Tveir markmenn í byrjunarliðinu og leikurinn flautaður af Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. nóvember 2021 11:31 Leikmenn Belenses voru að öllum líkindum frekar ósáttir við að þurfa að spila gegn Benfica í gær. Valter Gouveia/NurPhoto via Getty Images Leikur Belenenses og Benfica í portúgölsku deildinni í fótbolta var í gær flautaður af eftir að Belenenses var aðeins með sex leikmenn eftir á vellinum snemma í seinni hálfleik. Heimamenn í Belenenses byrjuðu leikinn með aðeins níu leikmenn á vellinum eftir að kórónuveiruhópsmit greindist í hópnum. Alls voru 17 leikmenn sem ekki gátu tekið þátt vegna smitsins. Meðal þessara níu leikmanna sem byrjuðu leikinn voru tveir markmenn, en einn þeirra neyddist til að spila sem útileikmaður. Eins og gefur að skilja gekk illa hjá Belenenses að spila leikinn, en í hálfleik var staðan orðin 7-0, Benfica í vil. Meiðsli settu svo enn freakari strik í reikninginn og snemma í seinni hálfleik voru aðeins sex leikmenn Belenenses eftir á vellinum. Samkvæmt knattspyrnulögunum þurfti dómarinn að flauta leikinn af, sem og hann gerði. „Dökkur kafli í portúgölskum fótbolta“ Rui Costa, fyrrverandi leikmaður Benfica og núverandi forseti félagsins, segir að lið hans hafi verið neytt til að spila leikinn. Liðin hefðu getað frestað leiknum, en deildin hafi komið í veg fyrir það. „Ég sé eftir því sem gerðist í dag. Þetta er dökkur kafli í portúgölskum fótbolta og fyrir landið allt,“ sagði Costa eftir þennan stutta leik. Bernardo Silva, leikmaður Manchester City og portúgalska landsliðsins, furðaði sig einnig á ákvörðun deildarinnar að leikurinn skyldi fara fram. „Hvað er í gangi? Er ég sá eini sem skilur ekki af hverju þessum leik var ekki frestað?“ skrifaði miðjumaðurinn á Twitter-síðu sinni? O que é isto? Sou o único a não perceber o porquê do jogo não ter sido adiado? 🤦🏻♂️— Bernardo Silva (@BernardoCSilva) November 27, 2021 Portúgal Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira
Heimamenn í Belenenses byrjuðu leikinn með aðeins níu leikmenn á vellinum eftir að kórónuveiruhópsmit greindist í hópnum. Alls voru 17 leikmenn sem ekki gátu tekið þátt vegna smitsins. Meðal þessara níu leikmanna sem byrjuðu leikinn voru tveir markmenn, en einn þeirra neyddist til að spila sem útileikmaður. Eins og gefur að skilja gekk illa hjá Belenenses að spila leikinn, en í hálfleik var staðan orðin 7-0, Benfica í vil. Meiðsli settu svo enn freakari strik í reikninginn og snemma í seinni hálfleik voru aðeins sex leikmenn Belenenses eftir á vellinum. Samkvæmt knattspyrnulögunum þurfti dómarinn að flauta leikinn af, sem og hann gerði. „Dökkur kafli í portúgölskum fótbolta“ Rui Costa, fyrrverandi leikmaður Benfica og núverandi forseti félagsins, segir að lið hans hafi verið neytt til að spila leikinn. Liðin hefðu getað frestað leiknum, en deildin hafi komið í veg fyrir það. „Ég sé eftir því sem gerðist í dag. Þetta er dökkur kafli í portúgölskum fótbolta og fyrir landið allt,“ sagði Costa eftir þennan stutta leik. Bernardo Silva, leikmaður Manchester City og portúgalska landsliðsins, furðaði sig einnig á ákvörðun deildarinnar að leikurinn skyldi fara fram. „Hvað er í gangi? Er ég sá eini sem skilur ekki af hverju þessum leik var ekki frestað?“ skrifaði miðjumaðurinn á Twitter-síðu sinni? O que é isto? Sou o único a não perceber o porquê do jogo não ter sido adiado? 🤦🏻♂️— Bernardo Silva (@BernardoCSilva) November 27, 2021
Portúgal Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira