Sérfræðingar SB ósammála um hvort Berglind átti að fá rauða spjaldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2021 14:01 Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir meiddi sig illa við fallið í gólfið og var born af velli. Skjámynd/S2 Sport Seinni bylgjan ræddi rauða spjaldið sem Haukakonan Berglind Benediktsdóttir fékk þegar Haukarnir heimsóttu HK í Kórinn í síðustu umferð Olís deildar kvenna í handbolta. Berglind Benediktsdóttir reyndi að útskýra sitt mál og að hún hafi bara verið í venjulegri varnarstöðu.Skjámynd/S2 Sport Berglind fékk beint rautt spjald fyrir brot á HK-ingnum Valgerði Ýr Þorsteinsdóttur í fyrri hálfleiknum. Valgerður varð búin að skora fjögur af fyrstu tíu mörk HK í leiknum en var borin meidd af velli í kjölfar brotsins. „Berglind fær beint rautt spjald fyrir þetta brot á Völu. Stelpur hvað finnst ykkur um þetta? Hún fær bláa spjaldið og allt saman og strákarnir hikuðu ekki,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Mér finnst þetta vera rautt út af afleiðingunni. Hún dettur það illa. Þetta er ekki eitthvað brútalt brot. Vala hoppar þarna upp og er að fara að senda hann. Hún lendir illa,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Mér finnst þetta rautt, þetta er bara afleiðingin. Þetta er hættulegt að lenda og ógeðslega vont. Mér fannst samt ekki mikill ásetningur í þessu,“ sagði Sunneva. „Hún er borin út af á börum. Það fyrsta sem við hugsuðum, held ég allar, var grindin,“ sagði Svava Kristín og Anna Úrsúla var sammála. Valgerði Ýr er nýkomin til baka eftir að hafa eignast barn. Sunneva var reyndar ekki á því að hafa hugsað um það eins og hinar. Sérfræðingarnir Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Sunneva Einarsdóttir. Anna Úrsúla sýnir hér tökin og hvað Berglind átti að gera betur.Skjámynd/S2 Sport Anna Úrsúla var heldur ekki sammála Sunnevu um að Berglind hafi átt að fá rauða spjaldið frá dómurum leiksins. „Ég er leiðinlega týpan en mér fannst þetta ekki vera rautt spjald. Mér fannst þetta reynsluleysi hjá henni að hjálpa henni ekki aðeins með að taka undir hana,“ sagði Anna Úrsúla og sýndi tökin sem hún hefði notað. „Hún er ekki að ýta henni til að meiða hana. Hún er í venjulegri stöðu. Jú, Vala dettur illa og hún hefði kannski getað gripið hana. Beint rautt og svo beint blátt, það fannst mér svolítið dýrt,“ sagði Anna Úrsúla. Það má sjá brotið og umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Átti Berglind að fá rautt spjald eða ekki? Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Haukar HK Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Berglind Benediktsdóttir reyndi að útskýra sitt mál og að hún hafi bara verið í venjulegri varnarstöðu.Skjámynd/S2 Sport Berglind fékk beint rautt spjald fyrir brot á HK-ingnum Valgerði Ýr Þorsteinsdóttur í fyrri hálfleiknum. Valgerður varð búin að skora fjögur af fyrstu tíu mörk HK í leiknum en var borin meidd af velli í kjölfar brotsins. „Berglind fær beint rautt spjald fyrir þetta brot á Völu. Stelpur hvað finnst ykkur um þetta? Hún fær bláa spjaldið og allt saman og strákarnir hikuðu ekki,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Mér finnst þetta vera rautt út af afleiðingunni. Hún dettur það illa. Þetta er ekki eitthvað brútalt brot. Vala hoppar þarna upp og er að fara að senda hann. Hún lendir illa,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Mér finnst þetta rautt, þetta er bara afleiðingin. Þetta er hættulegt að lenda og ógeðslega vont. Mér fannst samt ekki mikill ásetningur í þessu,“ sagði Sunneva. „Hún er borin út af á börum. Það fyrsta sem við hugsuðum, held ég allar, var grindin,“ sagði Svava Kristín og Anna Úrsúla var sammála. Valgerði Ýr er nýkomin til baka eftir að hafa eignast barn. Sunneva var reyndar ekki á því að hafa hugsað um það eins og hinar. Sérfræðingarnir Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Sunneva Einarsdóttir. Anna Úrsúla sýnir hér tökin og hvað Berglind átti að gera betur.Skjámynd/S2 Sport Anna Úrsúla var heldur ekki sammála Sunnevu um að Berglind hafi átt að fá rauða spjaldið frá dómurum leiksins. „Ég er leiðinlega týpan en mér fannst þetta ekki vera rautt spjald. Mér fannst þetta reynsluleysi hjá henni að hjálpa henni ekki aðeins með að taka undir hana,“ sagði Anna Úrsúla og sýndi tökin sem hún hefði notað. „Hún er ekki að ýta henni til að meiða hana. Hún er í venjulegri stöðu. Jú, Vala dettur illa og hún hefði kannski getað gripið hana. Beint rautt og svo beint blátt, það fannst mér svolítið dýrt,“ sagði Anna Úrsúla. Það má sjá brotið og umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Átti Berglind að fá rautt spjald eða ekki?
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Haukar HK Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira