Enn einn ungi íslenski markvörðurinn að komast að hjá sterku liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2021 15:30 Adam Ingi Benediktsson, lengst til hægri, bregður hér á leik fyrir leik sautján ára landsliðsins í úrslitakeppni EM á Írlandi 2019. Getty/Seb Daly Adam Ingi Benediktsson er nýjasti ungi íslenski markvörðurinn sem kemst að hjá atvinnumannafélagi í Evrópu. Það vantar ekki unga og öfluga íslenska markverði í dag og enn bætist í hópinn. Hinn 21 árs gamli Elías Rafn Ólafsson er búinn að festa sig sessi í marki A-landsliðsins auk þess að fara á kostum með FC Midtjylland í Danmörku. IFK Göteborgs unge målvakt Adam Ingi Benediktsson har lärt sig att inte vara som alla andra: "Ibland kommer du se mig göra saker som du aldrig har sett innan". #ifkgbghttps://t.co/4FgGxq252u— GP-sporten (@GPSporten) February 13, 2020 Jafnaldri hans Patrik Sigurður Gunnarsson er að spila hjá Viking í Noregi og var á bekknum með landsliðinu og þá Hákon Rafn Valdimarsson, sem er hjá Elfsborg, kallaður inn í A-landsliðshópinn í síðasta verkefni. Hinn tvítugi Jökull Andrésson, sem spilar með Morecambe á láni frá Reading, var í marki 21 árs landsliðinu eftir að Hákon Ingi fór í A-liðið. Adam Ingi bætist nú í hóp allra þessara íslensku markvarða og það er ljóst að það verður mikil samkeppni um markvarðarstöðu landsliðsins á næstu árum. Hinn nítján ára gamli Adam Ingi var nefnilega að fá þriggja ára samning hjá sænska stórliðinu IFK Gautaborg. View this post on Instagram A post shared by IFK Go teborg (@ifkgoteborg) Göteborgs-Posten segir frá samningi Adams og segir frá því að hann hafi verið kallaður upp í A-liðið hjá IFK. Adam Ingi fær flott meðmæli frá íþróttastjóra félagsins, Pontus Farnerud, á heimasíðu IFK Gautaborgar. „Adam er ennþá hrár en hann er hæfileikaríkur með áhugaverða kosti. Hann er viljugur að æfa, tekur leiðsögn vel og er metnaðarfullur. Á vellinum er hann bæði óttalaus og mikill íþróttamaður. Adam hefur átt stóran þátt í góðu gengi nítján ára liðs félagsins og við sjáum hann vera að taka góð skref. Það verður áhugavert að sjá hversu langt Adam nær,“ sagði Pontus Farnerud. Adam Ingi á að baki fjóra leiki fyrir yngri landslið Íslands en sá síðasti af þeim var með átján ára landsliðinu í 2-0 sigri á Lettlandi í júlí 2019. Adam Ingi kom úr FH í HK árið 2017 og fór síðan til Svíþjóðar frá Kópavogsfélaginu árið 2019. Sænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira
Það vantar ekki unga og öfluga íslenska markverði í dag og enn bætist í hópinn. Hinn 21 árs gamli Elías Rafn Ólafsson er búinn að festa sig sessi í marki A-landsliðsins auk þess að fara á kostum með FC Midtjylland í Danmörku. IFK Göteborgs unge målvakt Adam Ingi Benediktsson har lärt sig att inte vara som alla andra: "Ibland kommer du se mig göra saker som du aldrig har sett innan". #ifkgbghttps://t.co/4FgGxq252u— GP-sporten (@GPSporten) February 13, 2020 Jafnaldri hans Patrik Sigurður Gunnarsson er að spila hjá Viking í Noregi og var á bekknum með landsliðinu og þá Hákon Rafn Valdimarsson, sem er hjá Elfsborg, kallaður inn í A-landsliðshópinn í síðasta verkefni. Hinn tvítugi Jökull Andrésson, sem spilar með Morecambe á láni frá Reading, var í marki 21 árs landsliðinu eftir að Hákon Ingi fór í A-liðið. Adam Ingi bætist nú í hóp allra þessara íslensku markvarða og það er ljóst að það verður mikil samkeppni um markvarðarstöðu landsliðsins á næstu árum. Hinn nítján ára gamli Adam Ingi var nefnilega að fá þriggja ára samning hjá sænska stórliðinu IFK Gautaborg. View this post on Instagram A post shared by IFK Go teborg (@ifkgoteborg) Göteborgs-Posten segir frá samningi Adams og segir frá því að hann hafi verið kallaður upp í A-liðið hjá IFK. Adam Ingi fær flott meðmæli frá íþróttastjóra félagsins, Pontus Farnerud, á heimasíðu IFK Gautaborgar. „Adam er ennþá hrár en hann er hæfileikaríkur með áhugaverða kosti. Hann er viljugur að æfa, tekur leiðsögn vel og er metnaðarfullur. Á vellinum er hann bæði óttalaus og mikill íþróttamaður. Adam hefur átt stóran þátt í góðu gengi nítján ára liðs félagsins og við sjáum hann vera að taka góð skref. Það verður áhugavert að sjá hversu langt Adam nær,“ sagði Pontus Farnerud. Adam Ingi á að baki fjóra leiki fyrir yngri landslið Íslands en sá síðasti af þeim var með átján ára landsliðinu í 2-0 sigri á Lettlandi í júlí 2019. Adam Ingi kom úr FH í HK árið 2017 og fór síðan til Svíþjóðar frá Kópavogsfélaginu árið 2019.
Sænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira