„Væri að ljúga ef ég segði að þetta ár hefði ekki tekið á“ Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2021 09:31 Valur - Breiðablik Pepsí max deild ksí íslandsmót kvenna, sumar 2020. Ljósmynd/ Hulda Margrét Foto: Hulda Margrét Óladóttir „Þetta er alla vega búið að vera krefjandi ár en mjög lærdómsríkt,“ segir Hlín Eiríksdóttir, landsliðskona í fótbolta. Covid-19 og ítrekuð meiðsli í læri hafa varpað skugga á fyrsta ár hennar í atvinnumennsku en hún er staðráðin í að sýna hvað hún getur á næsta ári. Hlín kvaddi Val sem einn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar eftir síðustu leiktíð og gekk í raðir Piteå í Svíþjóð. Þessi 21 árs gamli, kraftmikli kantmaður hafði aðeins spilað tvo leiki fyrir sitt nýja lið í apríl þegar í ljós kom að hún hefði smitast af kórónuveirunni líkt og fjöldi liðsfélaga hennar. Það reyndist upphafið að miklum ógöngum. „Ég náði aldrei miklum takti á þessari leiktíð. Lengsta törnin mín var þegar ég spilaði fjóra leiki í röð án þess að missa af leik vegna meiðsla. Þess vegna hefur þetta verið mjög krefjandi,“ segir Hlín sem meiddist fjórum sinnum í sama lærinu. Spilaði níu dögum eftir að smitið greindist „Í Svíþjóð er það þannig að maður er bara í einangrun í eina viku eftir að Covid-smit greinist. Svo spilaði ég bara leik níu dögum seinna. Ég varð svo sem ekki veik og ég veit ekki hvort þetta hafði einhver áhrif, en ég tognaði svo aftan í læri í þeim leik. Svo tognaði ég aftur 3-4 vikum síðar, í fyrsta leik eftir að hafa meiðst,“ segir Hlín í samtali við Vísi. Hlín hafði því tognað tvisvar í lærinu þegar sumarfrí tók við í júlí. Hún hefur svo tvisvar í viðbót meiðst í lærinu síðan þá, þó ekki eins alvarlega, og meðal annars misst af fyrstu leikjum Íslands í undankeppni HM nú í haust. Leiktíðinni lauk á laugardaginn með því að Hlín meiddist í leik við Kristianstad í lokaumferðinni. Framlengir dvölina og ætlar að sanna sig „Ég væri að ljúga ef ég segði að þetta ár hefði ekki tekið á,“ segir Hlín aðspurð hvort það sé ekki erfitt að vera ein úti, á fyrsta ári í atvinnumennsku, og glíma við það andlega álag sem fylgir meiðslum: „Ég á mjög góða vini hérna í liðinu og fæ mjög góðan stuðning. Ég er því ekki einmana en stundum þegar maður meiðist þá væri alveg fínt að vera bara heima. Auðvitað eru viðbrigði að vera allt í einu ein bara að æfa í ræktinni. En svona er þetta. Mér líður vel hérna,“ segir Hlín sem er staðráðinn í að sanna sig í Svíþjóð. Hlín Eiríksdóttir hefur leikið 19 A-landsleiki og skorað þrjú mörk. Hún varð 21 árs í sumar.vísir/bára „Ég skrifaði undir eins árs samning við Piteå með möguleika á árs framlengingu og er búin að ákveða að vera hérna áfram. Það kom eiginlega ekkert annað til greina. Mér finnst ég ekki búin að sanna mig, mér líður mjög vel hérna, er með frábæran þjálfara og hann hefur mjög mikla trúa á mér líkt og ég hef á því sem hann er að gera. Ég er mjög spennt fyrir því að vera hér áfram,“ segir Hlín. „Á réttum stað“ í aðdraganda EM Fram undan eru afar mikilvægir mánuðir hjá fremstu knattspyrnukonum þjóðarinnar sem berjast um sæti í 23 manna hópnum sem fer á EM í Englandi næsta sumar. Hlín segir að þrátt fyrir meiðslin vonist hún til þess að geta verið í landsliðshópnum sem valinn verður á morgun fyrir leiki við Japan og Kýpur síðar í þessum mánuði. „Mér finnst ég vera á réttum stað til þess að ég verði á góðum stað, andlega og líkamlega, þegar EM hefst næsta sumar. Ég vona að ég fái fleiri tækifæri með landsliðinu og geti sýnt að ég á heima þar,“ segir Hlín sem á að baki 19 A-landsleiki og hefur skorað í þeim þrjú mörk. EM 2021 í Englandi Sænski boltinn Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Fleiri fréttir Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Sjá meira
Hlín kvaddi Val sem einn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar eftir síðustu leiktíð og gekk í raðir Piteå í Svíþjóð. Þessi 21 árs gamli, kraftmikli kantmaður hafði aðeins spilað tvo leiki fyrir sitt nýja lið í apríl þegar í ljós kom að hún hefði smitast af kórónuveirunni líkt og fjöldi liðsfélaga hennar. Það reyndist upphafið að miklum ógöngum. „Ég náði aldrei miklum takti á þessari leiktíð. Lengsta törnin mín var þegar ég spilaði fjóra leiki í röð án þess að missa af leik vegna meiðsla. Þess vegna hefur þetta verið mjög krefjandi,“ segir Hlín sem meiddist fjórum sinnum í sama lærinu. Spilaði níu dögum eftir að smitið greindist „Í Svíþjóð er það þannig að maður er bara í einangrun í eina viku eftir að Covid-smit greinist. Svo spilaði ég bara leik níu dögum seinna. Ég varð svo sem ekki veik og ég veit ekki hvort þetta hafði einhver áhrif, en ég tognaði svo aftan í læri í þeim leik. Svo tognaði ég aftur 3-4 vikum síðar, í fyrsta leik eftir að hafa meiðst,“ segir Hlín í samtali við Vísi. Hlín hafði því tognað tvisvar í lærinu þegar sumarfrí tók við í júlí. Hún hefur svo tvisvar í viðbót meiðst í lærinu síðan þá, þó ekki eins alvarlega, og meðal annars misst af fyrstu leikjum Íslands í undankeppni HM nú í haust. Leiktíðinni lauk á laugardaginn með því að Hlín meiddist í leik við Kristianstad í lokaumferðinni. Framlengir dvölina og ætlar að sanna sig „Ég væri að ljúga ef ég segði að þetta ár hefði ekki tekið á,“ segir Hlín aðspurð hvort það sé ekki erfitt að vera ein úti, á fyrsta ári í atvinnumennsku, og glíma við það andlega álag sem fylgir meiðslum: „Ég á mjög góða vini hérna í liðinu og fæ mjög góðan stuðning. Ég er því ekki einmana en stundum þegar maður meiðist þá væri alveg fínt að vera bara heima. Auðvitað eru viðbrigði að vera allt í einu ein bara að æfa í ræktinni. En svona er þetta. Mér líður vel hérna,“ segir Hlín sem er staðráðinn í að sanna sig í Svíþjóð. Hlín Eiríksdóttir hefur leikið 19 A-landsleiki og skorað þrjú mörk. Hún varð 21 árs í sumar.vísir/bára „Ég skrifaði undir eins árs samning við Piteå með möguleika á árs framlengingu og er búin að ákveða að vera hérna áfram. Það kom eiginlega ekkert annað til greina. Mér finnst ég ekki búin að sanna mig, mér líður mjög vel hérna, er með frábæran þjálfara og hann hefur mjög mikla trúa á mér líkt og ég hef á því sem hann er að gera. Ég er mjög spennt fyrir því að vera hér áfram,“ segir Hlín. „Á réttum stað“ í aðdraganda EM Fram undan eru afar mikilvægir mánuðir hjá fremstu knattspyrnukonum þjóðarinnar sem berjast um sæti í 23 manna hópnum sem fer á EM í Englandi næsta sumar. Hlín segir að þrátt fyrir meiðslin vonist hún til þess að geta verið í landsliðshópnum sem valinn verður á morgun fyrir leiki við Japan og Kýpur síðar í þessum mánuði. „Mér finnst ég vera á réttum stað til þess að ég verði á góðum stað, andlega og líkamlega, þegar EM hefst næsta sumar. Ég vona að ég fái fleiri tækifæri með landsliðinu og geti sýnt að ég á heima þar,“ segir Hlín sem á að baki 19 A-landsleiki og hefur skorað í þeim þrjú mörk.
EM 2021 í Englandi Sænski boltinn Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Fleiri fréttir Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Sjá meira