Guðmundur landsliðsþjálfari: Ég hef bullandi trú Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2021 10:31 Guðmundur Guðmundsson á hliðarlínunni hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM í janúar síðastliðnum. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, mætti í Seinni bylgjuna og ræddi framhaldið hjá strákunum okkar en íslenska landsliðið er á leiðinn á Evrópumeistaramótið eftir áramót. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, spurði Guðmund út í hið fræga þriggja ára plan hans og möguleikann á að fylgja því og að landsliðið verði komið í hóp átta bestu þjóðanna á næsta móti. „Þetta er alltaf þannig þegar maður er landsliðsþjálfari þá bíður maður í ofvæni eftir því að fá liðið í hendurnar. Ég vona þá að ég fái þá heila svo að þetta endi ekki þannig að við séum með tvo, þrjá, fjóra lykilmenn meidda eins og reyndin var á HM í fyrra,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. „Þá breytist myndin og sérstaklega hjá íslenska landsliðinu því þar breytist hún mjög fljótt. Þess vegna er maður ekki of mikið að tjá sig um þetta en það er alveg rétt. Ég byrjaði á uppbyggingu 2018 og fór mjög markvisst í það að fara í kynslóðaskipti,“ sagði Guðmundur. Klippa: Seinni bylgjan: Guðmundur landsliðsþjálfari um þriggja ára planið sitt „Við erum komnir núna í aðra stöðu en við erum vanir. Leikmenn voru að spila í Olís deildinni og ég veit hve margra ég var með í hópnum sem voru ennþá að spila hér á Íslandi. Þeir eru komnir í góð lið í Evrópu og það hefur mjög margt gerst á þessum tíma,“ sagði Guðmundur. Íslenska landsliðið er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Hollandi og í millriðlinum bíða væntanlega Króatía, Frakkland, Danmörk og Slóvenía komist íslenska liðið þangað. „Nú er bara spurningin hvort við séum komnir nægilega langt til þess að taka næsta skref. Það yrði frábær árangur að komast á topp tíu á EM. Þetta er mjög erfitt mót og til þess að ná því þá þurfum við í fyrsta lagi að komast upp úr riðlinum að sjálfsögðu sem við höfum náð á síðustu þremur stórmótum. Við þurfum þá líka að ná að vinna lið í milliriðlinum,“ sagði Guðmundur. „Þar eru andstæðingarnir ógnarsterkir en það er allt mögulegt í þessu. Ég hef bullandi trú á þessum hóp og ég var mjög ánægður með æfingavikuna nú í nóvember. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því og maður þarf að átta sig á því að ég er ekki kominn með hópinn í hendurnar og ég veit ekki hvernig hann mun á endanum líta út. Sleppum við við meiðsli og verða lykilmenn okkar með,“ sagði Guðmundur eins og sjá má hér fyrir ofan. EM 2020 í handbolta Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, spurði Guðmund út í hið fræga þriggja ára plan hans og möguleikann á að fylgja því og að landsliðið verði komið í hóp átta bestu þjóðanna á næsta móti. „Þetta er alltaf þannig þegar maður er landsliðsþjálfari þá bíður maður í ofvæni eftir því að fá liðið í hendurnar. Ég vona þá að ég fái þá heila svo að þetta endi ekki þannig að við séum með tvo, þrjá, fjóra lykilmenn meidda eins og reyndin var á HM í fyrra,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. „Þá breytist myndin og sérstaklega hjá íslenska landsliðinu því þar breytist hún mjög fljótt. Þess vegna er maður ekki of mikið að tjá sig um þetta en það er alveg rétt. Ég byrjaði á uppbyggingu 2018 og fór mjög markvisst í það að fara í kynslóðaskipti,“ sagði Guðmundur. Klippa: Seinni bylgjan: Guðmundur landsliðsþjálfari um þriggja ára planið sitt „Við erum komnir núna í aðra stöðu en við erum vanir. Leikmenn voru að spila í Olís deildinni og ég veit hve margra ég var með í hópnum sem voru ennþá að spila hér á Íslandi. Þeir eru komnir í góð lið í Evrópu og það hefur mjög margt gerst á þessum tíma,“ sagði Guðmundur. Íslenska landsliðið er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Hollandi og í millriðlinum bíða væntanlega Króatía, Frakkland, Danmörk og Slóvenía komist íslenska liðið þangað. „Nú er bara spurningin hvort við séum komnir nægilega langt til þess að taka næsta skref. Það yrði frábær árangur að komast á topp tíu á EM. Þetta er mjög erfitt mót og til þess að ná því þá þurfum við í fyrsta lagi að komast upp úr riðlinum að sjálfsögðu sem við höfum náð á síðustu þremur stórmótum. Við þurfum þá líka að ná að vinna lið í milliriðlinum,“ sagði Guðmundur. „Þar eru andstæðingarnir ógnarsterkir en það er allt mögulegt í þessu. Ég hef bullandi trú á þessum hóp og ég var mjög ánægður með æfingavikuna nú í nóvember. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því og maður þarf að átta sig á því að ég er ekki kominn með hópinn í hendurnar og ég veit ekki hvernig hann mun á endanum líta út. Sleppum við við meiðsli og verða lykilmenn okkar með,“ sagði Guðmundur eins og sjá má hér fyrir ofan.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni