Ungur áhorfandi hljóp óáreittur inn á völlinn til að fá mynd af sér með Magdalenu Eriksson, fyrirliði Chelsea. Hann vappaði nokkra stund um völlinn með símann á lofti og tók nokkrar myndir.
Á endanum fékk Kerr nóg af áhorfandanum og keyrði öxlina í hann með þeim afleiðingum að hann féll í grasið.
Fyrir þetta fékk Kerr gult spjald, líklega sanngjarnt þótt hún hafi bara gert það sem öryggisverðirnir á vellinum hefðu átt að gera. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.
It is very important to watch this video with sound. (I have many questions about how this dude was just allowed to wander, but I also need you to watch this with sound.) pic.twitter.com/SxARPjHI3Q
— Meg Linehan (@itsmeglinehan) December 8, 2021
Sam Kerr got booked for flooring a pitch invader during Chelsea's UCL match pic.twitter.com/ZRgGAyJQ9X
— ESPN UK (@ESPNUK) December 8, 2021
Leiknum á Kingsmeadow í London í gær lyktaði með markalausu jafntefli. Chelsea er á toppi A-riðils með ellefu stig en Juventus í 2. sætinu með átta stig, jafn mörg og Wolfsburg sem vann Servette í gær, 0-3.
Í lokaumferð riðlakeppninnar mætast Wolfsburg og Chelsea annars vegar og Juventus og Servette hins vegar.