Van Bronkchorst er 46 ára, en hann lék með Rangers frá 1998 til 2001 og vann fimm titla með félaginu. Þar af varð hann skoskur meistari tvisvar með Rangers.
Á ferli sínum sem leikmaður lék hann einnig með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann vann deildina tímabilið 2001-2002 og FA bikarinn ári seinna. Þá varð hann spænskur meistari með Barcelona í tvígang og með Börsungum vann hann einnig Meistaradeild Evrópu árið 2006. Hann á einnig að baki 106 leiki fyrir hollenska landsliðið.
Van Bronkchorst hóf þjálfaraferil sinn hjá Feyenoord í hollensku deildinni, en atvinnumannaferill hans sem leikmaður hófst einmitt þar. Hann tók við sem aðalþjálfari liðsins árið 2015 og gerði þá að hollenskum meisturum tímabilið 2016-2017.
🆕 Giovanni van Bronckhorst has today agreed to become the 17th permanent manager of Rangers Football Club.
— Rangers Football Club (@RangersFC) November 18, 2021
🇳🇱 #WelcomeGVB | @The_real_Gio
👉 https://t.co/FazaqgMJLU pic.twitter.com/7mzgJK1MTX
Van Bronkchorst tekur við Rangers í efsta sæti deildarinnar. Liðið er með 30 stig eftir 13 leiki, fjórum stigum meira en erkifjendurnir í Celtic.