Kaldar kveðjur til Brynjars í nýrri ljóðabók Bubba Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2021 17:12 Bubbi hefur samið ljóð um Brynjar, sem gefur lítið fyrir kveðskapinn. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson fyrrverandi alþingismaður veltir því fyrir sér að svara kveðskap um sig eftir tónlistarmanninn og ljóðskáldið Bubba Morthens með ljóði. „Ég er örugglega ekki slappara ljóðskáld en hann,“ segir Brynjar. En Bubbi Morthens sendi nýverið frá sér ljóðabókina Orð, ekkert nema orð. Hann birti mynd á Facebook-síðu sinni úr bókinni, ljóðið „Torfbær í jakkafötum“ en það er einmitt einkunn sem hann hefur gefið Brynjar í orðaskaki á Facebook. Í ljóðinu segir meðal annars: „einn stóll í salnum hefur ávallt verið frátekinn fyrir þann sem í gegnum áratugina hefur haft það hlutverk að þagga niður í þeim sem gagnrýna siðferðið og einkavinavæðingu og pólitíska spillingu í skjóli grámans með lykillinn að dyrum rökkursins hvæsandi ekki vera að tjá þig um það sem þú veist ekkert um“. Og seinna segir: „ef þú gerir þér ferð niður á alþingi getur þú séð hann sitja í stólnum litlausan hnusandi útí loftið með aldagamalt glott á þunnum vörum“. Brynjar telur þessar ljóðlínur segja allt um manninn, í stuttu samtali við Vísi. „Hlaut að koma að því. Var búinn að biðja um ljóð um mig,“ segir Brynjar sem þó veit ekki alveg hvaðan á sig stendur veðrið. Uppfært 17:28 Í samtali Vísis við Bubba segir hann það ekki svo að þetta prósaljóð fjalli um Brynjar, þó vissulega hafi hann kallað Brynjar torfbæ og oft. En Bubbi segir það alltof þröngan lesskilning, ljóðið fjalli um alla þá fjölmörgu torfbæi sem setið hafi á þingi og varið sérhagsmuni með kjafti og klóm. Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég er örugglega ekki slappara ljóðskáld en hann,“ segir Brynjar. En Bubbi Morthens sendi nýverið frá sér ljóðabókina Orð, ekkert nema orð. Hann birti mynd á Facebook-síðu sinni úr bókinni, ljóðið „Torfbær í jakkafötum“ en það er einmitt einkunn sem hann hefur gefið Brynjar í orðaskaki á Facebook. Í ljóðinu segir meðal annars: „einn stóll í salnum hefur ávallt verið frátekinn fyrir þann sem í gegnum áratugina hefur haft það hlutverk að þagga niður í þeim sem gagnrýna siðferðið og einkavinavæðingu og pólitíska spillingu í skjóli grámans með lykillinn að dyrum rökkursins hvæsandi ekki vera að tjá þig um það sem þú veist ekkert um“. Og seinna segir: „ef þú gerir þér ferð niður á alþingi getur þú séð hann sitja í stólnum litlausan hnusandi útí loftið með aldagamalt glott á þunnum vörum“. Brynjar telur þessar ljóðlínur segja allt um manninn, í stuttu samtali við Vísi. „Hlaut að koma að því. Var búinn að biðja um ljóð um mig,“ segir Brynjar sem þó veit ekki alveg hvaðan á sig stendur veðrið. Uppfært 17:28 Í samtali Vísis við Bubba segir hann það ekki svo að þetta prósaljóð fjalli um Brynjar, þó vissulega hafi hann kallað Brynjar torfbæ og oft. En Bubbi segir það alltof þröngan lesskilning, ljóðið fjalli um alla þá fjölmörgu torfbæi sem setið hafi á þingi og varið sérhagsmuni með kjafti og klóm.
Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira