PSG valtaði yfir Real Madrid | Juventus bjargaði stigi gegn Wolfsburg Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. nóvember 2021 21:53 PSG vann stórsigur gegn Real Madrid í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Johannes Simon - UEFA/UEFA via Getty Images Franska stórveldið Paris Saint-Germain átti ekki í miklum vandræðum er liðið tók á móti Real Madrid í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liðið vann 4-0 stórsigur og er nú með þriggja stiga forskot á toppi riðilsins, en liðin leika í sama riðli og Breiðablik. Marie-Antoinette Katoto kom PSG yfir strax á 13. mínútu áður en Sara Daebritz tvöfaldaði forystu Parísarliðsins stuttu fyrir hálfleik. Marie-Antoinette Katoto var svo aftur á ferðinni á 54. mínútu þegar hún skoraði annað mark sitt, og þriðja mark PSG. Staðan var svo orðin 4-0 rúmum tíu mínútum síðar þegar Rocio varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Þetta reyndist lokamark leiksins og Parísarliðið fagnaði því öruggum 4-0 sigri. Liðið er nú eitt á toppi B-riðils með níu stig eftir þrjá leiki, þrem stigum meira en Real Madrid sem situr í öðru sæti. Breiðablik og Kharkiv reka svo lestina með sitthvort stigið, en liðin gerðu markalaust jafntefli fyrr í kvöld. Á sama tíma og leikur PSG og Real Madrid fór fram mættust Juventus og Wolfsburg í A-riðli. Ljóst var að um mikilvægan leik var að ræða, en með sigri gátu bæði lið haldið í við Chelsea sem sitja á toppi riðilsins. Cristiana Girelli kom Juventus yfir á 22. mínútu áður en Lena Lattwein jafnaði metin fyrir gestina þremur mínútum síðar. Staðan var því 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja, en Tabea Wassmuth kom Wolfsburg yfir á 65. mínútu. Það stefndi allt í 2-1 sigur Wolfsburg, en á 90. mínútu fékk Felicitas Rauch að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Valentina Cernoia tók aukaspyrnuna fyrir Juventus, og eftir mikinn darraðardans inni á teig gestanna barst boltinn til Girelli sem var ein á auðum sjó og skoraði annað mar sitt og tryggði Juventus dýrmætt stig. Juventus situr nú í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig eftir þrjá leiki, einu stigi á eftir Wolfsburg sem situr í öðru sæti. Chelsea er í efsta sæti riðilsins með sjö stig, en liðið vann virkilega sannfærandi 7-0 sigur gegn botnliði Servette fyrr í kvöld. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Í beinni: Þróttur - FHL | Þróttarar vilja komast aftur á sigurbraut Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira
Marie-Antoinette Katoto kom PSG yfir strax á 13. mínútu áður en Sara Daebritz tvöfaldaði forystu Parísarliðsins stuttu fyrir hálfleik. Marie-Antoinette Katoto var svo aftur á ferðinni á 54. mínútu þegar hún skoraði annað mark sitt, og þriðja mark PSG. Staðan var svo orðin 4-0 rúmum tíu mínútum síðar þegar Rocio varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Þetta reyndist lokamark leiksins og Parísarliðið fagnaði því öruggum 4-0 sigri. Liðið er nú eitt á toppi B-riðils með níu stig eftir þrjá leiki, þrem stigum meira en Real Madrid sem situr í öðru sæti. Breiðablik og Kharkiv reka svo lestina með sitthvort stigið, en liðin gerðu markalaust jafntefli fyrr í kvöld. Á sama tíma og leikur PSG og Real Madrid fór fram mættust Juventus og Wolfsburg í A-riðli. Ljóst var að um mikilvægan leik var að ræða, en með sigri gátu bæði lið haldið í við Chelsea sem sitja á toppi riðilsins. Cristiana Girelli kom Juventus yfir á 22. mínútu áður en Lena Lattwein jafnaði metin fyrir gestina þremur mínútum síðar. Staðan var því 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja, en Tabea Wassmuth kom Wolfsburg yfir á 65. mínútu. Það stefndi allt í 2-1 sigur Wolfsburg, en á 90. mínútu fékk Felicitas Rauch að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Valentina Cernoia tók aukaspyrnuna fyrir Juventus, og eftir mikinn darraðardans inni á teig gestanna barst boltinn til Girelli sem var ein á auðum sjó og skoraði annað mar sitt og tryggði Juventus dýrmætt stig. Juventus situr nú í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig eftir þrjá leiki, einu stigi á eftir Wolfsburg sem situr í öðru sæti. Chelsea er í efsta sæti riðilsins með sjö stig, en liðið vann virkilega sannfærandi 7-0 sigur gegn botnliði Servette fyrr í kvöld.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Í beinni: Þróttur - FHL | Þróttarar vilja komast aftur á sigurbraut Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira