Segir hagstæðara að kaupa fyrstu eign í dag en eftir ár Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2021 14:29 Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka, segir eftirspurn á íbúðamarkaði vera svo mikla að framboð anni henni ekki. Vísir/Vilhelm Hagstæðara er fyrir þá sem ætla sér að koma sér inn á fasteignamarkaðinn sem fyrstu kaupendur að gera það núna en það verður eftir um ár. Vaxtahækkunarferli sé nú hafið og útlit sé fyrir að það muni halda áfram og á sama tíma mun hægja á íbúðaverðshækkunum. Þetta sagði Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka, í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi stöðu fyrstu kaupenda í dag, en Bergþóra skrifaði grein um málið á Vísi sem birtist síðastliðinn föstudag. Þar rekur hún að íbúðaverð hafi hækkað um 15 prósent undanfarið ár. Eftirspurn á íbúðamarkaði um þessar mundir sé svo mikil að framboðið anni henni ekki. „Ég fór að velta fyrir mér stöðu fyrstu kaupenda á íbúðamarkaði í dag. Íbúðaverð hefur hækkað svo hratt undanfarið ár og það er vegna mikillar eftirspurnar á markaði. Helsta ástæða fyrir því er lækkun vaxta og allt í einu var hagstætt að taka lán, ódýrt að taka lán, og það hefur skilað sér í því að íbúðaverð hefur hækkað svona hratt,“ segir Bergþóra. Hún hafi þá að farið að hugsa um fyrstu kaupendur. „Þeir eru að koma sér inn á markaðinn í dag, en samkvæmt gögnum Þjóðskrár hefur hlutfall fyrstu kaupenda aldrei verið hærra. Um 33 prósent viðskipta á markaði eru fyrstu kaupendur og þeir eru líka að njóta góðs af þessari lækkun vaxta. Þeir eru að koma sér inn á markaðinn eins og aðrir og það er mjög jákvætt.“ Breyttar forsendur Aðstæður og forsendur séu þó að breytast. „Nú er þetta hækkunarferli stýrivaxta hafið. Seðlabankinn er búinn að hækka vexti núna í þrígang frá í vor og útlit er fyrir að þeir muni hækka vexti enn frekar þegar fer að rétta úr kútnum í hagkerfinu. Hver verður þá staða þeirra þegar vextir eru komnir á svipaðan stað og var fyrir faraldur? Svo verður búið að hægja á hækkun íbúðaverðs þegar vextir hækka svona. En íbúðaverð er ekkert að fara að lækka, svo hver verður þá staða þeirra í því,“ spyr Bergþóra. Þannig að þegar þessir fyrstu kaupendur eru að taka lán, þá eru vextirnir lágir og íbúðaverð hátt. Síðan mun það snúast við eftir einhvern tíma og vextirnir rjúka upp og hægir á hækkun íbúðaverðs? „Já, það mun líklega hægja á íbúðaverðshækkunum nú þegar vextir fara að hækka og framboð fer að taka við sér. Það sem ég er að velta fyrir mér er í rauninni: Ef þetta verður staðan, þá verður erfiðara að koma þaki fyrir höfuðið. Það verður erfiðara að koma sér inn á þennan markað. Og nógu erfitt er það fyrir. En við sjáum samt á gögnum að þeir eru að koma sér inn, fyrstu kaupendur. Þeir hafa aldrei verið hlutfallslega svona margir. Og það er voða jákvætt. Það þýðir í rauninni að þessar vaxtalækkanir og fleira – við tölum um þessi Covid-áhrif, að það sé ástæða fyrir þessari eftirspurn. Að fólk sé mikið heima, hefur safnað upp sparnaði og svo framvegis. Þau eru greinilega að vega þyngra en íbúðaverðshækkanirnar og fólk er að komast inn á markaðinn,“ segir Bergþóra. Hægt er að hlusta á viðtalið við Bergþóru í heild sinni í spilaranum að neðan. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Bítið Fjármál heimilisins Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Þetta sagði Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka, í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi stöðu fyrstu kaupenda í dag, en Bergþóra skrifaði grein um málið á Vísi sem birtist síðastliðinn föstudag. Þar rekur hún að íbúðaverð hafi hækkað um 15 prósent undanfarið ár. Eftirspurn á íbúðamarkaði um þessar mundir sé svo mikil að framboðið anni henni ekki. „Ég fór að velta fyrir mér stöðu fyrstu kaupenda á íbúðamarkaði í dag. Íbúðaverð hefur hækkað svo hratt undanfarið ár og það er vegna mikillar eftirspurnar á markaði. Helsta ástæða fyrir því er lækkun vaxta og allt í einu var hagstætt að taka lán, ódýrt að taka lán, og það hefur skilað sér í því að íbúðaverð hefur hækkað svona hratt,“ segir Bergþóra. Hún hafi þá að farið að hugsa um fyrstu kaupendur. „Þeir eru að koma sér inn á markaðinn í dag, en samkvæmt gögnum Þjóðskrár hefur hlutfall fyrstu kaupenda aldrei verið hærra. Um 33 prósent viðskipta á markaði eru fyrstu kaupendur og þeir eru líka að njóta góðs af þessari lækkun vaxta. Þeir eru að koma sér inn á markaðinn eins og aðrir og það er mjög jákvætt.“ Breyttar forsendur Aðstæður og forsendur séu þó að breytast. „Nú er þetta hækkunarferli stýrivaxta hafið. Seðlabankinn er búinn að hækka vexti núna í þrígang frá í vor og útlit er fyrir að þeir muni hækka vexti enn frekar þegar fer að rétta úr kútnum í hagkerfinu. Hver verður þá staða þeirra þegar vextir eru komnir á svipaðan stað og var fyrir faraldur? Svo verður búið að hægja á hækkun íbúðaverðs þegar vextir hækka svona. En íbúðaverð er ekkert að fara að lækka, svo hver verður þá staða þeirra í því,“ spyr Bergþóra. Þannig að þegar þessir fyrstu kaupendur eru að taka lán, þá eru vextirnir lágir og íbúðaverð hátt. Síðan mun það snúast við eftir einhvern tíma og vextirnir rjúka upp og hægir á hækkun íbúðaverðs? „Já, það mun líklega hægja á íbúðaverðshækkunum nú þegar vextir fara að hækka og framboð fer að taka við sér. Það sem ég er að velta fyrir mér er í rauninni: Ef þetta verður staðan, þá verður erfiðara að koma þaki fyrir höfuðið. Það verður erfiðara að koma sér inn á þennan markað. Og nógu erfitt er það fyrir. En við sjáum samt á gögnum að þeir eru að koma sér inn, fyrstu kaupendur. Þeir hafa aldrei verið hlutfallslega svona margir. Og það er voða jákvætt. Það þýðir í rauninni að þessar vaxtalækkanir og fleira – við tölum um þessi Covid-áhrif, að það sé ástæða fyrir þessari eftirspurn. Að fólk sé mikið heima, hefur safnað upp sparnaði og svo framvegis. Þau eru greinilega að vega þyngra en íbúðaverðshækkanirnar og fólk er að komast inn á markaðinn,“ segir Bergþóra. Hægt er að hlusta á viðtalið við Bergþóru í heild sinni í spilaranum að neðan.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Bítið Fjármál heimilisins Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira