Börn vilja orðið, valdið og virðinguna! Heimsljós 19. nóvember 2021 09:36 Anna, Valgerður og Kristín hjá Antirasistunum segja að nú sé tíminn til að fræða og dreifa visku um fjölbreytileikann til næstu kynslóða. UNICEF Í tilefni alþjóðadags barna vann UNICEF á Íslandi myndband með ungum aðgerðarsinnum á Íslandi. Á morgun, 20. nóvember er alþjóðadagur barna haldinn hátíðlegur um allan heim og UNICEF brýnir fyrir almenningi, fjölmiðlum og stjórnvöldum að gefa börnum orðið því að til þess að við getum í sameiningu unnið að betri heimi þurfa börn að vera virkir þátttakendur í þeirri vegferð. Dagurinn er einnig afmælisdagur Barnasáttmálans, útbreiddasta mannréttindasáttmála heims þar sem segir meðal annars: „Börn eiga rétt á því að tjá sig frjálslega um öll málefni sem hafa áhrif á líf þeirra. Fullorðnir eiga að hlusta og taka mark á þeim.“ Í tilefni alþjóðadags barna vann UNICEF á Íslandi myndband með ungum aðgerðarsinnum á Íslandi, börnum og ungmennum sem hafa tekið þá afstöðu að vera hluti af breytingum til batnaðar í samfélaginu okkar, frekar en að sætta sig við fordóma fyrri tíma. „Nú er að vaxa úr grasi upplýstasta kynslóð barna í sögunni sem hafa hugmyndir um hvernig breyta megi heiminum. Þau vilja orðið, valdið og virðinguna til að tjá skoðanir sínar. Nú er það okkar að hlusta,“ segir í frétt á vef UNICEF. Skilaboðin eru skýr: Hlustið á okkur! UNICEF á Íslandi vann myndbandið með Ungmennaráði UNICEF auk fulltrúa frá Antirasistunum, Menntakerfinu okkar og Eiði Welding, varaformanni CP félagsins. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa upplifað fordóma, fordóma vegna húðlitar síns eða þjóðernis, vegna fötlunar eða að ekki sé tekið mark á þeim eða skoðunum þeirra vegna þess að þau eru börn. „Við vorum kallaðar skítugar til þess að niðurlægja okkur,“ segja Anna, Valgerður og Kristín hjá Antirasistunum. Þær segja að nú sé tíminn til að fræða og dreifa visku um fjölbreytileikann til næstu kynslóða. Menntakerfið okkar, hópur fjögurra ungmenna sem vilja uppfæra og betrumbæta íslenska menntakerfið vilja sjá til þess að starfshættir grunnskóla mótist af umburðarlyndi, kærleika, víðsýni og jafnrétti. Þau vilja tortíma fordómum, binda endi á einelti og nútímavæða menntakerfið því fordómar séu fáfræði. Eiður Welding, varaformaður CP félagsins, sendir þau skilaboð að nú sé tíminn til að sperra eyrun og hlusta, fyrir bætt samfélag. „Hundruð, ef ekki þúsundir fatlaðra barna eru með sterka rödd og hafa mikið að segja en samfélagið hlustar ekki,“ segir Eiður. „Við upplifum fordóma á hverjum degi fyrir það eitt að vera börn,“ segja fulltrúar í Ungmennaráði UNICEF á Íslandi. „Það er ekki hlustað þegar við segjum frá ofbeldi, þegar við upplifum vanlíðan, þegar við fjöllum um loftlagsmál, gagnrýnum menntakerfið eða þurfum hjálp.“ Börnin hafa fengið orðið og skilaboðin til fullorðinna eru skýr: Ekki verða kynslóðin sem fer í sögubækurnar fyrir að afskrifa skoðanir barna. Verið breytingin sem fer í sögubækurnar fyrir að hlusta á þau! Myndbandið má horfa á hér og hvetjum við alla til að hlusta og deila þessum mikilvægu skilaboðum sem víðast. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent
Á morgun, 20. nóvember er alþjóðadagur barna haldinn hátíðlegur um allan heim og UNICEF brýnir fyrir almenningi, fjölmiðlum og stjórnvöldum að gefa börnum orðið því að til þess að við getum í sameiningu unnið að betri heimi þurfa börn að vera virkir þátttakendur í þeirri vegferð. Dagurinn er einnig afmælisdagur Barnasáttmálans, útbreiddasta mannréttindasáttmála heims þar sem segir meðal annars: „Börn eiga rétt á því að tjá sig frjálslega um öll málefni sem hafa áhrif á líf þeirra. Fullorðnir eiga að hlusta og taka mark á þeim.“ Í tilefni alþjóðadags barna vann UNICEF á Íslandi myndband með ungum aðgerðarsinnum á Íslandi, börnum og ungmennum sem hafa tekið þá afstöðu að vera hluti af breytingum til batnaðar í samfélaginu okkar, frekar en að sætta sig við fordóma fyrri tíma. „Nú er að vaxa úr grasi upplýstasta kynslóð barna í sögunni sem hafa hugmyndir um hvernig breyta megi heiminum. Þau vilja orðið, valdið og virðinguna til að tjá skoðanir sínar. Nú er það okkar að hlusta,“ segir í frétt á vef UNICEF. Skilaboðin eru skýr: Hlustið á okkur! UNICEF á Íslandi vann myndbandið með Ungmennaráði UNICEF auk fulltrúa frá Antirasistunum, Menntakerfinu okkar og Eiði Welding, varaformanni CP félagsins. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa upplifað fordóma, fordóma vegna húðlitar síns eða þjóðernis, vegna fötlunar eða að ekki sé tekið mark á þeim eða skoðunum þeirra vegna þess að þau eru börn. „Við vorum kallaðar skítugar til þess að niðurlægja okkur,“ segja Anna, Valgerður og Kristín hjá Antirasistunum. Þær segja að nú sé tíminn til að fræða og dreifa visku um fjölbreytileikann til næstu kynslóða. Menntakerfið okkar, hópur fjögurra ungmenna sem vilja uppfæra og betrumbæta íslenska menntakerfið vilja sjá til þess að starfshættir grunnskóla mótist af umburðarlyndi, kærleika, víðsýni og jafnrétti. Þau vilja tortíma fordómum, binda endi á einelti og nútímavæða menntakerfið því fordómar séu fáfræði. Eiður Welding, varaformaður CP félagsins, sendir þau skilaboð að nú sé tíminn til að sperra eyrun og hlusta, fyrir bætt samfélag. „Hundruð, ef ekki þúsundir fatlaðra barna eru með sterka rödd og hafa mikið að segja en samfélagið hlustar ekki,“ segir Eiður. „Við upplifum fordóma á hverjum degi fyrir það eitt að vera börn,“ segja fulltrúar í Ungmennaráði UNICEF á Íslandi. „Það er ekki hlustað þegar við segjum frá ofbeldi, þegar við upplifum vanlíðan, þegar við fjöllum um loftlagsmál, gagnrýnum menntakerfið eða þurfum hjálp.“ Börnin hafa fengið orðið og skilaboðin til fullorðinna eru skýr: Ekki verða kynslóðin sem fer í sögubækurnar fyrir að afskrifa skoðanir barna. Verið breytingin sem fer í sögubækurnar fyrir að hlusta á þau! Myndbandið má horfa á hér og hvetjum við alla til að hlusta og deila þessum mikilvægu skilaboðum sem víðast. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent