„Við þurfum okkar áhorfendur“ Atli Arason skrifar 29. nóvember 2021 20:10 Ægir Þór Steinarsson í leik kvöldsins. FIBA Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Íslands, var svekktur með 24 stiga tap gegn Rússlandi, 89-65. Ægir kennir slakri byrjun á leiknum um tapið en minnir þó á að Rússar eru með gífurlega sterkt lið. „Ég held að heilt yfir þá höfum við mætt ofjarli okkar í þessum leik. Byrjunin okkar í leiknum hjálpaði okkur ekkert mikið. Okkur gekk ekki að setja boltann ofan í körfuna og vorum með allt of mikið af töpuðum boltum, þar að leiðandi datt dampurinn úr þessu hjá okkur og þeir voru bara betri í dag. Það er einföld útskýring á þessu,“ sagði Ægir Þór í viðtali við Vísi eftir leik. Íslenska liðið varð fyrir áfalli rétt fyrir leik þegar tilkynnt var að Martin Hermannsson myndi ekki leika með liðinu í kvöld vegna meiðsla í kálfa. Ægir var ekki í neinum vafa að Martin hefði hjálpað liðinu mjög mikið en bendir einnig á að liðið hefur spilað mikið án hans að undanförnu. „Við vitum að Martin gefur okkur mikið á báðum endum vallarins. Það hefði eflaust hjálpað okkur heilmikið að hafa hann með í dag. Það er nú samt þannig að við erum búnir að vera að spila án hans síðustu tvö ár. Okkur gekk sérstaklega illa á báðum endum vallarins í dag og það gefur auga leið að hann hefði klárlega hjálpað okkur í þessum leik og sérstaklega að koma boltanum ofan í körfuna,“ svaraði Ægir, aðspurður út í mikilvægi Martins fyrir liðið. Ægir telur að íslenska liðið geti tekið margt jákvætt úr þessum leik og lært mikið af honum. „Það kom mér á óvart hvað þeir hittu vel en ég held að við höfum gefið þeim á bragðið því þeir fengu kannski of opin skot. Við vorum ekki nægilega 'physical' en það virtist vera á leiknum að það kæmi okkur á óvart hversu 'physical' þeir voru. Það átti ekki að gera það. Okkur gekk illa að spila okkur lausa og keyra á körfuna og setja okkar opnu þrista. Lærdómurinn sem við tökum af þessum leik er að ef við ætlum að komast lengra að þá er þetta stigið sem við verðum að komast á. Að geta mætt svona 'physical' leik, það er kannski lærdómurinn.“ Íslenska liðið sýndi allar sínu bestu hliðar í lokaleikhlutanum sem það vann 12-29, en Ægir vonast til þess að liðið geti dregið lærdóm af þeim leikhluta fyrir næstu viðureign Íslands og Rússlands, sem fer vonandi fram á heimavelli. „Leikurinn kannski spilaðist þannig að þá [í fjórða leikhluta] var meira flæði á leiknum og við kannski loksins þá búnir að finna einhverjar leiðir til að skora ofan í körfuna. Svo náðum við að stela einhverjum boltum og vorum snöggir upp völlinn. Við vorum bara of hægir í okkar sóknaraðgerðum framan af. Í fjórða leikhluta var meira flæði sóknarlega og okkur tókst að færa boltann á milli til að fá fleiri opin skot. Það er eitthvað sem við lærum af næst þegar við spilum á móti þeim.“ Leikurinn í kvöld átti upprunalega að vera heimaleikur Íslands en vegna aðstöðuleysis þurfti liðið að spila úti í Rússlandi. Ægir vildi ekki fara mikið út í alla þá pólitík sem umvefur umræðuna um nýjan þjóðarleikvang Íslands en taldi það þó heppilegast að fá að spila næsta heimaleik gegn Ítalíu, á heimavelli. „Við höfum sýnt að við erum bara brattir hérna á útivelli líka. Við vonumst auðvitað til að fá að spila heima fyrir framan okkar áhorfendur, við þurfum okkar áhorfendur og sérstaklega til að taka á móti þessum sterkari þjóðum, þá væri gott að fá leik á móti Ítalíu á heimavelli. Við rennum annars frekar blint í sjóinn á móti Ítölunum, við sáum þá spila á móti Rússlandi hérna síðast og þeir voru 'physical' og hreyfanlegir og allt þetta. Við verðum bara að vera klárir í þetta.“ HM 2023 í körfubolta Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Sjá meira
„Ég held að heilt yfir þá höfum við mætt ofjarli okkar í þessum leik. Byrjunin okkar í leiknum hjálpaði okkur ekkert mikið. Okkur gekk ekki að setja boltann ofan í körfuna og vorum með allt of mikið af töpuðum boltum, þar að leiðandi datt dampurinn úr þessu hjá okkur og þeir voru bara betri í dag. Það er einföld útskýring á þessu,“ sagði Ægir Þór í viðtali við Vísi eftir leik. Íslenska liðið varð fyrir áfalli rétt fyrir leik þegar tilkynnt var að Martin Hermannsson myndi ekki leika með liðinu í kvöld vegna meiðsla í kálfa. Ægir var ekki í neinum vafa að Martin hefði hjálpað liðinu mjög mikið en bendir einnig á að liðið hefur spilað mikið án hans að undanförnu. „Við vitum að Martin gefur okkur mikið á báðum endum vallarins. Það hefði eflaust hjálpað okkur heilmikið að hafa hann með í dag. Það er nú samt þannig að við erum búnir að vera að spila án hans síðustu tvö ár. Okkur gekk sérstaklega illa á báðum endum vallarins í dag og það gefur auga leið að hann hefði klárlega hjálpað okkur í þessum leik og sérstaklega að koma boltanum ofan í körfuna,“ svaraði Ægir, aðspurður út í mikilvægi Martins fyrir liðið. Ægir telur að íslenska liðið geti tekið margt jákvætt úr þessum leik og lært mikið af honum. „Það kom mér á óvart hvað þeir hittu vel en ég held að við höfum gefið þeim á bragðið því þeir fengu kannski of opin skot. Við vorum ekki nægilega 'physical' en það virtist vera á leiknum að það kæmi okkur á óvart hversu 'physical' þeir voru. Það átti ekki að gera það. Okkur gekk illa að spila okkur lausa og keyra á körfuna og setja okkar opnu þrista. Lærdómurinn sem við tökum af þessum leik er að ef við ætlum að komast lengra að þá er þetta stigið sem við verðum að komast á. Að geta mætt svona 'physical' leik, það er kannski lærdómurinn.“ Íslenska liðið sýndi allar sínu bestu hliðar í lokaleikhlutanum sem það vann 12-29, en Ægir vonast til þess að liðið geti dregið lærdóm af þeim leikhluta fyrir næstu viðureign Íslands og Rússlands, sem fer vonandi fram á heimavelli. „Leikurinn kannski spilaðist þannig að þá [í fjórða leikhluta] var meira flæði á leiknum og við kannski loksins þá búnir að finna einhverjar leiðir til að skora ofan í körfuna. Svo náðum við að stela einhverjum boltum og vorum snöggir upp völlinn. Við vorum bara of hægir í okkar sóknaraðgerðum framan af. Í fjórða leikhluta var meira flæði sóknarlega og okkur tókst að færa boltann á milli til að fá fleiri opin skot. Það er eitthvað sem við lærum af næst þegar við spilum á móti þeim.“ Leikurinn í kvöld átti upprunalega að vera heimaleikur Íslands en vegna aðstöðuleysis þurfti liðið að spila úti í Rússlandi. Ægir vildi ekki fara mikið út í alla þá pólitík sem umvefur umræðuna um nýjan þjóðarleikvang Íslands en taldi það þó heppilegast að fá að spila næsta heimaleik gegn Ítalíu, á heimavelli. „Við höfum sýnt að við erum bara brattir hérna á útivelli líka. Við vonumst auðvitað til að fá að spila heima fyrir framan okkar áhorfendur, við þurfum okkar áhorfendur og sérstaklega til að taka á móti þessum sterkari þjóðum, þá væri gott að fá leik á móti Ítalíu á heimavelli. Við rennum annars frekar blint í sjóinn á móti Ítölunum, við sáum þá spila á móti Rússlandi hérna síðast og þeir voru 'physical' og hreyfanlegir og allt þetta. Við verðum bara að vera klárir í þetta.“
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Sjá meira