„Þetta verður örugglega algjört ævintýri“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2021 17:50 Elvý Hreinsdóttir er afar stolt af syni sínum, Idol-stjörnunni Birki Blæ Óðinssyni. Vísir/Skjáskot Það ræðst í kvöld hvort að Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson fari með sigur af hólmi í sænsku Idol-söngkeppninni. Úrslitin hefjast í kvöld klukkan sjö að íslenskum tíma í Globen-risahöllinni í Stokkhólmi. Við hittum Elvý Hreinsdóttir, móður Birkis Blæs á Akureyri í gær, skömmu áður en hún og fjölskyldan lagði af stað til Stokkhólms til að vera viðstödd keppnina. Hún hafði alltaf trú á sínum manni. „Maður auðvitað þorði ekkert að segja það upphátt en ég verð samt alveg að viðurkenna að ég hafði alveg trú á því. Ég hef allan tímann vitað hvað hann getur. Er búin að fylgja honum í hans músík mjög lengi. Ég hef vitað lengi hversu frábær söngvari hann er,“ segir Elvý. Sænska þjóðin virðist sammála Elvý en hver töfraframmistaðan á eftir annarri hefur skilað honum örugglega í tveggja manna úrslitin. Elvý segir Birki eiga heima á sviðinu. „Það er kannski fyrir honum auðveldi parturinn af þessu Það er kannski allt hitt sem fylgir, öll viðtölin og allt stjónvarpsdæmið og það allt saman sem kannski fer aðeins út fyrir þægindarammann heldur en tónlistin sjálf,“ segir Elvý. Hún og fjölskyldan flugu út í morgun til að vera viðstödd keppnina og spenningurinn er mikill. „Þetta verður örugglega algjört ævintýri. Ég hef aldrei komið í þessa tónleikahöll, það verður gaman að sjá hann á svona stóru sviði, aldrei séð hann á svona stóru sviði, þetta verður skemmtilegt held ég,“ segir hún. Hvernig heldurðu að það verði fyrir mömmuna að sjá litla drenginn sinn á stóra sviðinu í kvöld? „Það verður bara held ég gaman, en auðvitað er ég að fara að vera rosalega stressuð. Við ætlum bara að njóta. Við erum að fara öll fjölskyldan bara að hafa gaman. Ég vona að hann njóti sín í botn og þá verður þetta bara geggjað, ekki spurning.“ Bíó og sjónvarp Akureyri Tónlist Svíþjóð Íslendingar erlendis Birkir Blær í sænska Idol Tengdar fréttir Óvænt orðinn stjarna í Svíþjóð Sigurganga Akureyringsins Birkis Blæs í sænska Idol-inu heldur áfram. Hann er kominn í fimm manna úrslit og segist allt í einu vera farinn að eygja raunverulegan möguleika á að sigra keppnina. 20. nóvember 2021 12:13 Birkir Blær kominn í úrslit sænska Idol Birkir Blær Óðinsson komst í kvöld áfram í undanúrslitaþætti sænska Idol. Hann keppir því til úrslita í keppninni á föstudaginn. 3. desember 2021 22:25 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Sjá meira
Úrslitin hefjast í kvöld klukkan sjö að íslenskum tíma í Globen-risahöllinni í Stokkhólmi. Við hittum Elvý Hreinsdóttir, móður Birkis Blæs á Akureyri í gær, skömmu áður en hún og fjölskyldan lagði af stað til Stokkhólms til að vera viðstödd keppnina. Hún hafði alltaf trú á sínum manni. „Maður auðvitað þorði ekkert að segja það upphátt en ég verð samt alveg að viðurkenna að ég hafði alveg trú á því. Ég hef allan tímann vitað hvað hann getur. Er búin að fylgja honum í hans músík mjög lengi. Ég hef vitað lengi hversu frábær söngvari hann er,“ segir Elvý. Sænska þjóðin virðist sammála Elvý en hver töfraframmistaðan á eftir annarri hefur skilað honum örugglega í tveggja manna úrslitin. Elvý segir Birki eiga heima á sviðinu. „Það er kannski fyrir honum auðveldi parturinn af þessu Það er kannski allt hitt sem fylgir, öll viðtölin og allt stjónvarpsdæmið og það allt saman sem kannski fer aðeins út fyrir þægindarammann heldur en tónlistin sjálf,“ segir Elvý. Hún og fjölskyldan flugu út í morgun til að vera viðstödd keppnina og spenningurinn er mikill. „Þetta verður örugglega algjört ævintýri. Ég hef aldrei komið í þessa tónleikahöll, það verður gaman að sjá hann á svona stóru sviði, aldrei séð hann á svona stóru sviði, þetta verður skemmtilegt held ég,“ segir hún. Hvernig heldurðu að það verði fyrir mömmuna að sjá litla drenginn sinn á stóra sviðinu í kvöld? „Það verður bara held ég gaman, en auðvitað er ég að fara að vera rosalega stressuð. Við ætlum bara að njóta. Við erum að fara öll fjölskyldan bara að hafa gaman. Ég vona að hann njóti sín í botn og þá verður þetta bara geggjað, ekki spurning.“
Bíó og sjónvarp Akureyri Tónlist Svíþjóð Íslendingar erlendis Birkir Blær í sænska Idol Tengdar fréttir Óvænt orðinn stjarna í Svíþjóð Sigurganga Akureyringsins Birkis Blæs í sænska Idol-inu heldur áfram. Hann er kominn í fimm manna úrslit og segist allt í einu vera farinn að eygja raunverulegan möguleika á að sigra keppnina. 20. nóvember 2021 12:13 Birkir Blær kominn í úrslit sænska Idol Birkir Blær Óðinsson komst í kvöld áfram í undanúrslitaþætti sænska Idol. Hann keppir því til úrslita í keppninni á föstudaginn. 3. desember 2021 22:25 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Sjá meira
Óvænt orðinn stjarna í Svíþjóð Sigurganga Akureyringsins Birkis Blæs í sænska Idol-inu heldur áfram. Hann er kominn í fimm manna úrslit og segist allt í einu vera farinn að eygja raunverulegan möguleika á að sigra keppnina. 20. nóvember 2021 12:13
Birkir Blær kominn í úrslit sænska Idol Birkir Blær Óðinsson komst í kvöld áfram í undanúrslitaþætti sænska Idol. Hann keppir því til úrslita í keppninni á föstudaginn. 3. desember 2021 22:25