Segir líðan sína ekki hafa verið þannig að hún myndi hitta neinn á kaffihúsi Sindri Sverrisson skrifar 8. desember 2021 16:09 Magnús Gylfason var í landsliðsnefnd KSÍ árið 2016 og því með Ragnari Sigurðssyni og öðrum í íslenska landsliðinu á EM sama ár. Lögregla var kölluð að dvalarstað Ragnars á Íslandi daginn eftir að árangrinum á EM var hafnað. vísir/vilhelm Fyrrverandi eiginkona Ragnars Sigurðssonar segir fullyrðingu Magnúsar Gylfasonar ranga um að hann hafi hitt þau Ragnar á kaffihúsi daginn eftir að lögregla var kölluð að dvalarstað þeirra sumarið 2016, vegna gruns um heimilisofbeldi. Konan segir jafnframt að Magnús hafi engar forsendur haft til að draga ályktanir um hennar líðan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍSÍ til fjölmiðla þar sem segir að úttektarnefnd ÍSÍ hafi nú uppfært skýrslu sína varðandi þetta tiltekna atriði, í úttekt sinni á viðbrögðum KSÍ við ábendingum um kynferðislegt ofbeldi á árunum 2010 til 2021. Vildi nefndin koma eftirfarandi á framfæri: „Fyrrverandi eiginkona A í máli sem fjallað er um í skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ sem birtist í gær kveður rangt sem Magnús Gylfason segir um að hafa hitt hana og þáverandi eiginmann hennar á kaffihúsi daginn eftir að lögregla var kölluð að dvalarstað þeirra vegna grunsemda um heimilisofbeldi. Hún hafi ekki hitt Magnús og A á kaffihúsi þennan dag né nokkurn annan og hún geti bent á fleiri en eitt vitni því til staðfestingar. Líðan hennar hafi heldur ekki verið með þeim hætti að hún væri að hitta neinn á kaffihúsi daginn eftir og Magnús hafi engar forsendur haft til að draga ályktanir um hennar líðan. Þá hafi hún heldur ekki hitt A næstu daga.“ Magnús segist mögulega hafa hitt parið síðar Vísir hafði samband við Magnús og bar málið undir hann. Magnús kvaðst þá ekki muna nákvæmlega hvenær hann hefði hitt Ragnar og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi, en það hefði hann þó sannarlega gert. Mögulega hafi það verið nokkrum dögum síðar en hann minnti. Samkvæmt skýrslunni fékk Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, símhringingu eftir að lögreglan var kölluð að dvalarstað Ragnars, þar sem henni var greint frá málinu. Hún deildi þeim upplýsingum með Magnúsi og þáverandi formanni, Geir Þorsteinssyni. Í skýrslunni segir að KSÍ hafi ekki haft aðrar upplýsingar en að málið væri í farvegi hjá lögreglu og þar sem að það hefði átt sér stað utan landsliðsverkefnis hefði KSÍ litið svo á að það væri ekki í verkahring sambandsins heldur lögreglu að aðhafast frekar í málinu. Löngu síðar hefði sambandið fengið þær upplýsingar að kæra á hendur Ragnari hefði verið dregin til baka. Lögregla var kölluð að dvalarstað Ragnars og þáverandi eiginkonu hans aðfaranótt 5. júlí, nóttina eftir að íslenska landsliðið kom heim af EM 2016 og var hyllt á Arnarhóli fyrir árangur sinn. Landsliðsmenn skemmtu sér margir hverjir fram á nótt og var Ragnar þeirra á meðal. Það var svo á þriðja tímanum um nóttina sem lögregla var kölluð til. Nágranni hafði hringt í lögreglu vegna óláta úr íbúð Ragnars. Sá hafði hugað að þáverandi eiginkonu Ragnars sem hafði yfirgefið íbúðina á meðan Ragnar gekk berserksgang í íbúðinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Ragnar í miklu uppnámi og kastaði til húsgögnum í íbúðinni. Þegar lögregla mætti á vettvang var sjónvarpið á gólfinu, kaffivél sömuleiðis, för eftir hníf sem kastað var í vegg og íbúðin almennt í slæmu ástandi. Ragnar hafði yfirgefið íbúðina þegar lögreglu bar að garði. Í skýrslu úttektarnefndar kemur fram að Magnús hafi greint nefndinni frá því að hann hefði hitt hjónin á kaffihúsi daginn eftir að lögregla var kölluð til. Ragnar hefði þá greint honum frá því sem gerst hefði um nóttina og ekkert hefði bent til þess á þeim fundi, að sögn Magnúsar, að þáverandi eiginkona hans hefði sætt ofbeldi eða að hún hygðist leggja fram kæru á hendur Ragnars. Þessum málflutningi hefur eiginkonan þáverandi alfarið hafnað. Tengd skjöl Uttekt_a_KSIPDF1.3MBSækja skjal KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vanda treysti sér ekki til að ræða brotthvarf Eiðs: „Ég var sorgmædd í hjartanu mínu“ „Ég gat eiginlega ekkert sofið þessa nótt og leið bara ömurlega. Ég treysti mér bara ekki í þetta,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um ástæður þess að hún svaraði ekki spurningum fjölmiðla um brotthvarf Eiðs Smára Guðjohnsen. 8. desember 2021 13:27 Guðni reyndi að koma á sáttafundi Arons og meints þolanda Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, reyndi að leiða landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og meintan þolanda hópnauðgunar í Danmörku árið 2010, saman til sáttafundar í sumar. 8. desember 2021 12:36 „Þeir héldu bara áfram með lífið eins og ekkert hefði gerst, dauðfegnir að þurfa ekki að taka neina ábyrgð“ Fyrrverandi vinkona Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar sér eftir því að hafa tekið afstöðu með þeim og hafa logið fyrir þá. 8. desember 2021 11:00 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Í beinni: Kairat - Real Madrid | Madrídingar í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira
Konan segir jafnframt að Magnús hafi engar forsendur haft til að draga ályktanir um hennar líðan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍSÍ til fjölmiðla þar sem segir að úttektarnefnd ÍSÍ hafi nú uppfært skýrslu sína varðandi þetta tiltekna atriði, í úttekt sinni á viðbrögðum KSÍ við ábendingum um kynferðislegt ofbeldi á árunum 2010 til 2021. Vildi nefndin koma eftirfarandi á framfæri: „Fyrrverandi eiginkona A í máli sem fjallað er um í skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ sem birtist í gær kveður rangt sem Magnús Gylfason segir um að hafa hitt hana og þáverandi eiginmann hennar á kaffihúsi daginn eftir að lögregla var kölluð að dvalarstað þeirra vegna grunsemda um heimilisofbeldi. Hún hafi ekki hitt Magnús og A á kaffihúsi þennan dag né nokkurn annan og hún geti bent á fleiri en eitt vitni því til staðfestingar. Líðan hennar hafi heldur ekki verið með þeim hætti að hún væri að hitta neinn á kaffihúsi daginn eftir og Magnús hafi engar forsendur haft til að draga ályktanir um hennar líðan. Þá hafi hún heldur ekki hitt A næstu daga.“ Magnús segist mögulega hafa hitt parið síðar Vísir hafði samband við Magnús og bar málið undir hann. Magnús kvaðst þá ekki muna nákvæmlega hvenær hann hefði hitt Ragnar og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi, en það hefði hann þó sannarlega gert. Mögulega hafi það verið nokkrum dögum síðar en hann minnti. Samkvæmt skýrslunni fékk Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, símhringingu eftir að lögreglan var kölluð að dvalarstað Ragnars, þar sem henni var greint frá málinu. Hún deildi þeim upplýsingum með Magnúsi og þáverandi formanni, Geir Þorsteinssyni. Í skýrslunni segir að KSÍ hafi ekki haft aðrar upplýsingar en að málið væri í farvegi hjá lögreglu og þar sem að það hefði átt sér stað utan landsliðsverkefnis hefði KSÍ litið svo á að það væri ekki í verkahring sambandsins heldur lögreglu að aðhafast frekar í málinu. Löngu síðar hefði sambandið fengið þær upplýsingar að kæra á hendur Ragnari hefði verið dregin til baka. Lögregla var kölluð að dvalarstað Ragnars og þáverandi eiginkonu hans aðfaranótt 5. júlí, nóttina eftir að íslenska landsliðið kom heim af EM 2016 og var hyllt á Arnarhóli fyrir árangur sinn. Landsliðsmenn skemmtu sér margir hverjir fram á nótt og var Ragnar þeirra á meðal. Það var svo á þriðja tímanum um nóttina sem lögregla var kölluð til. Nágranni hafði hringt í lögreglu vegna óláta úr íbúð Ragnars. Sá hafði hugað að þáverandi eiginkonu Ragnars sem hafði yfirgefið íbúðina á meðan Ragnar gekk berserksgang í íbúðinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Ragnar í miklu uppnámi og kastaði til húsgögnum í íbúðinni. Þegar lögregla mætti á vettvang var sjónvarpið á gólfinu, kaffivél sömuleiðis, för eftir hníf sem kastað var í vegg og íbúðin almennt í slæmu ástandi. Ragnar hafði yfirgefið íbúðina þegar lögreglu bar að garði. Í skýrslu úttektarnefndar kemur fram að Magnús hafi greint nefndinni frá því að hann hefði hitt hjónin á kaffihúsi daginn eftir að lögregla var kölluð til. Ragnar hefði þá greint honum frá því sem gerst hefði um nóttina og ekkert hefði bent til þess á þeim fundi, að sögn Magnúsar, að þáverandi eiginkona hans hefði sætt ofbeldi eða að hún hygðist leggja fram kæru á hendur Ragnars. Þessum málflutningi hefur eiginkonan þáverandi alfarið hafnað. Tengd skjöl Uttekt_a_KSIPDF1.3MBSækja skjal
„Fyrrverandi eiginkona A í máli sem fjallað er um í skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ sem birtist í gær kveður rangt sem Magnús Gylfason segir um að hafa hitt hana og þáverandi eiginmann hennar á kaffihúsi daginn eftir að lögregla var kölluð að dvalarstað þeirra vegna grunsemda um heimilisofbeldi. Hún hafi ekki hitt Magnús og A á kaffihúsi þennan dag né nokkurn annan og hún geti bent á fleiri en eitt vitni því til staðfestingar. Líðan hennar hafi heldur ekki verið með þeim hætti að hún væri að hitta neinn á kaffihúsi daginn eftir og Magnús hafi engar forsendur haft til að draga ályktanir um hennar líðan. Þá hafi hún heldur ekki hitt A næstu daga.“
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vanda treysti sér ekki til að ræða brotthvarf Eiðs: „Ég var sorgmædd í hjartanu mínu“ „Ég gat eiginlega ekkert sofið þessa nótt og leið bara ömurlega. Ég treysti mér bara ekki í þetta,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um ástæður þess að hún svaraði ekki spurningum fjölmiðla um brotthvarf Eiðs Smára Guðjohnsen. 8. desember 2021 13:27 Guðni reyndi að koma á sáttafundi Arons og meints þolanda Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, reyndi að leiða landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og meintan þolanda hópnauðgunar í Danmörku árið 2010, saman til sáttafundar í sumar. 8. desember 2021 12:36 „Þeir héldu bara áfram með lífið eins og ekkert hefði gerst, dauðfegnir að þurfa ekki að taka neina ábyrgð“ Fyrrverandi vinkona Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar sér eftir því að hafa tekið afstöðu með þeim og hafa logið fyrir þá. 8. desember 2021 11:00 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Í beinni: Kairat - Real Madrid | Madrídingar í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira
Vanda treysti sér ekki til að ræða brotthvarf Eiðs: „Ég var sorgmædd í hjartanu mínu“ „Ég gat eiginlega ekkert sofið þessa nótt og leið bara ömurlega. Ég treysti mér bara ekki í þetta,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um ástæður þess að hún svaraði ekki spurningum fjölmiðla um brotthvarf Eiðs Smára Guðjohnsen. 8. desember 2021 13:27
Guðni reyndi að koma á sáttafundi Arons og meints þolanda Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, reyndi að leiða landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og meintan þolanda hópnauðgunar í Danmörku árið 2010, saman til sáttafundar í sumar. 8. desember 2021 12:36
„Þeir héldu bara áfram með lífið eins og ekkert hefði gerst, dauðfegnir að þurfa ekki að taka neina ábyrgð“ Fyrrverandi vinkona Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar sér eftir því að hafa tekið afstöðu með þeim og hafa logið fyrir þá. 8. desember 2021 11:00