Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 98-90 | KR-ingar unnu í framlengingu Sverrir Már Smárason skrifar 12. nóvember 2021 23:27 KR vann góðan sigur á Stjörnunni í kvöld. Vísir/Bára KR tók á móti Stjörnunni á Meistaravöllum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var hin mesta skemmtun. KR leiddi í fyrri hálfleik, Stjarnan í þeim síðari en að lokum voru það KR-ingar sem unnu leikinn með átta stiga mun eftir framlengingu, 98-90. KR var töluvert sterkari aðilinn í upphafi leiks og náðu Stjörnumenn ekki að skora stig fyrr en eftir tæpan fimm mínútna leik. Gestirnir náðu þó aðeins að loka vörninni og skora fleiri stig fyrir lok fyrsta leikhluta sem endaði 20-13 eftir að KR hafði verið komið í 13-2 um miðjan leikhlutann. KR-ingar skoruðu fyrstu sjö stigin í 2. leikhluta áður en Stjarnan fór í gang. Stjörnuliðið deildi með sér 22 stigum á meðan þeir náðu að halda vörninni vel og hleyptu einungis niður tveimur þristum frá Brynjari Þór og tveimur sniðskotum frá Shawn Glover. Staðan í hálfleik 37-35, heimamenn yfir með einungis tveimur stigum. Þegar síðari hálfleikur fór af stað snéru gestirnir leiknum gjörsamlega sér í vil. Robert Turner tók yfir Meistaravelli og skoraði hverja körfuna á fætur annarri. Tveir leikmenn KR héldu liðinu inni í leiknum í þriðja leikhluta því Shawn Glover skoraði 8 stig og Þórir Guðmundur 10 stig en þeir voru einu tveir KR-ingarnir sem skoruðu í leikhlutanum. Stjörnumenn yfir 55-62 þegar fjórði leikhluti fór í gang. Fjórði leikhluti var virkilega spennandi. Þórir Guðmundur hélt áfram að skora á meðan Stjörnumenn fengu stig frá fleiri leikmönnum. Robert Turner og Shawn Glover skiptust á körfum undir lokin áður en Björn Kristjánsson skoraði loksins sinn fyrsta þrist í tilraun sjö í leiknum og jafnaði metin 77-77 þegar aðeins um hálf mínúta var eftir af leiktímanum. Robert Turner skoraði úr körfu sem upphaflega var dæmd sem þristur og Helgi Már, þjálfari KR, tók leikhlé. Í leikhléinu breyttu dómararnir körfu Turner í tvist við mikinn fögnuð KR-inga. Helgi setti upp kerfi sem gekk eins og í sögu, Shawn Glover jafnaði 79-79. Stjarnan tók þá leikhlé og setti upp kerfi sem gekk ekki og leikurinn fór því í framlengingu. Í framlengingu skiptust liðin á því að leiða með einu til tveimur stigum. Robert Turner og Shawn Glover skiptust á að skora, Veigar Áki skoraði virkilega mikilvæga körfu áður en bónusinn og vörnin kláraði leikinn fyrir KR. Þegar lítið var eftir sótti Brynjar Þór villu við miðjan völl, Arnar Guðjónsson var ekki par sáttur með það og var á endanum rekinn úr húsi. Lokatölur 98-90 og heimamenn með stóran sigur á Meistaravöllum. Shawn Glover og Þórir Guðmundur fóru fyrir KR-liðinu í kvöld. Shawn með 33 stig, 15 fráköst og 34 framlagsstig. Þórir var með 28 stig, 15 fráköst og 8 stoðsendingar. Robert Turner var yfirburðarmaður Stjörnunnar. Skoraði 37 stig og var með 43 framlagsstig. Af hverju vann KR? Þrautseigja og vilji skilaði þessum sigri. Þórir Guðmundur hélt liðinu á floti í gegnum erfiðan kafla í síðari hálfleik áður en það losnaði svo um Shawn Glover undir körfu Stjörnunnar. Hverjir voru bestir? Þeir þrír sem ég taldi upp fyrir ofan eiga þennan lið. Robert Turner mikilvægastur í þessum leik en þvílík frammistaða frá Þóri og Shawn. Hvað mætti betur fara? Stjörnumenn virðast ekki geta haldið forystu því þetta er annar leikurinn í röð sem þeir tapa niður. Í kvöld vissulega komu þeir til baka erfit erfiða byrjun en stjórnun á leiknum virðist vera eitthvað sem þeir í Garðabæ eiga erfitt með. Í fyrri hálfleik var Stjarnan með um 20% skotnýtingu sem er ekki boðlegt. Hvað gerist næst? Það styttist í landsleikjafrí en liðin eiga þó einn leik eftir fyrir það. KR fer í Breiðholtið og spilar við ÍR fimmtudaginn 18. nóv klukkan 18:15. Stjarnan fær Tindastól í heimsókn þann sama dag klukkan 20:15. Arnar Guðjónsson: Ég líklegast stíg yfir línuna Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var ósáttur með tapið í kvöld.Vísir/Bára „Ég svosem var ekki búinn að sjá lokatölfræðina en við vorum á einhverjum tímapunkti bara með 18% í þristum. Ég veit ekki hvort það lagaðist eitthvað. Mér fannst við búa til ágætis skot inn á milli, það er kannski búið að vera okkar akkilesarhæll að við höfum ekki skotið nægilega vel í vetur,“ sagði Arnar. Arnari var vikið úr húsi undir lok leiks fyrir eitthvað sem ekki allir í stúkunni skildu. „Ég líklegast stíg yfir línuna, það hlítur að vera eða það er það sem gerist. Það er bara þannig,“ sagði Arnar um atvikið. Subway-deild karla KR Stjarnan
KR tók á móti Stjörnunni á Meistaravöllum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var hin mesta skemmtun. KR leiddi í fyrri hálfleik, Stjarnan í þeim síðari en að lokum voru það KR-ingar sem unnu leikinn með átta stiga mun eftir framlengingu, 98-90. KR var töluvert sterkari aðilinn í upphafi leiks og náðu Stjörnumenn ekki að skora stig fyrr en eftir tæpan fimm mínútna leik. Gestirnir náðu þó aðeins að loka vörninni og skora fleiri stig fyrir lok fyrsta leikhluta sem endaði 20-13 eftir að KR hafði verið komið í 13-2 um miðjan leikhlutann. KR-ingar skoruðu fyrstu sjö stigin í 2. leikhluta áður en Stjarnan fór í gang. Stjörnuliðið deildi með sér 22 stigum á meðan þeir náðu að halda vörninni vel og hleyptu einungis niður tveimur þristum frá Brynjari Þór og tveimur sniðskotum frá Shawn Glover. Staðan í hálfleik 37-35, heimamenn yfir með einungis tveimur stigum. Þegar síðari hálfleikur fór af stað snéru gestirnir leiknum gjörsamlega sér í vil. Robert Turner tók yfir Meistaravelli og skoraði hverja körfuna á fætur annarri. Tveir leikmenn KR héldu liðinu inni í leiknum í þriðja leikhluta því Shawn Glover skoraði 8 stig og Þórir Guðmundur 10 stig en þeir voru einu tveir KR-ingarnir sem skoruðu í leikhlutanum. Stjörnumenn yfir 55-62 þegar fjórði leikhluti fór í gang. Fjórði leikhluti var virkilega spennandi. Þórir Guðmundur hélt áfram að skora á meðan Stjörnumenn fengu stig frá fleiri leikmönnum. Robert Turner og Shawn Glover skiptust á körfum undir lokin áður en Björn Kristjánsson skoraði loksins sinn fyrsta þrist í tilraun sjö í leiknum og jafnaði metin 77-77 þegar aðeins um hálf mínúta var eftir af leiktímanum. Robert Turner skoraði úr körfu sem upphaflega var dæmd sem þristur og Helgi Már, þjálfari KR, tók leikhlé. Í leikhléinu breyttu dómararnir körfu Turner í tvist við mikinn fögnuð KR-inga. Helgi setti upp kerfi sem gekk eins og í sögu, Shawn Glover jafnaði 79-79. Stjarnan tók þá leikhlé og setti upp kerfi sem gekk ekki og leikurinn fór því í framlengingu. Í framlengingu skiptust liðin á því að leiða með einu til tveimur stigum. Robert Turner og Shawn Glover skiptust á að skora, Veigar Áki skoraði virkilega mikilvæga körfu áður en bónusinn og vörnin kláraði leikinn fyrir KR. Þegar lítið var eftir sótti Brynjar Þór villu við miðjan völl, Arnar Guðjónsson var ekki par sáttur með það og var á endanum rekinn úr húsi. Lokatölur 98-90 og heimamenn með stóran sigur á Meistaravöllum. Shawn Glover og Þórir Guðmundur fóru fyrir KR-liðinu í kvöld. Shawn með 33 stig, 15 fráköst og 34 framlagsstig. Þórir var með 28 stig, 15 fráköst og 8 stoðsendingar. Robert Turner var yfirburðarmaður Stjörnunnar. Skoraði 37 stig og var með 43 framlagsstig. Af hverju vann KR? Þrautseigja og vilji skilaði þessum sigri. Þórir Guðmundur hélt liðinu á floti í gegnum erfiðan kafla í síðari hálfleik áður en það losnaði svo um Shawn Glover undir körfu Stjörnunnar. Hverjir voru bestir? Þeir þrír sem ég taldi upp fyrir ofan eiga þennan lið. Robert Turner mikilvægastur í þessum leik en þvílík frammistaða frá Þóri og Shawn. Hvað mætti betur fara? Stjörnumenn virðast ekki geta haldið forystu því þetta er annar leikurinn í röð sem þeir tapa niður. Í kvöld vissulega komu þeir til baka erfit erfiða byrjun en stjórnun á leiknum virðist vera eitthvað sem þeir í Garðabæ eiga erfitt með. Í fyrri hálfleik var Stjarnan með um 20% skotnýtingu sem er ekki boðlegt. Hvað gerist næst? Það styttist í landsleikjafrí en liðin eiga þó einn leik eftir fyrir það. KR fer í Breiðholtið og spilar við ÍR fimmtudaginn 18. nóv klukkan 18:15. Stjarnan fær Tindastól í heimsókn þann sama dag klukkan 20:15. Arnar Guðjónsson: Ég líklegast stíg yfir línuna Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var ósáttur með tapið í kvöld.Vísir/Bára „Ég svosem var ekki búinn að sjá lokatölfræðina en við vorum á einhverjum tímapunkti bara með 18% í þristum. Ég veit ekki hvort það lagaðist eitthvað. Mér fannst við búa til ágætis skot inn á milli, það er kannski búið að vera okkar akkilesarhæll að við höfum ekki skotið nægilega vel í vetur,“ sagði Arnar. Arnari var vikið úr húsi undir lok leiks fyrir eitthvað sem ekki allir í stúkunni skildu. „Ég líklegast stíg yfir línuna, það hlítur að vera eða það er það sem gerist. Það er bara þannig,“ sagði Arnar um atvikið.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti