KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. nóvember 2021 11:23 Eiður Smári Guðjohnsen hefur lokið störfum hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Getty/Marc Atkins Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. Tilkynnt var um það í gærkvöldi að gert hefði verið samkomulag um að Eiður Smári láti af störfum þann 1. desember. DV greindi fyrst frá því að ástæðan fyrir því að KSÍ hefði nýtt sér endurskoðunarákvæðið tengdist gleðskap eftir landsleik Norður-Makedóníu og Íslands fyrir tíu dögum síðan þar sem áfengi var haft um hönd. „Við viljum ekki bæta neinu við yfirlýsinguna. Þetta snýr að persónulegum málefnum og við viljum ekki tjá okkur frekar um það fyrir utan að endurskoðunarákvæðið í samningnum var virkjað,“ segir Ómar en tímaramminn á endurskoðunarákvæðinu var fyrstu tvær vikur desembermánaðar að sögn deildarstjórans. Ómar staðfestir að sambandið hafi boðið upp á áfengi að loknum leiknum við Norður-Makedóníu en það var síðasti leikur liðsins í undankeppni HM. „Það er rétt að það var boðið upp á einn til tvo bjóra fyrir þá sem vildu. Einhverjir þáðu það. Aðrir ekki. Flestir sem fengu sér bjór fóru svo bara upp að sofa,“ segir Ómar en það er innan við ár síðan landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins þurfti að hætta eftir að áfengi var haft um hönd eftir landsleik. Af hverju var KSÍ að bjóða upp á áfengi eftir leikinn? „Það er bara oft þannig. Menn sitja saman að loknu verkefni. Spjalla og fá sér einn til tvo bjóra áður en menn kveðja. Svona eins og fólk gerir.“ Ómar segir að leitin að nýjum aðstoðarlandsliðsþjálfara hefjist fljótlega og þar muni Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari ráða för. Arnar hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins í dag. KSÍ Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Fleiri fréttir Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Tilkynnt var um það í gærkvöldi að gert hefði verið samkomulag um að Eiður Smári láti af störfum þann 1. desember. DV greindi fyrst frá því að ástæðan fyrir því að KSÍ hefði nýtt sér endurskoðunarákvæðið tengdist gleðskap eftir landsleik Norður-Makedóníu og Íslands fyrir tíu dögum síðan þar sem áfengi var haft um hönd. „Við viljum ekki bæta neinu við yfirlýsinguna. Þetta snýr að persónulegum málefnum og við viljum ekki tjá okkur frekar um það fyrir utan að endurskoðunarákvæðið í samningnum var virkjað,“ segir Ómar en tímaramminn á endurskoðunarákvæðinu var fyrstu tvær vikur desembermánaðar að sögn deildarstjórans. Ómar staðfestir að sambandið hafi boðið upp á áfengi að loknum leiknum við Norður-Makedóníu en það var síðasti leikur liðsins í undankeppni HM. „Það er rétt að það var boðið upp á einn til tvo bjóra fyrir þá sem vildu. Einhverjir þáðu það. Aðrir ekki. Flestir sem fengu sér bjór fóru svo bara upp að sofa,“ segir Ómar en það er innan við ár síðan landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins þurfti að hætta eftir að áfengi var haft um hönd eftir landsleik. Af hverju var KSÍ að bjóða upp á áfengi eftir leikinn? „Það er bara oft þannig. Menn sitja saman að loknu verkefni. Spjalla og fá sér einn til tvo bjóra áður en menn kveðja. Svona eins og fólk gerir.“ Ómar segir að leitin að nýjum aðstoðarlandsliðsþjálfara hefjist fljótlega og þar muni Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari ráða för. Arnar hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins í dag.
KSÍ Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Fleiri fréttir Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira