Rauður föstudagur á mörkuðum vestanhafs Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2021 15:22 Höfuðstöðvar kauphallarinnar í New York. AP/John Minchillo Hlutabréfamarkaðir voru rauðglóandi við opnun vestanhafs á þessum svarta föstudegi. Úrvalsvísitalan Dow Jones lækkaði um 900 stig eða 2,5 prósent eftir opnun. Sambærilega sögu er að segja af vísitölum S&P og Nastdaq sem lækkuðu um 1,8 prósent annars vegar og 1,5 prósent hins vegar. Lækkunina má rekja til taugatitrings vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Bandaríkjunum og nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem fundist hefur í Suður-Afríku. Sjá einnig: ESB boðar flugbann og WHO fundar um nýja afbrigðið Svipuð staða var á mörkuðum hér á landi í dag og í Evrópu og í Asíu í morgun. Hlutabréf fyrirtækja í flugbransanum virðast hafa lækkað sérstaklega í dag. Sjá einnig: Áhyggjur af nýju afbrigði lita hlutabréf í Kauphöllinni Í frétt CNBC segir að fjárfestar hafi margir hverjir leitað skjóls hjá bóluefnaframleiðendum. Um tíma hafi hlutabréf Moderna hækkað í virði um rúm sextán prósent og Pfizer um fimm prósent. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hvatt fólk til að vera rólegt vegna nýja afbrigðisins. Enn sé lítið vitað um það annað en það sé töluvert stökkbreytt, samanborið við önnur afbrigði eins og Delta-afbrigðið sem er nú ráðandi í heiminum. Bandaríkin Kaup og sala fyrirtækja Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kauphöllin Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lækkunina má rekja til taugatitrings vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Bandaríkjunum og nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem fundist hefur í Suður-Afríku. Sjá einnig: ESB boðar flugbann og WHO fundar um nýja afbrigðið Svipuð staða var á mörkuðum hér á landi í dag og í Evrópu og í Asíu í morgun. Hlutabréf fyrirtækja í flugbransanum virðast hafa lækkað sérstaklega í dag. Sjá einnig: Áhyggjur af nýju afbrigði lita hlutabréf í Kauphöllinni Í frétt CNBC segir að fjárfestar hafi margir hverjir leitað skjóls hjá bóluefnaframleiðendum. Um tíma hafi hlutabréf Moderna hækkað í virði um rúm sextán prósent og Pfizer um fimm prósent. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hvatt fólk til að vera rólegt vegna nýja afbrigðisins. Enn sé lítið vitað um það annað en það sé töluvert stökkbreytt, samanborið við önnur afbrigði eins og Delta-afbrigðið sem er nú ráðandi í heiminum.
Bandaríkin Kaup og sala fyrirtækja Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kauphöllin Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira