Gefa leik og segja prófatörn ástæðuna en Ísfirðingum er ekki skemmt Sindri Sverrisson skrifar 7. desember 2021 10:01 Strákarnir í Fjölni fá engan bikarleik í vetur eftir félagið dró lið sitt úr keppni. Mynd/Þorgils G. Fjölnismenn hafa ákveðið að hætta við að fara til Ísafjarðar og spila þar bikarleik gegn heimamönnum í Herði. Framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Harðar gefur lítið fyrir ástæður Grafarvogsbúa og telur vegalengdina til Ísafjarðar hafa vafist fyrir þeim. Leikurinn átti að fara fram þriðjudaginn 14. desember en nú þegar Fjölnir hefur hætt við er ljóst að Herði verður úrskurðaður sigur og liðið fer því áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Í yfirlýsingu handknattleiksdeildar Fjölnis segir að liðið sé ungt og að meirihluti leikmanna sé í háskólanámi, með tilheyrandi jólaprófatörn. Því sjái Fjölnismenn sér ekki fært að mæta. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að „ítrekað hafi verið reynt“ að finna aðra dagsetningu fyrir leikinn, án árangurs. Ragnar Heiðar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Harðar, svarar yfirlýsingunni á Facebook og segir þar að erfiðlega hafi gengið að fá svör frá Fjölni við tölvupóstum og símtölum. Enginn frá Fjölni hafi haft samband við forráðamenn Harðar til að reyna að leysa málið, heldur gert það í gegnum HSÍ. Tvær tillögur Fjölnis að nýrri dagsetningu, 21. desember og 3. janúar, hafi ekki gengið upp fyrir Hörð þar sem búið hafi verið að panta flug fyrir leikmenn vegna jólafrís. „Mér finnst það lélegt að þið reynið að koma því yfir á okkur í Herði að þetta hafi ekki gengið eftir, það var vitað frá byrjun hvaða dagsetningar það væru sem ættu að spila,“ skrifar Ragnar og bætir við: „En þið hafið eflaust mannskap til að spila leikinn ykkar á heimavelli er það ekki? Einhverja af þessum 35 sem eru samningsbundnir ykkur. Það er jú ekki svona langt út á land þá.“ Uppfært kl. 10.35: Forráðamenn handknattleiksdeildar Fjölnir vilja ítreka að með engum hætti sé verið að kenna Herði um hvernig fór. Stungið hafi verið upp á fleiri dagsetningum en engin fundist sem hentaði Fjölni, Herði og HSÍ. Það sé einfaldlega staðreynd að úr 17-18 manna leikmannahópi hafi 10-11 leikmenn Fjölnis ekki séð sér fært að ferðast í bikarleikinn í miðri prófatörn, og að Fjölnismenn hafi fullan skilning á ástæðum Harðar varðandi dagsetningar nær jólum og snemma á nýju ári. Handbolti Fjölnir Hörður Ísafjarðarbær Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Leikurinn átti að fara fram þriðjudaginn 14. desember en nú þegar Fjölnir hefur hætt við er ljóst að Herði verður úrskurðaður sigur og liðið fer því áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Í yfirlýsingu handknattleiksdeildar Fjölnis segir að liðið sé ungt og að meirihluti leikmanna sé í háskólanámi, með tilheyrandi jólaprófatörn. Því sjái Fjölnismenn sér ekki fært að mæta. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að „ítrekað hafi verið reynt“ að finna aðra dagsetningu fyrir leikinn, án árangurs. Ragnar Heiðar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Harðar, svarar yfirlýsingunni á Facebook og segir þar að erfiðlega hafi gengið að fá svör frá Fjölni við tölvupóstum og símtölum. Enginn frá Fjölni hafi haft samband við forráðamenn Harðar til að reyna að leysa málið, heldur gert það í gegnum HSÍ. Tvær tillögur Fjölnis að nýrri dagsetningu, 21. desember og 3. janúar, hafi ekki gengið upp fyrir Hörð þar sem búið hafi verið að panta flug fyrir leikmenn vegna jólafrís. „Mér finnst það lélegt að þið reynið að koma því yfir á okkur í Herði að þetta hafi ekki gengið eftir, það var vitað frá byrjun hvaða dagsetningar það væru sem ættu að spila,“ skrifar Ragnar og bætir við: „En þið hafið eflaust mannskap til að spila leikinn ykkar á heimavelli er það ekki? Einhverja af þessum 35 sem eru samningsbundnir ykkur. Það er jú ekki svona langt út á land þá.“ Uppfært kl. 10.35: Forráðamenn handknattleiksdeildar Fjölnir vilja ítreka að með engum hætti sé verið að kenna Herði um hvernig fór. Stungið hafi verið upp á fleiri dagsetningum en engin fundist sem hentaði Fjölni, Herði og HSÍ. Það sé einfaldlega staðreynd að úr 17-18 manna leikmannahópi hafi 10-11 leikmenn Fjölnis ekki séð sér fært að ferðast í bikarleikinn í miðri prófatörn, og að Fjölnismenn hafi fullan skilning á ástæðum Harðar varðandi dagsetningar nær jólum og snemma á nýju ári.
Handbolti Fjölnir Hörður Ísafjarðarbær Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira