Amazon og EA nálægt samkomulagi um Mass Effect þætti Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2021 13:01 Sagan um Commander Shepard og baráttu hans til að bjarga íbúum stjörnuþokunnar er mjög vinsæl. Bioware Forsvarsmenn Amazon Studios eru nærri því að gera samkomulag við tölvuleikjafyrirtækið Electronic Arts um að gera sjónvarpsþætti um söguheim Mass Effect, leikjaseríunnar vinsælu. Mass Effect er vinsæl leikjasería frá EA og Bioware. Hún fjallar um hermanninn Shepard (sem getur verið annað hvort maður eða kona í leikjunum) og baráttu hans/hennar um að bjarga mannkyninu og öðrum íbúum stjörnuþokunnar. Fyrsti leikurinn, sem kom út árið 2007, gerist árið 2183. Mannkynið hafði þá fundið leifar fornrar menningar á mars og tækni sem gerði mönnum kleift að ferðast um stjörnuþokuna, þar sem fjölmargar aðrar tegundir geimvera búa. Shepard komst þá á snoðir um mikla ógn sem steðjar að íbúum stjörnuþokunnar og í þremur leikjum, þar sem ákvarðanir úr fyrri leikjunum höfðu áhrif á seinni leikina, þurfti Shepard að reyna að taka á stóra sínum safna liði og berjast gegn þessari ógn. Bioware og EA gáfu út fjórða leikinn árið 2017 en sá fjallaði um nýja sögulínu. Þá vinna fyrirtækin að fimmta leiknum sem á að gerast löngu eftir tíma Shepard. Sjá einnig: Átakamikil leit að nýju heimili Leggja áherslu á skáldskap og vinsæla söguheima Í viðtali við Deadline um framtíð Amazon Studios segir Jennifer Salke, forstjóri, að fyrirtækið ætli að fjárfesta í alls konar skáldskap á komandi árum. Amazon birti nýverið fyrstu þætti Wheel of Times, sem er ævintýraskáldskapur með Rosamund Pike í aðalhlutverki. Þá vinnur fyrirtækið að gerð sjónvarpsþátta úr söguheimi J.R.R. Tolkien en þá þætti á að frumsýna í september á næsta ári. Salke sagði Deadline að þeir þættir litu stórkostlega út. „Við vitum að áhorfendur okkar eru sólgnir í góðan ævintýraskáldskap og þætti sem byggja á dáðum söguheimum. Við sjáum það með Wheel of Time og Lord of the Rings verður flaggskip ársins hjá okkur,“ sagði Salke. Salke sagði lítið um mögulega Mass Effect þætti, annað en að samningar væru að nást. Það stóð á árum áður til að gera kvikmynd um sögu Shepard en það gekk ekki eftir. Í frétt Eurogamer segir að í kjölfar viðræðna um kvikmyndi hafi forsvarsmenn Bioware frekar viljað gera sjónvarpsþætti, því það gæfi sögu Shepard mun meira rými. Ekki væri hægt að gera sögunni skil á níutíu til 120 mínútum. Cavill mögulega með handrit Þá er vert að vísa til þess að í febrúar birti leikarinn Henry Cavill, sem er hvað þekktastur fyrir að leika Superman og Geralt frá Rivia í Witcher, mynd af sér haldandi á blaðsíðum með ógreinilegan texta. Netverjar deyja þó aldrei ráðalausir og komust þeir fljótt að því að á í textanum mátti greina orð eins og Cerberus, Geth og Tali‘Zorah sem eru samtök, vélmenni og manneskja úr söguheimi Mass Effect. Við það kviknuðu miklar vangaveltur um að hann myndi mögulega taka að sér hlutverk Shepard í þáttum eða kvikmyndum úr söguheimi Mass Effect. Leikjavísir Bíó og sjónvarp Amazon Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Mass Effect er vinsæl leikjasería frá EA og Bioware. Hún fjallar um hermanninn Shepard (sem getur verið annað hvort maður eða kona í leikjunum) og baráttu hans/hennar um að bjarga mannkyninu og öðrum íbúum stjörnuþokunnar. Fyrsti leikurinn, sem kom út árið 2007, gerist árið 2183. Mannkynið hafði þá fundið leifar fornrar menningar á mars og tækni sem gerði mönnum kleift að ferðast um stjörnuþokuna, þar sem fjölmargar aðrar tegundir geimvera búa. Shepard komst þá á snoðir um mikla ógn sem steðjar að íbúum stjörnuþokunnar og í þremur leikjum, þar sem ákvarðanir úr fyrri leikjunum höfðu áhrif á seinni leikina, þurfti Shepard að reyna að taka á stóra sínum safna liði og berjast gegn þessari ógn. Bioware og EA gáfu út fjórða leikinn árið 2017 en sá fjallaði um nýja sögulínu. Þá vinna fyrirtækin að fimmta leiknum sem á að gerast löngu eftir tíma Shepard. Sjá einnig: Átakamikil leit að nýju heimili Leggja áherslu á skáldskap og vinsæla söguheima Í viðtali við Deadline um framtíð Amazon Studios segir Jennifer Salke, forstjóri, að fyrirtækið ætli að fjárfesta í alls konar skáldskap á komandi árum. Amazon birti nýverið fyrstu þætti Wheel of Times, sem er ævintýraskáldskapur með Rosamund Pike í aðalhlutverki. Þá vinnur fyrirtækið að gerð sjónvarpsþátta úr söguheimi J.R.R. Tolkien en þá þætti á að frumsýna í september á næsta ári. Salke sagði Deadline að þeir þættir litu stórkostlega út. „Við vitum að áhorfendur okkar eru sólgnir í góðan ævintýraskáldskap og þætti sem byggja á dáðum söguheimum. Við sjáum það með Wheel of Time og Lord of the Rings verður flaggskip ársins hjá okkur,“ sagði Salke. Salke sagði lítið um mögulega Mass Effect þætti, annað en að samningar væru að nást. Það stóð á árum áður til að gera kvikmynd um sögu Shepard en það gekk ekki eftir. Í frétt Eurogamer segir að í kjölfar viðræðna um kvikmyndi hafi forsvarsmenn Bioware frekar viljað gera sjónvarpsþætti, því það gæfi sögu Shepard mun meira rými. Ekki væri hægt að gera sögunni skil á níutíu til 120 mínútum. Cavill mögulega með handrit Þá er vert að vísa til þess að í febrúar birti leikarinn Henry Cavill, sem er hvað þekktastur fyrir að leika Superman og Geralt frá Rivia í Witcher, mynd af sér haldandi á blaðsíðum með ógreinilegan texta. Netverjar deyja þó aldrei ráðalausir og komust þeir fljótt að því að á í textanum mátti greina orð eins og Cerberus, Geth og Tali‘Zorah sem eru samtök, vélmenni og manneskja úr söguheimi Mass Effect. Við það kviknuðu miklar vangaveltur um að hann myndi mögulega taka að sér hlutverk Shepard í þáttum eða kvikmyndum úr söguheimi Mass Effect.
Leikjavísir Bíó og sjónvarp Amazon Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira