Patrekur Jóhannesson: „Hrós á strákana og liðið að fara ekki að væla í hálfleik“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 10. desember 2021 22:08 Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með stigið í leikslok Vísir: Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar í handbolta var sáttur með að ná stigi þegar liðið gerði jafntefli á móti Aftureldingu 26-26. Stjarnan var undir bróðurpart leiksins og þurftu þeir að vinna upp tíu marka forskot, sem að lokum gekk. „Ég er mjög sáttur miðað við hvernig staðan var orðin og í hálfleik erum við átta mörkum undir. Við vorum bara ekki nægilega góðir í fyrri hálfleik, sérstaklega sóknarlega. Við fórum ekki af krafti í neitt, síðan erum við tíu mörkum undir í seinni hálfleik, 22-12.“ Stjörnumenn rönkuðu heldur betur við sér í seinni hálfleik og minnkuðu muninn hægt og rólega. Spennandi lokamínútur þar sem Stjarnan jafnar leikinn og náðu þeir því einu stigi í hús. „Við þéttum vörnina, fáum fleiri fríköst og förum líka aðeins aftar. Ég veit ekki um markvörsluna en eins og ég segi þá var þetta ótrúlega sætt og hrós á strákana og liðið að fara ekki að væla í hálfleik. Við komum til baka og leikurinn er í 60 mínútur.“ Aðspurður hvað var farið yfir í hálfleik sagði Patrekur að þeir hafi farið yfir hlutina sem þurfti að laga á rólegum nótum, sem gekk líka svona ljómandi vel. „Við vorum í þetta skiptið mjög rólegir og fórum yfir það að við þyrftum áfram að taka þessi færi. Við vorum að klikka töluvert af opnum færum. Svo voru Björgvin og Hafþór ekki að koma á ferðinni. Í seinni hálfleik náum við því betur og við erum að skjóta betur, taktíkin var betri. Við ræddum þetta á rólegu nótunum, við undirbjuggum þetta mjög vel. Það er ekki oft sem við erum með tvo vídeofundi dag eftir dag en við gerðum það núna. Við vorum kannski of aggresífir til að byrja með og það voru kannski mistök hjá mér. Við þéttum þetta og Sigurður í markinu ver líka réttu boltana, eins og ég segi þá verður áhugavert að kíkja á þetta.“ Hvað viltu sjá strákana gera fyrir næsta leik? „Að spila í 60 mínútur. Ef við spilum þessa ákefð og allir að vinna saman varnarlega. Ég vil ekki bara sjá það í tíu mínutur, korter, ég vil sjá það frá fyrstu mínútu. Síðan sóknarlega, það þýðir ekki að fara horfa á markið þegar þú ert tíu mörkum undir, þú þarft að gera það frá fyrstu mínútu. Ég skildi það ekki og ég var óánægður með það hjá okkur.“ Stjarnan Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Afturelding 26-26| Afturelding missti niður tíu marka forskot Stjarnan tók á móti Aftureldingu í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Afturelding með gott forskot nánast allan leikinn og lélegur lokakafli varð þeim að falli. Jafntefli niðurstaðan 26-26. 10. desember 2021 19:16 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
„Ég er mjög sáttur miðað við hvernig staðan var orðin og í hálfleik erum við átta mörkum undir. Við vorum bara ekki nægilega góðir í fyrri hálfleik, sérstaklega sóknarlega. Við fórum ekki af krafti í neitt, síðan erum við tíu mörkum undir í seinni hálfleik, 22-12.“ Stjörnumenn rönkuðu heldur betur við sér í seinni hálfleik og minnkuðu muninn hægt og rólega. Spennandi lokamínútur þar sem Stjarnan jafnar leikinn og náðu þeir því einu stigi í hús. „Við þéttum vörnina, fáum fleiri fríköst og förum líka aðeins aftar. Ég veit ekki um markvörsluna en eins og ég segi þá var þetta ótrúlega sætt og hrós á strákana og liðið að fara ekki að væla í hálfleik. Við komum til baka og leikurinn er í 60 mínútur.“ Aðspurður hvað var farið yfir í hálfleik sagði Patrekur að þeir hafi farið yfir hlutina sem þurfti að laga á rólegum nótum, sem gekk líka svona ljómandi vel. „Við vorum í þetta skiptið mjög rólegir og fórum yfir það að við þyrftum áfram að taka þessi færi. Við vorum að klikka töluvert af opnum færum. Svo voru Björgvin og Hafþór ekki að koma á ferðinni. Í seinni hálfleik náum við því betur og við erum að skjóta betur, taktíkin var betri. Við ræddum þetta á rólegu nótunum, við undirbjuggum þetta mjög vel. Það er ekki oft sem við erum með tvo vídeofundi dag eftir dag en við gerðum það núna. Við vorum kannski of aggresífir til að byrja með og það voru kannski mistök hjá mér. Við þéttum þetta og Sigurður í markinu ver líka réttu boltana, eins og ég segi þá verður áhugavert að kíkja á þetta.“ Hvað viltu sjá strákana gera fyrir næsta leik? „Að spila í 60 mínútur. Ef við spilum þessa ákefð og allir að vinna saman varnarlega. Ég vil ekki bara sjá það í tíu mínutur, korter, ég vil sjá það frá fyrstu mínútu. Síðan sóknarlega, það þýðir ekki að fara horfa á markið þegar þú ert tíu mörkum undir, þú þarft að gera það frá fyrstu mínútu. Ég skildi það ekki og ég var óánægður með það hjá okkur.“
Stjarnan Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Afturelding 26-26| Afturelding missti niður tíu marka forskot Stjarnan tók á móti Aftureldingu í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Afturelding með gott forskot nánast allan leikinn og lélegur lokakafli varð þeim að falli. Jafntefli niðurstaðan 26-26. 10. desember 2021 19:16 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Afturelding 26-26| Afturelding missti niður tíu marka forskot Stjarnan tók á móti Aftureldingu í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Afturelding með gott forskot nánast allan leikinn og lélegur lokakafli varð þeim að falli. Jafntefli niðurstaðan 26-26. 10. desember 2021 19:16