Aron Rafn fékk rauða spjaldið að því virðist fyrir að skella hurð of harkalega í hálfleiknum. Það fylgir sögunni að ekkert sá á hurðinni og leikurinn var ekki í gangi þegar þetta gerðist.
Áður en leikur hófst í seinni hálfleik þá fóru dómararnir til Arons Kristjánssonar, þjálfara Hauka, líkt og þeir væru að fá það staðfest hver hefði skellt hurðinni í hálfleiknum.
Aron virtist benda á Aron Rafn markvarðar og dómarnir fóru þá til hans og lyftu rauða spjaldinu öllum til mikillar furðu.
Haukarnir töpuðu leiknum með tveimur mörkum og þurfa því að vinna upp þann mun í seinni hálfleiknum á Ásvöllum.
Haukar höfðu líka húmor fyrir öllu saman þótt að það hafi verið mjög leiðinlegt fyrir Aron að missa af þessum seinni hálfleik og mögulega seinni leiknum ef hann verður settur í bann.
„Aron Rafn, aka Hurðarskellir, er búinn að opna fyrir bókanir í desember. Kemur á æfingar hjá krökkum, labbar með þau í gegnum íþróttahús og kennir þeim að skella hurðum FAST!!,“ sagði færslu á fésbókarsíðu Hauka og með var mynd af Aroni Rafni við hurðina frægu.
Haukarnir voru kannski of hissa á þessu til að vera almennilega reiðir en kannski ekki mikið sem þeir gáfu sagt við bosnísku dómarana.
„Þetta er furðulegasta skýring sem maður hefur fengið fyrir rauðu spjald. Ég hef aldrei heyrt annað eins. Það verður fróðlegt að sjá hvaða skýringu dómarar setja í skýrsluna sem þeir senda til EHF,“ sagði Aron Kristjánsson í viðtali við handbolti.is eftir leikinn.
Hér fyrir neðan má sjá færslu Haukanna.