Ertu íslensk? Ósýnilegu konurnar stíga fram Heiðar Sumarliðason skrifar 7. nóvember 2021 13:17 Fjórar erlendar konur sem búa á Íslandi Magnea Björk Valdimarsdóttir sendi nýverið frá sér heimildamyndina Hvunndagshetjur (Are You Icelandic?). Myndin hefur m.a. unnið til verðlauna á kvikmyndahátíðum í Barcelona og París. Magnea útskrifaðist sem leikkona frá Listaháskóla Íslands árið 2006 en skipti um kúrs árið 2011 og fór að gera heimildamyndir. Hún hóf svo nám í kvikmyndagerð við háskóla í Marseille árið 2014. Eftir að hún sneri aftur heim upplifði hún sig sem hálfgerðan útlending í eigin landi, í faglegum skilningi. Hún ákvað því að skoða hlutskipti hinna raunverulegu erlendu kvenna sem eru hinir bókstaflegu ósýnilegu útlendingar hér á landi. En Magnea segir: „Konur af erlendum uppruna í þjónustustörfum ættu skilið að fá meira pláss og virðingu. Þetta eru manneskjurnar sem verða því miður oftast fyrir misrétti og ofbeldi í samfélaginu.“ Hún fylgdi eftir þeim Karolina Von Mrozik Gliszczynska, Ayse Ebru Gurdemir, Maria Victoria Ann Campbell og Zineta Pidzo Čogić, en þær eru fæddar í Póllandi, Tyrklandi, Jamaíka og Bosníu. Meðframleiðendur eru Júlíus Kemp og María Lea Ævarsdóttir, en myndin er framleidd með styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Afraksturinn er nú til sýnis í Bíó Paradís og hér má sjá stiklu úr myndinni. Teaser Hvunndagshetjur / Are you Icelandic? from Magnea Björk Valdimarsdóttir on Vimeo. Stjörnubíó Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Magnea útskrifaðist sem leikkona frá Listaháskóla Íslands árið 2006 en skipti um kúrs árið 2011 og fór að gera heimildamyndir. Hún hóf svo nám í kvikmyndagerð við háskóla í Marseille árið 2014. Eftir að hún sneri aftur heim upplifði hún sig sem hálfgerðan útlending í eigin landi, í faglegum skilningi. Hún ákvað því að skoða hlutskipti hinna raunverulegu erlendu kvenna sem eru hinir bókstaflegu ósýnilegu útlendingar hér á landi. En Magnea segir: „Konur af erlendum uppruna í þjónustustörfum ættu skilið að fá meira pláss og virðingu. Þetta eru manneskjurnar sem verða því miður oftast fyrir misrétti og ofbeldi í samfélaginu.“ Hún fylgdi eftir þeim Karolina Von Mrozik Gliszczynska, Ayse Ebru Gurdemir, Maria Victoria Ann Campbell og Zineta Pidzo Čogić, en þær eru fæddar í Póllandi, Tyrklandi, Jamaíka og Bosníu. Meðframleiðendur eru Júlíus Kemp og María Lea Ævarsdóttir, en myndin er framleidd með styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Afraksturinn er nú til sýnis í Bíó Paradís og hér má sjá stiklu úr myndinni. Teaser Hvunndagshetjur / Are you Icelandic? from Magnea Björk Valdimarsdóttir on Vimeo.
Stjörnubíó Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein