Spennandi Popup-verslun opnar í dag í Hátúni 6a en þar verður hægt að kaupa persnesk gólfteppi og mottur.
„Munstrin eru hönnuð af listamönnum í Íran. Þau hafa ekki sést hér á Íslandi áður og tilvalið að nýta tækifærið til að fríska upp á heimilið með nýju teppi á gólfin,“ segir eigandi verslunarinnar.

Popup-verslunin stendur í 10 daga og eftir það verður hægt að kaupa teppin í vefversluninni eram.is. Mikið af teppunum á pop-up markaðnum verða ekki á vefsíðunni en eftir markaðinn verður hægt að nálgast þau á instagram aðgangnum @Eramrug.
„Motturnar eru á frábæru verði, á bilinu 25.000 – 65.000 krónur. Þetta eru vélunnin teppi í tveimur lstærðum: 4 fermetra og 6 fermetra. Við flytjum þau sjálf inn beint frá Íran. Okkar mottó er „Gerum heimilið að heild“. Hægt er að skoða úrvalið í Hátúni 6a og fá mottuna með sér heim strax.“
Hér má sjá brot af úrvali gólfteppa Eram.

