Fljótandi þörungabrugg í Mývatnssveit lofar góðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2021 10:02 Júlía Katrín Björke er framkvæmdastjóri Mýsköpunar. Vísir/Arnar Lítið nýsköpunarfyrirtæki í Mývatnssveit vinnur nú að framleiðslu á sérmývetnskum þörungi. Það næringaríkasta sem hægt er að rækta, segir framkvæmdastjórinn. Í húsnæði gömlu kísiliðjunnar í Mývatnssveit hafa frumkvöðlar nýsköpunarfyrirtækisins Mýsköpunar komið sér fyrir. „Hér erum við að vinna með Mývatns-Spírulínu, sér mývetnskan spírulínustofn sem fannst í heitum lindum í Mývatni,“ segir Júlía Katrín Björke, framkvæmdastjóri Mýsköpunar. Spírulínan er ræktuð í sérstökum túbum. „Þetta er eins of fljótandi gróðurhús. Við byrjum á því að gefa þörungnum æti og vatn og pössum að hann hafi aðgang að lofti og koltvísiringi,“ segir Júlía. Úr túbunum er spírulínan síuð í duft, sem ætlað er til manneldis. „Þetta er það næringaríkasta sem hægt er að rækta. Við fáum þarna 60-70 prósent prótein sem er mjög auðmeltanlegt fyrir okkur, fullkomin samsetning af amínó-sýrum, steinefnaríkt með snefilefnum og svo andoxunarefni sem eru þessi litarefni,“ segir Júlía. Ferðamenn spenntir fyrir þörungabrugginu Það er hægt að nota Spírulínu í ýmislegt, meðal annars sem bragð- og litarefni í ís, eins og fréttamaður komst að raun um þegar hann fékk að smakka myntuís með súkkulaði þar sem búið var að bæta við spírulínu, en sjá má heimsókn fréttastofu til Mýsköpunar í spilaranum hér að ofan. Framleiðsluvara Mýsköpunar er þetta duft.Vísir/Arnar. Fyrirtækið sér fyrir sér að geta vaxið á ýmsum sviðum, meðal annars í ferðaþjónustu. „Fólk er spennt að sjá svona þörungabrugg, fá að smakka ísinn og læra aðeins um jarðhitann, nýtinguna hérna á Íslandi. Ég sé fyrir mér að við munum vaxa og dafna á þessum þremur sviðum. Að við munum taka á móti hópum ferðamanna, sýna þeim þetta. Framleiða áfram okkar eigin vöru og svo þróa áfram þessa möguleika sem hægt er að nýta varðandi þörungaframleiðslu.“ Þannig að framtíðin er björt hjá Mýsköpun? „Mjög spennandi myndi ég segja.“ Skútustaðahreppur Nýsköpun Matvælaframleiðsla Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Í húsnæði gömlu kísiliðjunnar í Mývatnssveit hafa frumkvöðlar nýsköpunarfyrirtækisins Mýsköpunar komið sér fyrir. „Hér erum við að vinna með Mývatns-Spírulínu, sér mývetnskan spírulínustofn sem fannst í heitum lindum í Mývatni,“ segir Júlía Katrín Björke, framkvæmdastjóri Mýsköpunar. Spírulínan er ræktuð í sérstökum túbum. „Þetta er eins of fljótandi gróðurhús. Við byrjum á því að gefa þörungnum æti og vatn og pössum að hann hafi aðgang að lofti og koltvísiringi,“ segir Júlía. Úr túbunum er spírulínan síuð í duft, sem ætlað er til manneldis. „Þetta er það næringaríkasta sem hægt er að rækta. Við fáum þarna 60-70 prósent prótein sem er mjög auðmeltanlegt fyrir okkur, fullkomin samsetning af amínó-sýrum, steinefnaríkt með snefilefnum og svo andoxunarefni sem eru þessi litarefni,“ segir Júlía. Ferðamenn spenntir fyrir þörungabrugginu Það er hægt að nota Spírulínu í ýmislegt, meðal annars sem bragð- og litarefni í ís, eins og fréttamaður komst að raun um þegar hann fékk að smakka myntuís með súkkulaði þar sem búið var að bæta við spírulínu, en sjá má heimsókn fréttastofu til Mýsköpunar í spilaranum hér að ofan. Framleiðsluvara Mýsköpunar er þetta duft.Vísir/Arnar. Fyrirtækið sér fyrir sér að geta vaxið á ýmsum sviðum, meðal annars í ferðaþjónustu. „Fólk er spennt að sjá svona þörungabrugg, fá að smakka ísinn og læra aðeins um jarðhitann, nýtinguna hérna á Íslandi. Ég sé fyrir mér að við munum vaxa og dafna á þessum þremur sviðum. Að við munum taka á móti hópum ferðamanna, sýna þeim þetta. Framleiða áfram okkar eigin vöru og svo þróa áfram þessa möguleika sem hægt er að nýta varðandi þörungaframleiðslu.“ Þannig að framtíðin er björt hjá Mýsköpun? „Mjög spennandi myndi ég segja.“
Skútustaðahreppur Nýsköpun Matvælaframleiðsla Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira