreifingu bóka sinna.vísir/vilhelm Ármann segir að þegar miðaldra karl úr viðskiptalífinu, sem bókafólkið lítur yfirleitt hornauga, kemur fram sjái það í því einhvers konar ógn. „Að ég skuli dirfast að fara að skrifa og kynna eitthvað nýtt, fólkið nær því ekki. Og þá myndast fordómar. Þetta er eins og það er. Þeir eru ekki eingöngu fordómarnir gagnvart konum og minnihlutahópum heldur miðaldra körlum sem umturna starfsævinni eins og ég geri. En það truflar mig ekki neitt. Ég hef náð þessum glæsilega árangri þrátt fyrir það. Fólk er alltaf að sækjast eftir heiðri, ég byrjaði ekki að skrifa til að verða metsöluhöfundur og ég byrjaði ekki að skrifa og gefa út bækur til að fá verðlaun og viðurkenningar og allan þennan hégóma sem fólk í bókmenntageiranum sækist eftir. Ég var knúinn að skrifborðinu og skrifa bara frá hjartanu.“ Prófessor Fioretta kann að meta vinjetturnar Ármann segir að sér hafi hlotnast hin æðsta viðurkenning sem sé tvennt í sínum huga. „Lífsfylling. Engin spurning að þetta hefur verið gríðarleg lífsfylling og gleði fyrir mig og svo það að vinjetturnar mínar eru notaðar við íslenskukennslu í einum af virtustu háskólum bandaríkjanna, Hovstra University sem er fyrir utan New York. Þar er prófessor Josef V. Fioretta, heimsþekkur prófessor í samanburðarbókmenntum, tungumálum og málfæði, sem kennir íslensku en hann hefur vald á 22 tungumálum. Prófessor Fioretta notar sögurnar mínar fyrir nemendur lengra komnar. Háskólinn kaupir allar bækur mínar. Meiri viðurkenningu getur rithöfundur ekki fengið. Ég get verið ánægður og sáttur þrátt fyrir þennan plebbagang í þessu bókmenntaliði. Það er eitthvað annað sem kemur til mín í staðinn og ég er hinn ánægðasti með það.“ Ármann segir að bækur hans finnist á herbergjum betri hótela í Reykjavík og það sé stórmerkilegt að sterkustu og mestu viðbrögðin alltaf frá Bandaríkjamönnum. Hann getur ekki útskýrt ástæðurnar fyrir því. „Þegar ég er að skrifa er ég alveg frjáls. Ég skrifa það sem kemur frá mér og mínum hugsunum. Ég skrifa aldrei að þóknast einum eða öðrum, ég tek alltaf áhættuna sjálfur. Hvort sögurnar eru læsilegar eða vinsælar eða hvað sem er. Enda hef ég aldrei í mínu lífi verið að reyna að þóknast neinum. Þegar ég var að kynna þjóðinni nýja viðskiptahætti eins og með Ávöxtun og starfaði eins og mér þótti eðlilegast að starfa eins og þá tíðkast í Evrópu eða Bandaríkjunum. Ef ég fæ ekki að lifa mínu lífi verða að verða vinaskil.“ Helber dónaskapur að vera sniðgenginn Ármann lætur ekkert trufla sig eða slá út af laginu. Hann fer sína leið. „Ef ég fæ ekki að lifa og starfa eins og ég tel best á heiðarlegan hátt verður þetta fólk sem kemur svona fram að eiga það við sig, Það er þeirra vandamál en ekki mitt, taktu eftir því. Það er þetta fólk sem er með fordóma, fólk sem hagar sér svona en vill skreyta sig með bókmenntum eða listum, opinberar þannig sína persónu.“ Ármann segir spurður það vitaskuld helberan dónaskap að sniðganga með þessum hætti rithöfund sem starfað hefur í rúm tuttugu ár. „Stór hluti þess fólks hætti að heilsa og er þumbaralegt þegar það sér mig. Það er þá að segja mér hvernig því líður. Frægasta persónan af þessu tagi er engin önnur en bókmenntagyðjan Kolbrún Bergþórsdóttir,“ segir Ármann og það er þungi í orðum hans, þó hann slái ætíð þann varnagla að hann láti þetta ekki hafa áhrif á sig. Ármann Reynisson segir að sér sé ekki svo mikið sem heilsað af mörgum þeim sem fást við að fjalla um bókmenntir og það segir hann helberan dónaskap.vísir/vilhelm „En hvernig ætlar þetta fólk að fjalla um bókmenntir sem hegðar sér svona? Ef fólk er að fjalla um bókmenntir verður það að aðgreina bókmenntirnar og persónuna. Margt af þessu fólki er svo upptekið af rithöfundum sjálfum, persónunni og það truflar svo umfjöllunina um bókmenntirnar. Reykjavík er bókmenntaborg UNESCO og það er fáránlegt að bókmenntaborgin sjálf og fólk sem starfar við þetta skuli ekki vera rishærri en raun ber vitni. Svona framkoma tíðkast í einræðisríkjum að rithöfundar séu blokkeraðir ef þeir þóknast ekki. En við erum í frjálsu landi.“ Sárnar þér þetta viðmót? „Auðvitað hitnar maður sem er ekki nema eðlilegt. Ég tel þetta kraftaverk að hafa náð þessum árangri miðað við hvernig útgáfan mín hefur verið blokkeruð. En það er vegna þess að ég er með öll járn í eldinum. Sem þykir ekki fínt, að sjá sjálfur um útgáfuna og dreifingu.“ Háðsglósur frá þekktum höfundum Ármann segir að fyrir um fimmtán árum, þegar hann var á fundi hjá Rithöfundasambandinu, hafi hann mátt þola háðsglósur. „Frægur rithöfundur, Andri Snær Magnason, hæddist að því að ég sæi sjálfur um sölu og dreifingu. En ég sagðist stoltur af því. Þetta kom mér á óvart að menn væru að hæðast að því en allir sem þekkja mig vita að ég er hamhleypa til vinnu. Þegar ég geng til starfa er ég tveggja manna maki og þess vegna hefur mér tekist að vinna þetta á þennan máta. Menn eiga ekki að hæðast yfir störfum annarra ef það eru heiðarleg störf.“ Ármann nýtir allan efnivið sem hann getur í verk sín. Hann hugsar sjónrænt og atvik úr lífi hans verða honum einatt að yrkisefni. Því er ekki úr vegi að ætla að bókafólkið muni skjóta upp kollinum í sögum Ármanns þegar fram líða stundir, dregnar þeim litum sem höfundur telur hæfa. En þá karaktera er þó ekki að finna í nýju bók Ármanns. „Ég horfi til reynslu minnar af sölustörfum þau átta sumur þegar ég ferðaðist um landið þvert og endilangt. Það voru forréttindi að kynntist landinu betur en hægt er.“ Vinjetturnar leitt Ármann um allar koppagrundir Ármann lokar þeim hring með að sækja heim tiltekin héruð í landinu, dvelur þar í rúma viku og fær hugmyndir að sögum sem tengjast staðháttum. Einn hluti hinnar nýju bókar fjallar um Húnavatnssýslu. „Í síðari bókunum mínum hef ég skrifað portrettsögur af áhugaverðu samtímafólki sem ég hef hitt eða kynnst … þær sögur eru að verða hundrað, fjölskyldusögur og foreldra afa og ömmur. Já, og síðan verður mér að yrkisefni framkoma fólks, ýmislegt sem gerist í daglega lífinu, einhverjir atburðir og það verður mér að yrkisefni, merkisatburðir þjóðarinnar ...“ Ármann þylur upp eitt og annað sem hann lítur til þegar hann skrifar sínar vinjettur og er þar af nægu að taka. Þá hefur hann lagst í miklar reisur og dvalið meðal heimamanna svo sem á Grænlandi, Færeyjum, Frakklandi, Indlandi öllu þar sem hann er í hávegum hafður og svo Himalæja-fjallasvæðinu. Þá hefur hann farið í sérferðir til New York og Nýja Englands. „Ég hef kynnst Wall Street-liðinu eftir að ég fór að skrifa. Vinjetturnar hafa leitt Ármann að svo merkilegu fólki innanlands og utan að það hefur verið gjöf; stórkostlega áhugaverðu fólki sem ég hefði ekki kynnst nema vegna þess að ég settist niður og fór að skrifa vinjettur. Þó fjöldi manna hafi snúið við mér baki eftir Ávöxtunarmálið hefur margt komið í staðinn. Ég get litið glaður um öxl. Engar neikvæðar tilfinningar gagnvart einum né öðrum og aldrei öfundað neinn, hvorki fyrr né síðar.“ Höfundatal Bókaútgáfa Bókmenntir Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Lengi hefur staðið til að taka viðtal við Ármann. Hann vekur athygli hvar sem hann fer, ætíð afar vel til hafður, óaðfinnanlega klæddur, í burstuðum skóm og framkoman öll fáguð. Hann er snyrtipinni og fagurkeri fram í fingurgóma. Reyndar hófst þetta samtal ekki vel. Ármann var svo vinsamlegur að koma í eigin persónu nýjasta vinjettusafni sínu – Vinjettur XXI – heim til blaðamanns. Hann átti hins vegar í erfiðleikum með að koma bókinni inn um dyralúguna. Blaðamaður, sem fyrir tilviljun var heima við var einmitt þá að fara út með hundinn, sá að einhver var að eiga við hurðina, svipti henni upp og spurði með þjósti: Hvað ertu að gera? Vinjettuhöfundinum virðulega brá illa við þetta, fórnaði höndum og þegar blaðamaður sá hver var taldi hann hreinlega útséð með að það gæti orðið af þessu viðtali. En það er einmitt lýsandi fyrir Ármann að hann lætur ekki mótlæti aftra sér frá settum markmiðum. Þegar svo viðtalið fór fram sveif ólíkt meiri ró yfir vötnum en fátið við útidyrahurðina. Ármann hafði komið sér huggulega fyrir í yndislegu penthouse-íbúð sinni, eins og hann orðar það sjálfur, á horni Háteigsvegar og Einholts. Hann drekkur sterkt kaffi úr alþingishátíðarbolla sínum, er með kertaljós á borði og nýjar háar og glæsilegar rósir í appelsínugulum lit setja svip sinn á rýmið. Ármann virðir fyrir sér tilkomumikið útsýnið, austur yfir Háteigskirkju, suðvestur yfir Perluna og í vestur til Hallgrímskirkju. Betra getur þetta ekki verið. Og undir leikur Víkingur Heiðar Ólafsson af plötu, snilldarlega Johann Sebastian Bach. „Já, mér finnst svo gaman að koma mér í stemmingu og hafa huggulegt. Og ég verð að byrja á því að segja þér stórfréttir,“ tilkynnir hann og blaðamaður grípur fast um blýantinn. „Ég á merkisafmæli 2. desember næstkomandi. Ég verð sjötugur. Þannig að það verður mikið um að vera í desember.“ Já! Einmitt. Þau tímamót leggjast frábærlega í Ármann. „Ég var lengi að verða unglingur. Ég var lengi að verða fullorðinn og ég ætla mér lengi að verða gamall. Eftir að ég varð fullorðinn hef ég ekkert fundið fyrir aldrinum nema hann minnir á sig á afmælisdögum. Ég blómstra á þessum tímamótum. Er búinn að stokka upp spilin og búinn að setja upp fjórða heimilið mitt á lífsleiðinni og búa í sex kirkjusóknum í Reykjavík frá fæðingu. Og geri bara aðrir betur.“ Þegar Dómkirkjan hringdi ekki jólin inn Ármann svarar spurningunni hvort hann sé trúaður hiklaust játandi. Hann segist alinn upp við eðlilegt trúarhald. Föðurafi hans, Ármann Eyjólfsson, sem var konunglegur skósmíðameistari og smíðaði skó að Laugavegi 46 snerist til trúar á miðjum aldri og stofnaði þá heimatrúboð leikmanna sem kallað var Síon. Faðir Ármanns var því alinn upp á trúuðu heimili og lögð var áhersla á að Ármann færi í Sunnudagaskóla sem drengur. Og í kirkju á stórhátíðum. Ármann segir svo frá að hann hafi mætt við aftansöng í Dómkirkjunni í Reykjavík allt frá árinu 1956 með örfáum undantekningum. Ármann Reynisson man tímana tvenna. Hann segist búa yfir einstakri aðlögunarhæfni og það veittist honum ekki óyfirstíganlegt, eftir að hafa verið mikill selskapsmaður, að draga sig í hlé eftir að ógæfan reið yfir.vísir/vilhelm „Ég hef því orðið vitni að ýmsum atburðum og kannski er það eftirminnilegast í Dómkirkjunni að árið 1969 hringdu ekki inn kirkjuklukkurnar inn jólin eins og tíðkast. Þetta þótti föður mínum sérkennilegt og hafði þá á orði þegar við komum heim að þetta væri fyrirboði slæmra tíðinda. Í kirkjunni þetta aðfangadagskvöld var Bjarni heitinn Benediktsson heitinn forsætisráðherra og fjölskylda. Og 10. júlí árið eftir þá brunnu þau hjón og dóttursonur þeirra inni á Þingvöllum. Það var sérkennilegt hvað faðir minn var næmur á að þetta boðaði slæm tíðindi.“ Allt verður Ármanni að yrkisefni og hann hefur einmitt skrifað vinjettu um þennan fyrirboða í einni af sínum fyrstu bókum. En allt frá 2001 hefur árlega komið bók frá Ármanni. En áfram með Guðsóttann, vinjettuhöfundurinn segir að eftir fermingu hafi hann ekki hugsað eins mikið um trú og áður. Ekki kafað dýpra, ekki þá. Ávöxtunarmálið veldur straumhvörfum í lífi Ármanns „Og ekki síðar, í erli dagsins, í námi og svo sem umsvifamikill viðskiptafrömuður og allt það. Nema þá dynur yfir þetta Ávöxtunarhrun. Og þá skynjaði ég hvað ég bý að sterkum trúarlegum grunni. Að vísu hef ég alltaf farið með bænirnar mínar, frá því ég man eftir mér, stutt og laggott eins og skrifin mín. Ég þarf ekki að biðja í marga klukkutíma eins og munkar gera. Og þegar á reyndi hafði ég sterkan trúarlegan grunn, góða menntun og hafði notið menningar og lista. Ég gat vel tekist á við það mikla mótlæti og tókst á við það eins og annað fólk tekst á við mótmæli. Skiptir sköpum í lífinu að hafa sterka undirstöðu og vera alinn upp við ástríkt, gott og eðlilegt atlæti.“ Áður en lengra er haldið er vert að tæpa á því sem olli straumhvörfum í lífi Ármanns. Hann var frumkvöðull á sviði verðbréfaviðskipta og stofnaði með öðrum einkafyrirtækið Ávöxtun sem rak verðbréfasjóð og rekstrarsjóð sem var gjaldþrota. Ármann Reynisson var áberandi í viðskiptalífinu á 9. áratug síðustu aldar. Hér er hann fjallbrattur og flottur, sem endranær, í viðtali við Helgarpóstinn 1986. Þá strax eru óveðurský farin að hrannast upp.timarit/skjáskot Töpuðu viðskiptavinir Ávöxtunar verulegum fjármunum og mikil reiði braust út. Ríkissaksóknari ákærði fjóra menn í kjölfarið, Ármann þeirra á meðal. Fréttaflutningur var óvæginn. Til að mynda segir í Tímanum 13. mars 1991: „Saga Ávöxtunar hefur verið hvíldarlaus þrautaútgáfa. Það var strax sumarið 1984, sem bankaeftirlitið stöðvaði starfsemi fyrirtækisins þar sem það hefði ekki lagaheimild til að taka lánsfé til ávöxtunar. Það var ekki gert.“ Málið allt var langdregið og flókið en svo fór að Ármann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Ávöxtunarmálinu óskilorðsbundið fyrir auðgunarbrot, brot á lögum um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Pétur Björnsson, félagi Ármanns, hlaut tvö og hálft. Ármann sagði þá niðurstöðuna mikil vonbrigði. Snyrtipinninn Ármann Við komum betur að því máli síðar. Nema áður og í gegnum allt það erfiða ferlið vakti Ármann athygli fyrir óaðfinnanlegan klæðaburð. „Já, ég hef verið kallaður snyrtipinni. Mér finnst það skemmtilegt,“ segir Ármann glettinn. Hann segir að áar sínir hafi lagt upp úr því og hann tekið upp þann hátt. Móðir hans hafi alltaf lagt á það áherslu að hann og þau systkinin öll fjögur væru vel klædd og vel til höfð. „Þetta var ríkur þáttur í mínu uppeldi.“ En þú ert ekki fjölskyldumaður sjálfur? „Ég á ekki börn, nei. Er barnlaus. Ég hef aldrei verið mikið gefinn fyrir krakka og annað slíkt heldur hef snúið mér að ýmsu öðru og nýtt tíma minn og ævina ákaflega vel,“ segir Ármann. Og hefur aldrei verið fjölskyldumaður? „Ekki í þeirri merkingu. Ég græt það ekki þannig, nei. Ég stend við mínar ákvarðanir í mínu lífi. Hvort sem það er í þessu eða öðru og get litið glaður um öxl.“ Óskemmtilegur félagsskapur í fangelsinu En svo dynur ógæfan yfir, hrun Ávöxtunar. Sem markaði Ármann fyrir lífstíð. „Þetta var gríðarlegt áfall. Gerist nánast á einni nóttu. Þá skynjaði ég hvað ég hef sterkan grunn. Ég beit á jaxlinn og sagði við sjálfan mig: Ármann! Nú hefur þú haft það gott og fínt, nú skaltu sýna þjóðinni hvaða mann þú hefur að geyma og ég tel mig hafa gert það með sóma. Því mér var kennt um allar ófarirnar. Þannig að … þeim tókst að rústa fyrirtækjunum mínum, heimilinu, listaverkunum … ég stóð á sviðinni jörð.“ Ármanni var gert að afplána, honum var dröslað í gegnum það sem hann kallar ömurlegt réttarfar. Ármann Reynisson er ávallt óaðfinnanlega klæddur. Jafnvel þegar hann var á Kvíabryggju. Spurður segir hann að það hafi ekki verið neitt sérstaklega skemmtilegur félagsskapurinn þar.vísir/vilhelm „Og þá var það mikill styrkur fyrir mig að ég hafði verið í lagadeildinni og þekkti vel lögfræðilegan hugsunarhátt. Skyndilega, eftir Ávaxtahrunið var allt það orðið löglegt. Ég var í heilt ár á Kvíabryggju sem út af fyrir sig varð einskonar háskólaár, endurmenntun fyrir mig. Ég nýtti tímann í að lesa bókmenntir, hlusta á klassíska tónlist, stunda útiveru og útivist … ég öðlaðist margfalt sterkari náttúruskynjun en ég hafði haft áður. Já, ég fékk ýmislegt út úr þessu fangelsisári sem var 1993.“ En hvernig var félagsskapurinn? „Þetta var kannski ekki skemmtilegasta fólk í heiminum. Og þar voru ekki margir snyrtipinnar. Ég var eins og kallinn í tunglinu, alltaf uppáklæddur og hélt mínu striki, með slaufuna bundna fullkomlega um hálsinn. Þetta var eins og að vera í kvikmynd og ég hef skrifað tvær sögur um lífið í Kvíabryggju. Flest verður mér efni í sögu.“ Innri rödd segir Ármanni að setjast við skriftir Segir Ármann. Sem þá varð fyrir því sem hann flokkar sem yfirskilvitlega reynslu. „Á miðju árinu 1993 gekk ég upp á Álfhól sem er skammt frá bænum og horfði yfir Breiðafjörðinn eins fallegur og hann er. Ég heyri aldrei raddir en þar og þá heyrði ég karlmannlega rödd innra með mér. Ég var þá einmitt hugsi; mikið er þetta dapurlegt Ármann, þú ert alveg á botninum. Og það er ekki glæsilegt. Ég var að velta því fyrir mér hvernig ég ætlaði að vinna úr þessu. Það var búið að sparka mér á botninn, fyrir utan allt annað sem mér var boðið uppá skrautlegt, hvernig ætla ég að byggja upp framtíðina? Þá heyri ég rödd segja innra með mér: Ármann, þú verður að skrifa til að leiðrétta málin þín.“ Ármann lýsir því svo að þetta hafi ekki verið sjálfsagt, langt í frá. Hann væri ekki rithöfundur. „En ég hef góða menntun. Kennaramenntun, hlutapróf í lögfræði, London School of Foreign Trade og London School of Economics. Ég hafði reynslu af því að skrifa ritgerðir og góða íslenskumenntun úr Kennaraháskólanum.“ Sjö ár liðu og sumarið 2000 gekk Ármann um íbúð sína við Ægissíðu. Og horfði yfir hafið. „Ég var fljótur að koma mér vel fyrir og hef alltaf búið vel. Ég hef alltaf lagt áherslu á heimilið. En þá var ég hreint og beint knúinn af innri krafti. Að setjast niður og skrifa eitthvað. Ég vissi ekki hvað ég var að fara út í. Ég setti mig ekki í neinar stellingar og fyrsta sagan var bara tilbúin. Og ég sá þá að þannig ætti ég að skrifa, þennan ritstíl - vinjettur!“ Ætíð gætt hófs jafnvel á miðjum diskótímanum Og nú liggja eftir Ármann 903 sögur. Hann hefur nýlokið við að skrifa 22. vinjettubókina og þá bætast við 43 sögur. „Og ég er að leggja grunn að bók 23 og 24. Ég þarf ekki nema punkta niður titilinn og þá man ég hvernig sögurnar eiga að vera,“ segir Ármann sem er ekki að leggja penna sinn á borðið nema síður sé. Ármann segir spurður hvort tíminn fyrir hrun Ávöxtunar, þegar hann var uppstrílaður forstjóri og á miðju diskótímabilinu þegar djammið var í hömlulaust, að öll tímaskeið ævi sinnar hafi verið áhugaverð. Og Ávöxtunartíminn á 9. áratug síðustu aldar hafi nýst honum til fulls. Ármann Reynisson á glæsilegu heimili sínu sem ber smekkvísi vinjettuhöfundarins og listáhuga fagurt vitni.vísir/vilhelm „Ég nýtti aðstöðuna og í raun þannig að þetta var eins og hjá sumum ævistarf. En þetta stóð í sex ár. Mikið sem gerðist og ég nýtti persónulega aðstöðu auðvitað til að hafa það huggulegt, gleðja ættingja og vini og taka á móti fólki. En það hefur aldrei verið óhóf í mínu lífi enda var ég ekki alinn upp við óhóf. Ég hef aldrei farið yfir strikið eins og útrásarvíkingarnir sem fóru upp í skýin. Ég var meðvitaður um að hafa röð og reglu á hlutunum og aldrei komu neinir næturhrafnar í heimsókn til mín. Ég hafði vit á að hafa góða reglu á.“ Bára bleika útilokaði Ármann ekki Hvíslað var um veglegar veislur sem Ármann hélt. Hann segir að á þessum árum hafi ekki verið margir veitingastaðir í Reykjavík. Og athafnamenn, umsvifamiklir í viðskiptum, höfðu ekki úr miklu að moða. „Því voru oft fundir heima. Því það voru svo fáir veitingastaðir. Menn voru búnir að fá leið á að fara alltaf á sömu staðina og það var huggulegra að hafa síðdegisboð. En nú heyrir það nánast sögunni til. En þetta er ástæðan fyrir því að ég var svo duglegur að bjóða fólki heim.“ Og Ármann, fagurkeri og listunnandi, er þekktur fyrir að vera mikill listaverkasafnari. Og hann segir ekkert varið í það að eiga listaverkasafn og leyfa engum að sjá þau. Ármann er og var gestrisinn og nýtur þess að taka á móti gestum. En þegar hann er sendur í afplánun hlýtur það að hafa reynt á tengslin? „Þá urðu algjör kaflaskil. Ekkert ósvipað og gerist þegar hjón skilja. Í mínu tilfelli stokkaðist allt upp. Flestir hurfu mér sjónum meðal annars margir æskuvinir. En þær voru nokkrar manneskjurnar sem héldu tryggð við mig. Ein stórmerkileg og sögufræg persóna bauð mér þó í veislur og það var Bára bleika, ein frægasta og flottasta kona 20. aldarinnar sem hélt glæsilegustu nýársveislur Reykjavíkur og þó víðar væri leitað. Já, það má segja að það hafi alltaf verið einn og einn sem í raun gat horft yfir þessar aðstæður. Ég mætti eins og hver annar gestur og hafði ánægju af. Blessuð sé minning Báru og ég hef skrifað portrettsögu um hana sem er mikið lesin.“ Einstök aðlögunarhæfni Nokkrir sýndu styrk og voru vinafastir hvað sem gekk á. Ármann segir það ekki hafa neitt uppá sig að telja fleiri en Báru til sögunnar í því samhengi en nefnir þó eina aðra sem er söngkonan Diddú. „Mikill vinur. Já, það eru til staðar ýmsir svona karakterar sem betur fer sem sýnir og sannar að það er alltaf eitthvað jákvætt sem kemur út úr því þó móti blási. En þegar maður er að ganga í gegnum svona mikla erfiðleika er betra að vera „low profile“ og það reyndist mér vel.“ Þegar talið berst að þeirri útskúfun sem Ármann telur sig mega sæta af hálfu menningarelítunnar kemur myrkur í tóninn en Ármann tekur fram að hann láti þær hindranir ekki halda sér niðri. Og er hvergi nærri af baki dottinn með penna sinn.vísir/vilhelm En það hlýtur að hafa tekið á annan eins samkvæmismann og þig að búa skyndilega við það að teljast ekki aufúsugestur hver sem var? „Ég hef ákaflega góða aðlögunarhæfni, hef aðlagað mig við þær aðstæður sem ég hef búið við hvert æviskeið. Auðvitað voru þetta viðbrigði en ég grét það ekki. Þau voru nokkur árin sem mér fannst skynsamlegt að láta lítið fyrir mér fara og njóta lista og tónlistar og útiveru. Nýtti mér allt þetta til að halda dampi.“ En þó Ármann hafi fundið fjölina sína sem rithöfundur eftir samtal við sinn innri mann, örlagaríka daginn á Álfhóli forðum daga hefur ferill hans ekki verið neinn dans á rósum. „Segja má að rithöfundaferill minn spanni 21 ár, þetta eru 21 bók, þetta er kraftaverk. Ég hef aldrei fengið úthlutað úr launasjóði rithöfunda, ég hef alveg verið blokkeraður þar en alltaf sótt um. Ég hef aldrei hlotið styrk eða stuðning hvorki frá borg né ríki. Borgarbókasafnið á ekki síðustu 11 bækurnar mínar. Það er eitthvað skrítið þar.“ Hagnaðist á bóksölu Og það sem meira er, að sögn Ármanns, þá hafa allir þeir sem fjalla um bókmenntir í fjölmiðlum, virt hann að vettugi. „Þeir sem fjalla um bókmenntir, allir í fjölmiðlum, hafa blokkerað útgáfuna markvisst og ríkisútvarpið trónir þar efst á blaði. Við fengum inni hjá honum Gunnari Stefánssyni, en lesið var upp úr nýjum bókum fyrir jólin þar en þegar þátturinn hann lagðist af 2013 var útgáfan mín alveg blokkeruð.“ Ármann er bókstaflega allt í öllu er varðar útgáfu bóka sinna. Hann er rithöfundurinn, útgáfustjóri, hann hefur samskipti við umbrotsmann, þýðendur en allar sögurnar eru birtar á ensku til hliðar við íslenska textann, hann hefur samskipti við prentsmiðjuna í Slóveníu, annast sölu og dreifingu sjálfur. Hann hringir út til áskrifenda sjálfur, bækurnar eru seldar beint frá útgáfunni í ágúst og september en þær er ekki að finna í bókabúðum. Þegar mest var voru áskrifendur Ármanns þrjú þúsund en eru nú um tvö þúsund talsins. „Ég þekki bókabransann alveg út og inn síðan ég hélt uppi sölu á ritsöfnum sem Almenna bókafélagið gaf út. Ég var í sölumennsku á sumrin á námsárum mínum. Malaði gull og kom fótunum undir mig. Gat framkvæmt allt sem ég vildi þegar ég kom heim frá London, var þá búinn að vera svo duglegur í sölumennskunni,“ segir Ármann hugsi og dreypir á kaffi úr alþingishátíðarbolla sínum. Snobb sem brýst út í lítilsvirðingu Blaðamaður spyr hverja hann telji ástæðuna vera fyrir þessu fálæti bókabransans? Ármann telur þarna komna eina skýringu: Einhvers konar snobb sem brýst út í lítilsvirðingu við sig, að hann skuli sjálfur sjá um allar hliðar útgáfunnar. „Þetta er ástæðan fyrir því hvers vegna komið er svona fram við mig. Þetta er vandamál þeirra sem koma svona fram. Ég er þeirrar skoðunar að fólk er alltaf að sýna sinn innri mann með framkomunni. Þetta truflar mig ekki persónulega. Þetta eru fordómar. Og þeir eru svakalegir fordómar sem þetta bókmenntafólk er haldið. En það þolir ekki að miðaldra karlmaður úr viðskiptalífinu og það Ármann Reynisson skuli dirfast að setjast niður á miðjum aldri, snúa baki við viðskiptalífinu og fara að skrifa og kynna þjóðinni vinjettur. Og sjá um sölu og dreifingu bókanna sjálfur. Fólkið bara nær þessu ekki.“ Ármann gefur sér að bókmenntaelítan hugsi sem svo; Hvernig dirfist hann, þessi miðaldra karl úr viðskiptalífinu, að setjast niður við skriftir, gefa út sjálfur og standa í sölu- og dreifingu bóka sinna.vísir/vilhelm Ármann segir að þegar miðaldra karl úr viðskiptalífinu, sem bókafólkið lítur yfirleitt hornauga, kemur fram sjái það í því einhvers konar ógn. „Að ég skuli dirfast að fara að skrifa og kynna eitthvað nýtt, fólkið nær því ekki. Og þá myndast fordómar. Þetta er eins og það er. Þeir eru ekki eingöngu fordómarnir gagnvart konum og minnihlutahópum heldur miðaldra körlum sem umturna starfsævinni eins og ég geri. En það truflar mig ekki neitt. Ég hef náð þessum glæsilega árangri þrátt fyrir það. Fólk er alltaf að sækjast eftir heiðri, ég byrjaði ekki að skrifa til að verða metsöluhöfundur og ég byrjaði ekki að skrifa og gefa út bækur til að fá verðlaun og viðurkenningar og allan þennan hégóma sem fólk í bókmenntageiranum sækist eftir. Ég var knúinn að skrifborðinu og skrifa bara frá hjartanu.“ Prófessor Fioretta kann að meta vinjetturnar Ármann segir að sér hafi hlotnast hin æðsta viðurkenning sem sé tvennt í sínum huga. „Lífsfylling. Engin spurning að þetta hefur verið gríðarleg lífsfylling og gleði fyrir mig og svo það að vinjetturnar mínar eru notaðar við íslenskukennslu í einum af virtustu háskólum bandaríkjanna, Hovstra University sem er fyrir utan New York. Þar er prófessor Josef V. Fioretta, heimsþekkur prófessor í samanburðarbókmenntum, tungumálum og málfæði, sem kennir íslensku en hann hefur vald á 22 tungumálum. Prófessor Fioretta notar sögurnar mínar fyrir nemendur lengra komnar. Háskólinn kaupir allar bækur mínar. Meiri viðurkenningu getur rithöfundur ekki fengið. Ég get verið ánægður og sáttur þrátt fyrir þennan plebbagang í þessu bókmenntaliði. Það er eitthvað annað sem kemur til mín í staðinn og ég er hinn ánægðasti með það.“ Ármann segir að bækur hans finnist á herbergjum betri hótela í Reykjavík og það sé stórmerkilegt að sterkustu og mestu viðbrögðin alltaf frá Bandaríkjamönnum. Hann getur ekki útskýrt ástæðurnar fyrir því. „Þegar ég er að skrifa er ég alveg frjáls. Ég skrifa það sem kemur frá mér og mínum hugsunum. Ég skrifa aldrei að þóknast einum eða öðrum, ég tek alltaf áhættuna sjálfur. Hvort sögurnar eru læsilegar eða vinsælar eða hvað sem er. Enda hef ég aldrei í mínu lífi verið að reyna að þóknast neinum. Þegar ég var að kynna þjóðinni nýja viðskiptahætti eins og með Ávöxtun og starfaði eins og mér þótti eðlilegast að starfa eins og þá tíðkast í Evrópu eða Bandaríkjunum. Ef ég fæ ekki að lifa mínu lífi verða að verða vinaskil.“ Helber dónaskapur að vera sniðgenginn Ármann lætur ekkert trufla sig eða slá út af laginu. Hann fer sína leið. „Ef ég fæ ekki að lifa og starfa eins og ég tel best á heiðarlegan hátt verður þetta fólk sem kemur svona fram að eiga það við sig, Það er þeirra vandamál en ekki mitt, taktu eftir því. Það er þetta fólk sem er með fordóma, fólk sem hagar sér svona en vill skreyta sig með bókmenntum eða listum, opinberar þannig sína persónu.“ Ármann segir spurður það vitaskuld helberan dónaskap að sniðganga með þessum hætti rithöfund sem starfað hefur í rúm tuttugu ár. „Stór hluti þess fólks hætti að heilsa og er þumbaralegt þegar það sér mig. Það er þá að segja mér hvernig því líður. Frægasta persónan af þessu tagi er engin önnur en bókmenntagyðjan Kolbrún Bergþórsdóttir,“ segir Ármann og það er þungi í orðum hans, þó hann slái ætíð þann varnagla að hann láti þetta ekki hafa áhrif á sig. Ármann Reynisson segir að sér sé ekki svo mikið sem heilsað af mörgum þeim sem fást við að fjalla um bókmenntir og það segir hann helberan dónaskap.vísir/vilhelm „En hvernig ætlar þetta fólk að fjalla um bókmenntir sem hegðar sér svona? Ef fólk er að fjalla um bókmenntir verður það að aðgreina bókmenntirnar og persónuna. Margt af þessu fólki er svo upptekið af rithöfundum sjálfum, persónunni og það truflar svo umfjöllunina um bókmenntirnar. Reykjavík er bókmenntaborg UNESCO og það er fáránlegt að bókmenntaborgin sjálf og fólk sem starfar við þetta skuli ekki vera rishærri en raun ber vitni. Svona framkoma tíðkast í einræðisríkjum að rithöfundar séu blokkeraðir ef þeir þóknast ekki. En við erum í frjálsu landi.“ Sárnar þér þetta viðmót? „Auðvitað hitnar maður sem er ekki nema eðlilegt. Ég tel þetta kraftaverk að hafa náð þessum árangri miðað við hvernig útgáfan mín hefur verið blokkeruð. En það er vegna þess að ég er með öll járn í eldinum. Sem þykir ekki fínt, að sjá sjálfur um útgáfuna og dreifingu.“ Háðsglósur frá þekktum höfundum Ármann segir að fyrir um fimmtán árum, þegar hann var á fundi hjá Rithöfundasambandinu, hafi hann mátt þola háðsglósur. „Frægur rithöfundur, Andri Snær Magnason, hæddist að því að ég sæi sjálfur um sölu og dreifingu. En ég sagðist stoltur af því. Þetta kom mér á óvart að menn væru að hæðast að því en allir sem þekkja mig vita að ég er hamhleypa til vinnu. Þegar ég geng til starfa er ég tveggja manna maki og þess vegna hefur mér tekist að vinna þetta á þennan máta. Menn eiga ekki að hæðast yfir störfum annarra ef það eru heiðarleg störf.“ Ármann nýtir allan efnivið sem hann getur í verk sín. Hann hugsar sjónrænt og atvik úr lífi hans verða honum einatt að yrkisefni. Því er ekki úr vegi að ætla að bókafólkið muni skjóta upp kollinum í sögum Ármanns þegar fram líða stundir, dregnar þeim litum sem höfundur telur hæfa. En þá karaktera er þó ekki að finna í nýju bók Ármanns. „Ég horfi til reynslu minnar af sölustörfum þau átta sumur þegar ég ferðaðist um landið þvert og endilangt. Það voru forréttindi að kynntist landinu betur en hægt er.“ Vinjetturnar leitt Ármann um allar koppagrundir Ármann lokar þeim hring með að sækja heim tiltekin héruð í landinu, dvelur þar í rúma viku og fær hugmyndir að sögum sem tengjast staðháttum. Einn hluti hinnar nýju bókar fjallar um Húnavatnssýslu. „Í síðari bókunum mínum hef ég skrifað portrettsögur af áhugaverðu samtímafólki sem ég hef hitt eða kynnst … þær sögur eru að verða hundrað, fjölskyldusögur og foreldra afa og ömmur. Já, og síðan verður mér að yrkisefni framkoma fólks, ýmislegt sem gerist í daglega lífinu, einhverjir atburðir og það verður mér að yrkisefni, merkisatburðir þjóðarinnar ...“ Ármann þylur upp eitt og annað sem hann lítur til þegar hann skrifar sínar vinjettur og er þar af nægu að taka. Þá hefur hann lagst í miklar reisur og dvalið meðal heimamanna svo sem á Grænlandi, Færeyjum, Frakklandi, Indlandi öllu þar sem hann er í hávegum hafður og svo Himalæja-fjallasvæðinu. Þá hefur hann farið í sérferðir til New York og Nýja Englands. „Ég hef kynnst Wall Street-liðinu eftir að ég fór að skrifa. Vinjetturnar hafa leitt Ármann að svo merkilegu fólki innanlands og utan að það hefur verið gjöf; stórkostlega áhugaverðu fólki sem ég hefði ekki kynnst nema vegna þess að ég settist niður og fór að skrifa vinjettur. Þó fjöldi manna hafi snúið við mér baki eftir Ávöxtunarmálið hefur margt komið í staðinn. Ég get litið glaður um öxl. Engar neikvæðar tilfinningar gagnvart einum né öðrum og aldrei öfundað neinn, hvorki fyrr né síðar.“
Höfundatal Bókaútgáfa Bókmenntir Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira