Emil þakkar fyrir sig: „Væri ekki á lífi án starfsfólks Sogndal“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2021 12:44 Emil Pálsson ásamt fjölskyldu sinni á sjúkrahúsinu í Haukeland. twitter-síða emils pálssonar Emil Pálsson, sem fór í hjartastopp í leik Sogndal og Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni, setti inn færslu á Twitter þar sem hann þakkar læknateymi og starfsfólki Sogndal fyrir að vera á lífi. Með færslunni birti Emil mynd af sér með fjölskyldu sinni sem flaug út til Noregs til að vera hjá honum. Emil dvelur núna á háskólasjúkrahúsinu í Haukeland í Björgvin. pic.twitter.com/laihrhPFxO— Emil Pálsson (@EmilPals) November 5, 2021 „Ég vil þakka mörgum í dag. Fyrst og síðast starfsfólki og sjúkraliði Sogndal. Án þeirra væri ég ekki á lífi í dag,“ skrifaði Emil á Twitter. „Ég þakka einnig öllum leikmönnum og stuðningsfólki á vellinum fyrir samvinnuna. Og að hafa fjölskylduna, sem kom frá Íslandi og var við hlið mér þegar ég vaknaði, var ómetanlegt.“ Emil segist snortinn yfir öllum kveðjunum sem honum hafa borist alls staðar að undanfarna daga og segir að þær hafi hjálpað sér og fjölskyldu sinni. Emil hné niður á 12. mínútu í leik Sogndal og Stjørdals/Blink á mánudaginn. Hann var endurlífgaður og fluttur með sjúkraþyrlu á háskólasjúkrahúsið í Haukeland. Síðustu 78 mínúturnar í leiknum verða kláraðar á miðvikudaginn. Sogndal var 1-0 yfir þegar leik var hætt. Næsti leikur Sogndal er gegn KFUM Oslo á morgun. Norski boltinn Tengdar fréttir Læknir Sogndal segir liðið hafa bjargað lífi Emils Læknir norska knattspyrnuliðsins Sogndal, Anders Rosø segir liðið hafa bjargað lífi Emils Pálssonar er leikmaðurinn fór í hjartastopp í leik liðsins gegn Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni síðastliðinn mánudag. 5. nóvember 2021 07:00 „Gott að sjá Emil brosa“ Eirik Bakke, þjálfari Sogndal, segir að það hafi verið gott að hitta Emil Pálsson og sjá hann brosa. 3. nóvember 2021 16:29 Lýst sem hetju eftir að hafa hjálpað manni sem hneig niður Danski landsliðsmaðurinn Pierre Emile Höjbjerg var á vellinum og hjálpaði til þegar Christian Eriksen fór í hjartastopp á EM í sumar. Hann lenti í svipuðum aðstæðum á sunnudag. 3. nóvember 2021 14:30 Emil vakandi og líðan hans sögð góð eftir aðstæðum Emil Pálsson, sem fór í hjartastopp í leik með Sogndal í gær, er vakandi og líðan hans er eftir aðstæðum góð. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá Sogndal. 2. nóvember 2021 15:23 Ástand Emils stöðugt Ástand Emils Pálssonar, sem hné fór í hjartastopp í leik Sogndal og Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni í gær, er stöðugt. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá Sogndal í dag. 2. nóvember 2021 13:11 Fjölskylda Emils komin til Noregs Fjölskylda fótboltamannsins Emils Pálssonar er komin til Noregs. Hann fór í hjartastopp í leik Sogndal og Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni í gær en var endurlífgaður á staðnum og fluttur með sjúkraþyrlu á háskólasjúkrahúsið í Haukeland í Björgvin. 2. nóvember 2021 10:58 Vill endurmeta læknisskoðanir hér heima eftir það sem gerðist í gær Daníel Hafsteinsson, leikmaður KA í Pepsi Max deild karla, vill sjá íslensk félagslið uppfæra læknisskoðun leikmanna í ljósi þess sem kom fyrir Emil Pálsson í gær. 2. nóvember 2021 07:01 Emil Pálsson hné niður á vellinum Leikur Sogndal og Stjørdals/Blink var flautaður af þegar knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson hné niður eftir tólf mínútna leik. Emil lá á vellinum í um tíu mínútur en var kominn til meðvitundar þegar hann var settur um borð í sjúkraþyrlu. 1. nóvember 2021 18:22 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Sjá meira
Með færslunni birti Emil mynd af sér með fjölskyldu sinni sem flaug út til Noregs til að vera hjá honum. Emil dvelur núna á háskólasjúkrahúsinu í Haukeland í Björgvin. pic.twitter.com/laihrhPFxO— Emil Pálsson (@EmilPals) November 5, 2021 „Ég vil þakka mörgum í dag. Fyrst og síðast starfsfólki og sjúkraliði Sogndal. Án þeirra væri ég ekki á lífi í dag,“ skrifaði Emil á Twitter. „Ég þakka einnig öllum leikmönnum og stuðningsfólki á vellinum fyrir samvinnuna. Og að hafa fjölskylduna, sem kom frá Íslandi og var við hlið mér þegar ég vaknaði, var ómetanlegt.“ Emil segist snortinn yfir öllum kveðjunum sem honum hafa borist alls staðar að undanfarna daga og segir að þær hafi hjálpað sér og fjölskyldu sinni. Emil hné niður á 12. mínútu í leik Sogndal og Stjørdals/Blink á mánudaginn. Hann var endurlífgaður og fluttur með sjúkraþyrlu á háskólasjúkrahúsið í Haukeland. Síðustu 78 mínúturnar í leiknum verða kláraðar á miðvikudaginn. Sogndal var 1-0 yfir þegar leik var hætt. Næsti leikur Sogndal er gegn KFUM Oslo á morgun.
Norski boltinn Tengdar fréttir Læknir Sogndal segir liðið hafa bjargað lífi Emils Læknir norska knattspyrnuliðsins Sogndal, Anders Rosø segir liðið hafa bjargað lífi Emils Pálssonar er leikmaðurinn fór í hjartastopp í leik liðsins gegn Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni síðastliðinn mánudag. 5. nóvember 2021 07:00 „Gott að sjá Emil brosa“ Eirik Bakke, þjálfari Sogndal, segir að það hafi verið gott að hitta Emil Pálsson og sjá hann brosa. 3. nóvember 2021 16:29 Lýst sem hetju eftir að hafa hjálpað manni sem hneig niður Danski landsliðsmaðurinn Pierre Emile Höjbjerg var á vellinum og hjálpaði til þegar Christian Eriksen fór í hjartastopp á EM í sumar. Hann lenti í svipuðum aðstæðum á sunnudag. 3. nóvember 2021 14:30 Emil vakandi og líðan hans sögð góð eftir aðstæðum Emil Pálsson, sem fór í hjartastopp í leik með Sogndal í gær, er vakandi og líðan hans er eftir aðstæðum góð. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá Sogndal. 2. nóvember 2021 15:23 Ástand Emils stöðugt Ástand Emils Pálssonar, sem hné fór í hjartastopp í leik Sogndal og Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni í gær, er stöðugt. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá Sogndal í dag. 2. nóvember 2021 13:11 Fjölskylda Emils komin til Noregs Fjölskylda fótboltamannsins Emils Pálssonar er komin til Noregs. Hann fór í hjartastopp í leik Sogndal og Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni í gær en var endurlífgaður á staðnum og fluttur með sjúkraþyrlu á háskólasjúkrahúsið í Haukeland í Björgvin. 2. nóvember 2021 10:58 Vill endurmeta læknisskoðanir hér heima eftir það sem gerðist í gær Daníel Hafsteinsson, leikmaður KA í Pepsi Max deild karla, vill sjá íslensk félagslið uppfæra læknisskoðun leikmanna í ljósi þess sem kom fyrir Emil Pálsson í gær. 2. nóvember 2021 07:01 Emil Pálsson hné niður á vellinum Leikur Sogndal og Stjørdals/Blink var flautaður af þegar knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson hné niður eftir tólf mínútna leik. Emil lá á vellinum í um tíu mínútur en var kominn til meðvitundar þegar hann var settur um borð í sjúkraþyrlu. 1. nóvember 2021 18:22 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Sjá meira
Læknir Sogndal segir liðið hafa bjargað lífi Emils Læknir norska knattspyrnuliðsins Sogndal, Anders Rosø segir liðið hafa bjargað lífi Emils Pálssonar er leikmaðurinn fór í hjartastopp í leik liðsins gegn Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni síðastliðinn mánudag. 5. nóvember 2021 07:00
„Gott að sjá Emil brosa“ Eirik Bakke, þjálfari Sogndal, segir að það hafi verið gott að hitta Emil Pálsson og sjá hann brosa. 3. nóvember 2021 16:29
Lýst sem hetju eftir að hafa hjálpað manni sem hneig niður Danski landsliðsmaðurinn Pierre Emile Höjbjerg var á vellinum og hjálpaði til þegar Christian Eriksen fór í hjartastopp á EM í sumar. Hann lenti í svipuðum aðstæðum á sunnudag. 3. nóvember 2021 14:30
Emil vakandi og líðan hans sögð góð eftir aðstæðum Emil Pálsson, sem fór í hjartastopp í leik með Sogndal í gær, er vakandi og líðan hans er eftir aðstæðum góð. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá Sogndal. 2. nóvember 2021 15:23
Ástand Emils stöðugt Ástand Emils Pálssonar, sem hné fór í hjartastopp í leik Sogndal og Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni í gær, er stöðugt. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá Sogndal í dag. 2. nóvember 2021 13:11
Fjölskylda Emils komin til Noregs Fjölskylda fótboltamannsins Emils Pálssonar er komin til Noregs. Hann fór í hjartastopp í leik Sogndal og Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni í gær en var endurlífgaður á staðnum og fluttur með sjúkraþyrlu á háskólasjúkrahúsið í Haukeland í Björgvin. 2. nóvember 2021 10:58
Vill endurmeta læknisskoðanir hér heima eftir það sem gerðist í gær Daníel Hafsteinsson, leikmaður KA í Pepsi Max deild karla, vill sjá íslensk félagslið uppfæra læknisskoðun leikmanna í ljósi þess sem kom fyrir Emil Pálsson í gær. 2. nóvember 2021 07:01
Emil Pálsson hné niður á vellinum Leikur Sogndal og Stjørdals/Blink var flautaður af þegar knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson hné niður eftir tólf mínútna leik. Emil lá á vellinum í um tíu mínútur en var kominn til meðvitundar þegar hann var settur um borð í sjúkraþyrlu. 1. nóvember 2021 18:22