Rétthenta Nanna og örvhenti Ragnar syngja og spila.Mummi Lú
Óhætt er að segja að stuð hafi verið í Gamla bíó í gærkvöldi á fyrstu af fernum tónleikum Of Monsters and Men í vikunni. Gestir báru grímur en það virtist ekki hafa áhrif á stemmninguna.
Lay Low hitaði upp fyrir sveitina í gærkvöldi og í kvöld verður það Mugison sem kemur stemmningunni í gang. Salóme Katrín hitar upp á fimmtudagskvöld og Supersport! á föstudag.
Uppselt er á tónleikana á föstudagskvöld en einhverjir miðar eru eftir á tónleikana á fimmtudag. Sveitin fagnar tíu ára afmæli plötu sinnar My Head is an Animal sem sveitin gaf út árið 2011 í kjölfar þess að sigur vannst í Músíktilraunum.
Mummi Lú var með myndavélina á lofti í gærkvöldi og myndaði bæði við undirbúning tónleikanna og eftir að talið var í.
Það er vissara að hafa vana menn á tökkunum.Mummi Lú
Fólkið á bak við tjöldin.Mummi Lú
Allt gert klárt fyrir stóru stundina.Mummi Lú
Farið yfir stöðuna.Mummi Lú
Lay Low stillir strengi gítarsins.Mummi Lú
Arnar Rósenkranz Hilmarsson á trommunum.Mummi Lú
Ragnar syngur og spilar fyrir fólkið.Mummi Lú
Nanna á góðri stundu.Mummi Lú
Kristján Páll lætur vel í sér heyra.Mummi Lú
Ragnar kominn á hljómborðið.Mummi Lú
Rétthenta Nanna og örvhenti Ragnar syngja og spila.Mummi Lú
Fagnaðarlæti í Gamla bíó.Mummi Lú
Hópurinn á sviðinu í Gamla bíó áður en gestum var hleypt í hús.Mummi Lú
Afar góð stemmning var á tónleikunum.Mummi Lú
Brynjar Leifsson með gítarinn og Steingrímur Teague á harmónikkunni í bakgrunni.Mummi Lú
Ragnar gítarleikari mundar gripinn.Mummi Lú
Brynjar Leifsson lifir sig inn í tónlistina.Mummi Lú
Nanna Bryndís syngur fyrir gesti í Gamla bíó.Mummi Lú