Emil segir lán í óláni að hjartað skyldi stoppa innan vallar: Var dáinn í fjórar mínútur Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2021 16:09 Emil Pálsson gat rætt við fjölmiðla í dag eftir að hafa verið útskrifaður af sjúkrahúsi. MYND/SARPSBORG08.NO Emil Pálsson ræddi í dag við fjölmiðla í fyrsta sinn eftir að hann fór í hjartastopp í fótboltaleik í Noregi í síðustu viku. Hann kveðst afar heppinn að vera á lífi. Emil var að spila með liði Sogndal gegn Stjördals/Blink í norsku 1. deildinni þegar hann hné niður eftir um tólf mínútna leik. Hann var lífgaður við á staðnum og fluttur í sjúkraþyrlu á Haukeland sjúkrahúsið en útskrifaður þaðan í gær. „Mér finnst ég hafa verið afar heppinn. Ég er þakklátur fyrir að vera á lífi og ástæðan fyrir því er allt fólkið sem að hjálpaði mér. Það bjargaði lífi mínu,“ sagði Emil, þakklátur fyrir að á svæðinu væri fólk sem kunni að bregðast við aðstæðum. „Þetta hefði getað gerst hvenær sem er, til að mynda þegar ég væri einn heima eða á leið heim eftir leik. Það var kannski heppni að þetta skyldi gerast á vellinum því þá var allt sem ég þurfti í innan við 100 metra fjarlægð. Á innan við 30 sekúndum var komið fólk í kringum mig sem var byrjað að bjarga lífi mínu,“ sagði Emil sem ræddi einnig sérstaklega við heimasíðu Sogndal í myndbandi sem sjá má hér að neðan: „Mér er sagt að hjartað mitt hafi verið stopp í kannski þrjár og hálfa mínútu (eftir að endurlífgunartilraunir hófust) svo það má segja að ég hafi verið dáinn í fjórar mínútur,“ sagði Emil á fjölmiðlafundinum í dag, áður en hann tók sér stutt hlé til að jafna sig. Segir lítinn möguleika á að ferillinn verði lengri Emil kvaðst ekki vita ástæðurnar fyrir því að hann fór í hjartastopp. „Það er oft þannig þegar íþróttafólk fer í hjartastopp að það er erfitt að negla niður ástæðuna. Það eru gerð ýmis próf og rannsóknir en akkúrat núna er ástæðan ekki ljós,“ sagði Emil sem kvaðst ekki vita hvert framhaldið yrði hjá sér. „Það er nokkuð sem ég hef spurt mig oft að síðustu daga. Ég held að það sé kannski lítill möguleiki (á að halda knattspyrnuferlinum áfram) en maður ætti aldrei að segja aldrei.“ Norski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Sjá meira
Emil var að spila með liði Sogndal gegn Stjördals/Blink í norsku 1. deildinni þegar hann hné niður eftir um tólf mínútna leik. Hann var lífgaður við á staðnum og fluttur í sjúkraþyrlu á Haukeland sjúkrahúsið en útskrifaður þaðan í gær. „Mér finnst ég hafa verið afar heppinn. Ég er þakklátur fyrir að vera á lífi og ástæðan fyrir því er allt fólkið sem að hjálpaði mér. Það bjargaði lífi mínu,“ sagði Emil, þakklátur fyrir að á svæðinu væri fólk sem kunni að bregðast við aðstæðum. „Þetta hefði getað gerst hvenær sem er, til að mynda þegar ég væri einn heima eða á leið heim eftir leik. Það var kannski heppni að þetta skyldi gerast á vellinum því þá var allt sem ég þurfti í innan við 100 metra fjarlægð. Á innan við 30 sekúndum var komið fólk í kringum mig sem var byrjað að bjarga lífi mínu,“ sagði Emil sem ræddi einnig sérstaklega við heimasíðu Sogndal í myndbandi sem sjá má hér að neðan: „Mér er sagt að hjartað mitt hafi verið stopp í kannski þrjár og hálfa mínútu (eftir að endurlífgunartilraunir hófust) svo það má segja að ég hafi verið dáinn í fjórar mínútur,“ sagði Emil á fjölmiðlafundinum í dag, áður en hann tók sér stutt hlé til að jafna sig. Segir lítinn möguleika á að ferillinn verði lengri Emil kvaðst ekki vita ástæðurnar fyrir því að hann fór í hjartastopp. „Það er oft þannig þegar íþróttafólk fer í hjartastopp að það er erfitt að negla niður ástæðuna. Það eru gerð ýmis próf og rannsóknir en akkúrat núna er ástæðan ekki ljós,“ sagði Emil sem kvaðst ekki vita hvert framhaldið yrði hjá sér. „Það er nokkuð sem ég hef spurt mig oft að síðustu daga. Ég held að það sé kannski lítill möguleiki (á að halda knattspyrnuferlinum áfram) en maður ætti aldrei að segja aldrei.“
Norski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Sjá meira