Flösku aftur grýtt í Payet og óöldin lengist í frönskum fótbolta Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2021 11:00 Dimitri Payet fékk flösku í hausinn í Lyon í gærkvöld. Skjáskot Ólæti áhorfenda halda áfram að varpa skugga á leiktíðina í frönsku 1. deildinni í fótbolta. Í gær varð að blása af leik Lyon og Marseille eftir að flösku var kastað í höfuð Dimitri Payet á fimmtu mínútu leiksins. Þetta er í annað sinn á leiktíðinni þar sem að Payet, sem er landsliðsmaður Frakklands og fyrrverandi leikmaður West Ham, fær flösku í hausinn í leik með Marseille. Payet var að taka hornspyrnu þegar stuðningsmaður heimamanna í Lyon kastaði flösku í höfuð hans. Payet féll til jarðar en gat svo stigið upp eftir að búið var að huga að honum. Dómari leiksins sendi bæði lið til búningsklefa. Supporting our captain, @dimpayet17 #OLOM | pic.twitter.com/9rcwy6RoGr— Olympique de Marseille (@OM_English) November 21, 2021 Eftir um 75 mínútna bið tilkynnti vallarþulur að leikurinn myndi hefjast að nýju og leikmenn Lyon skokkuðu út á völl. Það gerðu Payet og félagar í Marseille hins vegar ekki enda mun Payet hafa verið í áfalli yfir því sem gerðist. „Hann er andlega særður“ Á endanum tók dómarinn þá ákvörðun að leikurinn hæfist ekki að nýju og óvíst er hvenær hann verður kláraður. Strax í upphitun varð Payet fyrir aðkasti þegar stuðningsmenn Lyon létu niðrandi athugasemdum rigna yfir hann. „Hann er andlega særður,“ sagði Pablo Longoria, forseti Marseille. „Það sem er í gangi hérna er ekki eðlilegt. Við höfum alltaf fordæmt allt ofbeldi,“ sagði Longoria. Áhorfandinn sem henti flöskunni fannst og var honum vikið af leikvanginum, eftir að hafa fengið kinnhest frá öðrum stuðningsmanni Lyon. The Lyon fan who threw the bottle at Dimitri Payet was slapped by his own fans after the game with Marseille was suspended.pic.twitter.com/TLsNGoXFkw— Sam Street (@samstreetwrites) November 21, 2021 Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, sagði að í ljósi þess að hinn brotlegi hefði verið handtekinn hefði „engin hætta verið á að aftur skapaðist hættuástand“, og kenndi hann Marseille um að leikurinn hefði ekki hafist að nýju. Síðast kastaði Payet flöskunni til baka Payet fékk einnig flösku í hausinn í leik gegn Nice í ágúst, og svaraði þá fyrir sig með því að kasta flöskunni til baka. Þá sauð allt upp úr, áhorfendur brutu sér leið inn á völlinn og flauta þurfti leikinn af. Nokkur fleiri dæmi eru um mikil ólæti stuðningsmanna á leikjum í frönsku deildinni í haust. Unglingur meiddist þegar sæti var kastað á leik PSG og Lyon í september. Stuðningsmenn réðust inn á völlinn í leik Lens og Lille í sama mánuði eftir að áflog brutust út í stúkunni. Í október tafðist leikur Saint-Etienne og Angers um klukkutíma eftir að stuðningsmenn brutust inn á völlinn og blysum var kastað. Fleiri dæmi mætti nefna. „Eftir svona kvöld og miðað við þá stöðu sem við erum í þá held ég að franskur fótbolti þurfi að íhuga vandlega hvernig við komum í veg fyrir þessi atvik,“ sagði Longoria. Franski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Þetta er í annað sinn á leiktíðinni þar sem að Payet, sem er landsliðsmaður Frakklands og fyrrverandi leikmaður West Ham, fær flösku í hausinn í leik með Marseille. Payet var að taka hornspyrnu þegar stuðningsmaður heimamanna í Lyon kastaði flösku í höfuð hans. Payet féll til jarðar en gat svo stigið upp eftir að búið var að huga að honum. Dómari leiksins sendi bæði lið til búningsklefa. Supporting our captain, @dimpayet17 #OLOM | pic.twitter.com/9rcwy6RoGr— Olympique de Marseille (@OM_English) November 21, 2021 Eftir um 75 mínútna bið tilkynnti vallarþulur að leikurinn myndi hefjast að nýju og leikmenn Lyon skokkuðu út á völl. Það gerðu Payet og félagar í Marseille hins vegar ekki enda mun Payet hafa verið í áfalli yfir því sem gerðist. „Hann er andlega særður“ Á endanum tók dómarinn þá ákvörðun að leikurinn hæfist ekki að nýju og óvíst er hvenær hann verður kláraður. Strax í upphitun varð Payet fyrir aðkasti þegar stuðningsmenn Lyon létu niðrandi athugasemdum rigna yfir hann. „Hann er andlega særður,“ sagði Pablo Longoria, forseti Marseille. „Það sem er í gangi hérna er ekki eðlilegt. Við höfum alltaf fordæmt allt ofbeldi,“ sagði Longoria. Áhorfandinn sem henti flöskunni fannst og var honum vikið af leikvanginum, eftir að hafa fengið kinnhest frá öðrum stuðningsmanni Lyon. The Lyon fan who threw the bottle at Dimitri Payet was slapped by his own fans after the game with Marseille was suspended.pic.twitter.com/TLsNGoXFkw— Sam Street (@samstreetwrites) November 21, 2021 Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, sagði að í ljósi þess að hinn brotlegi hefði verið handtekinn hefði „engin hætta verið á að aftur skapaðist hættuástand“, og kenndi hann Marseille um að leikurinn hefði ekki hafist að nýju. Síðast kastaði Payet flöskunni til baka Payet fékk einnig flösku í hausinn í leik gegn Nice í ágúst, og svaraði þá fyrir sig með því að kasta flöskunni til baka. Þá sauð allt upp úr, áhorfendur brutu sér leið inn á völlinn og flauta þurfti leikinn af. Nokkur fleiri dæmi eru um mikil ólæti stuðningsmanna á leikjum í frönsku deildinni í haust. Unglingur meiddist þegar sæti var kastað á leik PSG og Lyon í september. Stuðningsmenn réðust inn á völlinn í leik Lens og Lille í sama mánuði eftir að áflog brutust út í stúkunni. Í október tafðist leikur Saint-Etienne og Angers um klukkutíma eftir að stuðningsmenn brutust inn á völlinn og blysum var kastað. Fleiri dæmi mætti nefna. „Eftir svona kvöld og miðað við þá stöðu sem við erum í þá held ég að franskur fótbolti þurfi að íhuga vandlega hvernig við komum í veg fyrir þessi atvik,“ sagði Longoria.
Franski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira