Tóti Guðnason hlýtur viðurkenningu Nordic Film Music fyrir Dýrið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. desember 2021 15:31 Framlag Íslands til verðlaunanna í ár er kvikmyndatónskáldið Tóti Guðnason fyrir skor hans í kvikmyndinni Dýrið Aðsent Á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín – Berlinale eru árlega veitt viðurkenningin HARPA Nordic Film Music Days & Composers Award eða norræn verðlan kvikmyndatónskálda til að leggja áherslu á gæði norrænnar kvikmyndatónlistar. Markmiðið er að efla listrænt og tónlistarlegt samspil Norðurlandanna og efla þeirra vettvang á evrópskum mörkuðum í heild. Framlag Íslands til verðlaunanna í ár er kvikmyndatónskáldið Tóti Guðnason fyrir skor hans í kvikmyndinni Dýrið (e. LAMB). Dómnefndin valdi verk hans með eftirfarandi rökstuðningi: „Kvikmyndin Dýrið er yfirnáttúruleg hryllingsmynd sem gerist á sauðfjárbúi á Íslandi og fylgir barnlausum hjónum í gegnum undarlega atburði sem gerast á bænum. Frumsamin tónlist myndarinnar er samin af Tóta Guðnasyni og ber sterk einkenni tónskáldsins. Myndin sem heldur jafnvægi á milli þess að vera yfirnáttúruleg spennumynd og fáránleg gamanmynd, lætur margt ósagt og byggir á sjónrænni frásagnarlist, leikin yfir tignarlega hátíðleika tónlistar Tóta Guðnasonar. Kvikmyndin lætur tónlist og hljóðhönnun segja söguna á lúmskan máta sem ólíklegt er að orð samsvari.“ Endanleg ákvörðun er tekin af alþjóðlegri dómnefnd sem samanstendur af fagfólki frá Bretlandi og Evrópu. Í ár skipa dómnefndina Gaute Storaas frá Noregi sem er sigurvegari verðlaunanna ‘HARPA’ árið 2020; Harriet Moss frá Bretlandi, framkvæmdastjóri Manners McDade Artist Management LLP; Michael Aust frá Þýskalandi og hátíðarstjóri SoundTrack_Cologne & SoundTrack_Zurich; Nainita Desai einnig frá Bretlandi sem er verðlaunað kvikmynda- og margmiðlunartónskáld; og að lokum Simon Greenaway, frá Bretlandi og er varaforseti ASCAP, Membership UK/Europe. Verðlaunin verða afhent sigurvegaranum þann 13. febrúar í Berlín á Berlinale, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín. Bíó og sjónvarp Tónlist Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Dýrið verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Kvikmyndin Dýrið (LAMB) verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2022. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 18. október 2021 12:34 Ánægð með árangurinn í keppni við sjálfan Bond Kvikmyndin Dýrið var sýnd í hátt í 600 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum um helgina og þénaði ríflega eina milljón Bandaríkjadali í gegnum miðasölu á fyrstu þremur dögunum í sýningu. Dýrið, eða Lamb eins og hún heitir á alþjóðavísu, er því tekjuhæsta íslenska kvikmyndin sem sýnd hefur verið í Bandaríkjunum. 11. október 2021 12:40 Dýrið slær í gegn á Fantastic Fest í Texas Íslenska kvikmyndin Dýrið sló í gegn á Fantastic Fest en hátíðin fór fram í Austin, Texas og lýkur á morgun. Myndin hefur hlotið lof bæði áhorfanda og gagnrýnenda. 29. september 2021 16:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Markmiðið er að efla listrænt og tónlistarlegt samspil Norðurlandanna og efla þeirra vettvang á evrópskum mörkuðum í heild. Framlag Íslands til verðlaunanna í ár er kvikmyndatónskáldið Tóti Guðnason fyrir skor hans í kvikmyndinni Dýrið (e. LAMB). Dómnefndin valdi verk hans með eftirfarandi rökstuðningi: „Kvikmyndin Dýrið er yfirnáttúruleg hryllingsmynd sem gerist á sauðfjárbúi á Íslandi og fylgir barnlausum hjónum í gegnum undarlega atburði sem gerast á bænum. Frumsamin tónlist myndarinnar er samin af Tóta Guðnasyni og ber sterk einkenni tónskáldsins. Myndin sem heldur jafnvægi á milli þess að vera yfirnáttúruleg spennumynd og fáránleg gamanmynd, lætur margt ósagt og byggir á sjónrænni frásagnarlist, leikin yfir tignarlega hátíðleika tónlistar Tóta Guðnasonar. Kvikmyndin lætur tónlist og hljóðhönnun segja söguna á lúmskan máta sem ólíklegt er að orð samsvari.“ Endanleg ákvörðun er tekin af alþjóðlegri dómnefnd sem samanstendur af fagfólki frá Bretlandi og Evrópu. Í ár skipa dómnefndina Gaute Storaas frá Noregi sem er sigurvegari verðlaunanna ‘HARPA’ árið 2020; Harriet Moss frá Bretlandi, framkvæmdastjóri Manners McDade Artist Management LLP; Michael Aust frá Þýskalandi og hátíðarstjóri SoundTrack_Cologne & SoundTrack_Zurich; Nainita Desai einnig frá Bretlandi sem er verðlaunað kvikmynda- og margmiðlunartónskáld; og að lokum Simon Greenaway, frá Bretlandi og er varaforseti ASCAP, Membership UK/Europe. Verðlaunin verða afhent sigurvegaranum þann 13. febrúar í Berlín á Berlinale, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín.
Bíó og sjónvarp Tónlist Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Dýrið verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Kvikmyndin Dýrið (LAMB) verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2022. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 18. október 2021 12:34 Ánægð með árangurinn í keppni við sjálfan Bond Kvikmyndin Dýrið var sýnd í hátt í 600 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum um helgina og þénaði ríflega eina milljón Bandaríkjadali í gegnum miðasölu á fyrstu þremur dögunum í sýningu. Dýrið, eða Lamb eins og hún heitir á alþjóðavísu, er því tekjuhæsta íslenska kvikmyndin sem sýnd hefur verið í Bandaríkjunum. 11. október 2021 12:40 Dýrið slær í gegn á Fantastic Fest í Texas Íslenska kvikmyndin Dýrið sló í gegn á Fantastic Fest en hátíðin fór fram í Austin, Texas og lýkur á morgun. Myndin hefur hlotið lof bæði áhorfanda og gagnrýnenda. 29. september 2021 16:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Dýrið verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Kvikmyndin Dýrið (LAMB) verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2022. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 18. október 2021 12:34
Ánægð með árangurinn í keppni við sjálfan Bond Kvikmyndin Dýrið var sýnd í hátt í 600 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum um helgina og þénaði ríflega eina milljón Bandaríkjadali í gegnum miðasölu á fyrstu þremur dögunum í sýningu. Dýrið, eða Lamb eins og hún heitir á alþjóðavísu, er því tekjuhæsta íslenska kvikmyndin sem sýnd hefur verið í Bandaríkjunum. 11. október 2021 12:40
Dýrið slær í gegn á Fantastic Fest í Texas Íslenska kvikmyndin Dýrið sló í gegn á Fantastic Fest en hátíðin fór fram í Austin, Texas og lýkur á morgun. Myndin hefur hlotið lof bæði áhorfanda og gagnrýnenda. 29. september 2021 16:00