Tottenham á að mæta Rennes í Sambandsdeild Evrópu annað kvöld. Leiknum hefur ekki enn verið frestað.
Spurs á svo að mæta Brighton í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Tottenham ætlar að freista þess að fá leiknum frestað.
„Á hverjum degi bætast fleiri smit við. Allir eru örlítið óttaslegnir. Fólk á fjölskyldur. Af hverju þurfum við að taka áhættu? Það er mín spurning,“ sagði Conte á blaðamannafundinum í dag.
„Hver greinist á morgun? Ég? Ég veit það ekki. Það er allavega betra að ég smitist en leikmenn en þetta er ekki gott fyrir neinn.“
Ekki liggur enn fyrir hvaða leikmenn Tottenham greindust með veiruna.