Aldrei fundið fyrir pressu þrátt fyrir íþróttasögu fjölskyldunnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2021 11:00 Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir hefur leikið sérlega vel með HK að undanförnu. vísir/vilhelm Óhætt er að fullyrða að Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, handboltakona í HK, sé af miklum íþróttaættum. Þrátt fyrir það segist hún ekki hafa fundið fyrir pressu að ná frama á íþróttasviðinu, miklu frekar stuðning. Valgerður er dóttir Þorsteins Halldórssonar og Hafdísar Guðjónsdóttur. Þorsteinn er fyrrverandi fótboltamaður og núverandi þjálfari kvennalandsliðsins. Hafdís spilaði handbolta og hefur starfað við þjálfun líkt og systur hennar, Guðríður og Díana. Guðríður, eða Gurrý eins og hún er jafnan kölluð, er ein sigursælasta íþróttakona Íslandssögunnar og spilaði A-landsleiki bæði í handbolta og fótbolta. Hún er þriðja markahæsta landsliðskona Íslands í handbolta frá upphafi. Hafdís, Guðríður og Díana eru dætur Sigríðar Sigurðardóttur og Guðjóns Jónssonar. Sigríður spilaði handbolta og var fyrsta konan sem var valin íþróttamaður ársins 1964. Guðjón spilaði bæði með A-landsliðinu í fótbolta og handbolta og þjálfaði lengi. Frænkurnar Valgerður og Sigríður Hauksdóttir leika saman hjá HK.vísir/hulda margrét Bróðir Valgerðar er Jón Dagur, leikmaður AGF í Danmörku og fótboltalandsliðsins. Kærasti Valgerðar er Leó Snær Pétursson, leikmaður Stjörnunnar í handbolta, og þá er frænka hennar, Sigríður Hauksdóttir, samherji hennar hjá HK. Ólumst bara upp við þetta „Við ólumst upp í kringum þetta. Ég var með mömmu á æfingum og pabbi var alltaf að þjálfa. En það var alls engin pressa eða skilyrði að æfa handbolta eða fótbolta. Við ólumst bara upp við þetta og höfum alltaf haft gaman að þessu,“ sagði Valgerður í samtali við Vísi. Eins og sést á upptalningunni hér að ofan er Valgerður af sannkallaðri handboltaaðalsætt. Hún segir að það hafi ekki sett auka pressu á sig. „Nei, það er bara þess þá heldur meiri stuðningur,“ sagði Valgerður sem er kominn aftur á ferðina og hefur sjaldan spilað betur en um þessar mundir þótt aðeins fimm mánuðir séu síðan hún eignaðist sitt fyrsta barn. „Ég hefði aldrei getað verið komin svona á fullt ef ekki væri fyrir fjölskylduna á kantinum. Það er engin pressa, bara meiri stuðningur,“ sagði Valgerður. Komin með miða á EM Pabbi hennar var ráðinn landsliðsþjálfari fyrir ári síðan eftir að hafa náð frábærum árangri með kvennalið Breiðabliks. Næsta sumar stýrir Þorsteinn stelpunum okkar á EM á Englandi. Þorsteinn Halldórsson hefur farið vel af stað sem þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta.vísir/hulda margrét „Þetta er geggjað og mjög gaman að fylgjast með honum takast á við þetta verkefni. Hann tók við frábæru liði og það er pressa á árangur. Fjölskyldan er búin að bóka miða til Manchester næsta sumar þar sem við munum elta liðið,“ sagði Valgerður. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna HK Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Í beinni: Haukar - Fram | Nú mætast stálin stinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Sjá meira
Valgerður er dóttir Þorsteins Halldórssonar og Hafdísar Guðjónsdóttur. Þorsteinn er fyrrverandi fótboltamaður og núverandi þjálfari kvennalandsliðsins. Hafdís spilaði handbolta og hefur starfað við þjálfun líkt og systur hennar, Guðríður og Díana. Guðríður, eða Gurrý eins og hún er jafnan kölluð, er ein sigursælasta íþróttakona Íslandssögunnar og spilaði A-landsleiki bæði í handbolta og fótbolta. Hún er þriðja markahæsta landsliðskona Íslands í handbolta frá upphafi. Hafdís, Guðríður og Díana eru dætur Sigríðar Sigurðardóttur og Guðjóns Jónssonar. Sigríður spilaði handbolta og var fyrsta konan sem var valin íþróttamaður ársins 1964. Guðjón spilaði bæði með A-landsliðinu í fótbolta og handbolta og þjálfaði lengi. Frænkurnar Valgerður og Sigríður Hauksdóttir leika saman hjá HK.vísir/hulda margrét Bróðir Valgerðar er Jón Dagur, leikmaður AGF í Danmörku og fótboltalandsliðsins. Kærasti Valgerðar er Leó Snær Pétursson, leikmaður Stjörnunnar í handbolta, og þá er frænka hennar, Sigríður Hauksdóttir, samherji hennar hjá HK. Ólumst bara upp við þetta „Við ólumst upp í kringum þetta. Ég var með mömmu á æfingum og pabbi var alltaf að þjálfa. En það var alls engin pressa eða skilyrði að æfa handbolta eða fótbolta. Við ólumst bara upp við þetta og höfum alltaf haft gaman að þessu,“ sagði Valgerður í samtali við Vísi. Eins og sést á upptalningunni hér að ofan er Valgerður af sannkallaðri handboltaaðalsætt. Hún segir að það hafi ekki sett auka pressu á sig. „Nei, það er bara þess þá heldur meiri stuðningur,“ sagði Valgerður sem er kominn aftur á ferðina og hefur sjaldan spilað betur en um þessar mundir þótt aðeins fimm mánuðir séu síðan hún eignaðist sitt fyrsta barn. „Ég hefði aldrei getað verið komin svona á fullt ef ekki væri fyrir fjölskylduna á kantinum. Það er engin pressa, bara meiri stuðningur,“ sagði Valgerður. Komin með miða á EM Pabbi hennar var ráðinn landsliðsþjálfari fyrir ári síðan eftir að hafa náð frábærum árangri með kvennalið Breiðabliks. Næsta sumar stýrir Þorsteinn stelpunum okkar á EM á Englandi. Þorsteinn Halldórsson hefur farið vel af stað sem þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta.vísir/hulda margrét „Þetta er geggjað og mjög gaman að fylgjast með honum takast á við þetta verkefni. Hann tók við frábæru liði og það er pressa á árangur. Fjölskyldan er búin að bóka miða til Manchester næsta sumar þar sem við munum elta liðið,“ sagði Valgerður. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna HK Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Í beinni: Haukar - Fram | Nú mætast stálin stinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Sjá meira