Neytendur

Jóla-Tuborg í gleri innkallaður vegna glerbrots sem fannst

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tuborg Julebryg í 330 ml flöskum hefur verið innkallaður vegna glerbrots sem fannst í slíkri flösku.
Tuborg Julebryg í 330 ml flöskum hefur verið innkallaður vegna glerbrots sem fannst í slíkri flösku. Vísir

Ölgerðin hefur ákveðið að innkalla Tuborg Julebryg í 330 ml glerflöskum vegna tilkynningar um að glerbrot hafi fundist í slíkri flösku. 

Fram kemur í tilkynningu frá Ölgerðinni að atvikið sé nú til ítarlegrar rannsóknar hjá Ölgerðinni en þar til niðurstaða í málinu liggi fyrir hafi verið ákveðið að innkalla flöskur sem framleiddar voru dagana18. nóvember 2021 og 19. nóvember 2021.

Á flöskunum segi þá að bjórinn sé bestur fyrir dagana 18.08.22 og 19.08.22. 

Viðskiptavinir sem eiga Tuborg Julebryg glerflöskur merktar „BF 18.08.22“ og „19.08.22“, „PD 18.11.21“ og „19.11.21“, Lotunúmer „02L21322“ og „02L21323“, er bent á að skila vörunni í þeirri verslun sem hún var keypt gegn endurgreiðslu eða skipti á samskonar vöru.

Þegar er farið að kalla inn flöskurnar úr verslunum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×