Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Afturelding 36-35 | Stjörnumenn áfram eftir tvíframlengdan leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2021 22:40 Leó Snær Pétursson var markahæstur Stjörnumanna gegn Mosfellingum með átta mörk. vísir/hulda margrét Hjálmtýr Alfreðsson skoraði 35. og síðasta mark Stjörnunnar og Arnór Freyr Stefánsson tryggði Garðbæingum svo sigurinn með því að verja tvívegis frá Blæ Hinrikssyni í lokasókn Mosfellinga. Leó Snær Pétursson skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna og Hjálmtýr og Björgvin Hólmgeirsson með sitt hvor sex mörkin. Arnór Freyr varði nítján skot í marki heimamanna, eða 39 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Blær skoraði tíu mörk fyrir Aftureldingu og Árni Bragi Eyjólfsson átta. Andri Sigmarsson Scheving varði sautján skot (fjörutíu prósent). Þetta var annar leikur liðanna á fimm dögum en þau áttust við í Olís-deildinni á föstudaginn. Þau gerðu þá jafntefli, 26-26, en Stjarnan vann upp tíu marka forskot Aftureldingar á síðustu 22 mínútunum. Að þessu sinni var komið að Stjörnumönnum að glutra niður góðu forskoti en sem betur fer fyrir þá kom það ekki að sök. Bæði lið voru heldur dauf framan af fyrri hálfleik en menn hresstust heldur síðustu tíu mínútur hans. Stjarnan byrjaði betur og var með frumkvæðið til að byrja með. Heimamenn komust í 6-4 en gestirnir svöruðu með fimm mörkum í röð og náðu þriggja marka forskoti. Sóknarleikur Stjörnumanna var afleitur á þessum kafla og þeir skoruðu ekki í níu mínútur. En eftir að Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, bætti sjöunda sóknarmanninum við kom betri bragur á leik heimamanna og þeir voru bara marki undir í hálfleik, 13-14. Þrándur Gíslason Roth fór mikinn í fyrri hálfleik, skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum og fiskaði eitt vítakast. Afturelding skoraði fyrsta mark seinni hálfleik en Stjarnan næstu fjögur og komst tveimur mörkum yfir, 17-15. Mosfellingar jöfnuðu sig fljótt á þessu og liðin héldust í hendur næstu mínútur. Þorsteinn Leó Gunnarsson jafnaði fyrir Aftureldingu, 26-26, en Stjarnan skoraði þrjú mörk í röð og var í kjörstöðu, 29-26 yfir, þegar fjórar mínútur voru eftir. En að þessu sinni var komið að Mosfellingum að vinna upp forskot Stjörnumanna undir lokin. Blær minnkaði muninn í tvö mörk, 29-27, og skoraði svo aftur eftir að Leó fékk brottvísun fyrir brot á Þrándi. Stjörnumenn glutruðu boltanum frá sér í lokasókn sinni og Mosfellingar fengu því tækifæri til að jafna. Og það gerði Þorsteinn Leó. Eftir smá hik í sókn Aftureldingar tók hann af skarið, lyfti sér upp, skoraði og jafnaði í 29-29. Afturelding skoraði fyrstu tvö mörk fyrri framlengingarinnar og Stjarnan missti svo mann af velli. Mosfellingar nýttu sér það illa og Stjörnumenn skoruðu næstu þrjú mörk og komust yfir, 32-31. Blær jafnaði úr víti, 32-32, og Afturelding fékk svo tækifæri til að vinna leikinn í lokasókn sinni en skot Þorsteins Leó fór í varnarvegg Stjörnunnar. Því þurfti að framlengja öðru sinni. Í seinni framlengingunni var farið að draga mjög af mönnum. Stjarnan var alltaf á undan að skora en Afturelding jafnaði í þrígang. Hjálmtýr kom Stjörnunni yfir, 36-35, þegar tæp mínúta var eftir. Blær fékk tvö tækifæri til að jafna í lokasókn Aftureldingar en Arnór Freyr sá við honum í bæði skiptin. Stjörnumenn fögnuðu því sigri, 36-35, eftir maraþonleik. Af hverju vann Stjarnan? Það er erfitt að taka nokkur atriði út eftir svona jafnan og spennandi leik. Bæði lið virtust vera búin að vinna og tapa leiknum nokkrum sinnum en á endanum féllu hlutirnir með Stjörnunni. Hjálmtýr var ískaldur í seinni framlengingunni þar sem hann skoraði þrjú af fjórum mörkum Garðbæinga og reyndist örlagavaldurinn eins og á föstudaginn þegar hann skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar. Hverjir stóðu upp úr? Leó átti glansleik þar til undir lokin. Hann skoraði úr fyrstu átta skotum sínum en klikkaði svo á þremur skotum í röð og fékk brottvísun sem reyndist dýr. Hjálmtýr var frábær á báðum endum vallarins, Björgvin drjúgur og Sverrir Eyjólfsson lék stórvel á línunni hjá Stjörnunni og skoraði fimm mörk úr jafn mörgum skotum. Þá varði Arnór Freyr mikilvæg skot í marki heimamanna. Árni Bragi átti frábæran leik fyrir Aftureldingu og Blær er allur að koma til eftir rólega byrjun á tímabilinu. Hann skoraði sjö mörk í deildarleiknum á föstudaginn og fylgdi því eftir með tíu mörkum í kvöld. Þrándur var einnig öflugur og Andri varði vel eftir að hann kom aftur í markið í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Hægri skyttur liðanna áttu ekki góðan leik. Hafþór Vignisson hefur verið einn besti leikmaður Olís-deildarinnar í vetur en náði sér engan veginn á strik og var með fjögur mörk úr tólf skotum. Hinum megin var Birkir Benediktsson með þrjú mörk úr átta skotum. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga útileiki á föstudaginn, í síðustu umferð Olís-deildarinnar fyrir jólafrí. Stjarnan sækir þá ÍBV heim á meðan Afturelding fer á Ásvelli og mætir þar Haukum. Patrekur: Vil hrósa strákunum því þetta reyndi á taugarnar Strákarnir hans Patreks Jóhannessonar eru komnir áfram í sextán liða úrslit Coca Cola bikarsins.vísir/hulda margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var merkilega rólegur eftir sigurinn á Aftureldingu í kvöld, enda ekki að byrja í bransanum. „Það var sáralítið sem skildi að. Arnór [Freyr Stefánsson] varði bolta í restina. Þetta var búið að gerast svo oft að maður var eiginlega orðinn rólegur,“ sagði Patrekur og vísaði þar til sveiflanna í leiknum. „Þetta var hörkuleikur. Bæði lið áttu góða kafla en hikstuðu á milli. Ég er ánægður með að við skildum vinna en þetta var mjög jafnt.“ Þetta var annar leikur Aftureldingar og Stjörnunnar á fimm dögum en þau gerðu jafntefli, 26-26, í Olís-deildinni á föstudaginn. Þar unnu Stjörnumenn upp tíu marka forskot Mosfellinga á síðustu 22 mínútum leiksins. „Í heildina spiluðum við betur,“ sagði Patrekur um muninn milli leikjanna. „Við erum að spila voða mikið á sömu mönnunum og þetta voru áttatíu mínútur. Sóknin var stundum svolítið hæg og þess vegna fór ég í sjö á sex á köflum og það gekk ágætlega. Ég vil hrósa strákunum því þetta reyndi á taugarnar en við vorum kannski heppnari í restina.“ Hjálmtýr Alfreðsson hefur fengið stærra hlutverk hjá Stjörnunni í fjarveru Dags Gautasonar. Hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Aftureldingu á föstudaginn og sigurmarkið í leiknum í kvöld. Patrekur gat ekki annað en verið sáttur með strákinn. „Þetta er algjör öðlingur, þessi drengur. Ég var búinn að segja við hann að ég tæki hann út af ef hann færi úr færunum. Hann klikkaði mikið gegn Víkingi og Aftureldingu síðast en hann tók stóru skotin í dag og þorði og það er frábært að vera með hann og Dag,“ sagði Patrekur að lokum. Blær: Gerðum fullt af mistökum en komum alltaf sterkari til baka Blær Hinriksson hefur skorað samtals sautján mörk í síðustu tveimur leikjum Aftureldingar.vísir/hulda margrét Blær Hinriksson var skiljanlega svekktur eftir tap Aftureldingar fyrir Stjörnunni í kvöld. Blær skoraði tíu mörk og var markahæstur á vellinum en klikkaði á tveimur skotum í lokasókn Aftureldingar. „Mér líður ömurlega. Við lögðum allt í þetta, bókstaflega allt, og þetta hefði getað fallið hvoru megin sem var en þetta féll með Stjörnunni. Ég tók af skarið undir lokin en klúðraði. Það gerist ekki aftur. Annað hvort er maður hetjan eða skúrkurinn og í dag var ég skúrkurinn,“ sagði Blær eftir leik. Hann kvaðst ánægður með frammistöðu Aftureldingar í leiknum og stoltur af sínu liði. „Mér fannst við spila vel á köflum. Auðvitað duttum við niður og Stjarnan tók af skarið en heilt yfir spiluðum við mjög fínan leik og gáfumst aldrei upp. Við gerðum fullt af mistökum en komum alltaf sterkari til baka,“ sagði Blær. Stjarnan og Afturelding mættust í Olís-deildinni á föstudaginn þar sem liðin gerðu jafntefli, 26-26, eftir að Mosfellingar höfðu leitt með tíu mörkum, 12-22, þegar 22 mínútur voru eftir. Blær viðurkennir að sá leikur hafi setið í leikmönnum Aftureldingar. „Auðvitað, við vorum brjálaðir eftir þann leik og ætluðum svoleiðis að hefna okkar. Því miður fór þetta svona en ég er stoltur af liðinu og það er bara áfram gakk,“ sagði Blær að lokum. Íslenski handboltinn Stjarnan Afturelding
Hjálmtýr Alfreðsson skoraði 35. og síðasta mark Stjörnunnar og Arnór Freyr Stefánsson tryggði Garðbæingum svo sigurinn með því að verja tvívegis frá Blæ Hinrikssyni í lokasókn Mosfellinga. Leó Snær Pétursson skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna og Hjálmtýr og Björgvin Hólmgeirsson með sitt hvor sex mörkin. Arnór Freyr varði nítján skot í marki heimamanna, eða 39 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Blær skoraði tíu mörk fyrir Aftureldingu og Árni Bragi Eyjólfsson átta. Andri Sigmarsson Scheving varði sautján skot (fjörutíu prósent). Þetta var annar leikur liðanna á fimm dögum en þau áttust við í Olís-deildinni á föstudaginn. Þau gerðu þá jafntefli, 26-26, en Stjarnan vann upp tíu marka forskot Aftureldingar á síðustu 22 mínútunum. Að þessu sinni var komið að Stjörnumönnum að glutra niður góðu forskoti en sem betur fer fyrir þá kom það ekki að sök. Bæði lið voru heldur dauf framan af fyrri hálfleik en menn hresstust heldur síðustu tíu mínútur hans. Stjarnan byrjaði betur og var með frumkvæðið til að byrja með. Heimamenn komust í 6-4 en gestirnir svöruðu með fimm mörkum í röð og náðu þriggja marka forskoti. Sóknarleikur Stjörnumanna var afleitur á þessum kafla og þeir skoruðu ekki í níu mínútur. En eftir að Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, bætti sjöunda sóknarmanninum við kom betri bragur á leik heimamanna og þeir voru bara marki undir í hálfleik, 13-14. Þrándur Gíslason Roth fór mikinn í fyrri hálfleik, skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum og fiskaði eitt vítakast. Afturelding skoraði fyrsta mark seinni hálfleik en Stjarnan næstu fjögur og komst tveimur mörkum yfir, 17-15. Mosfellingar jöfnuðu sig fljótt á þessu og liðin héldust í hendur næstu mínútur. Þorsteinn Leó Gunnarsson jafnaði fyrir Aftureldingu, 26-26, en Stjarnan skoraði þrjú mörk í röð og var í kjörstöðu, 29-26 yfir, þegar fjórar mínútur voru eftir. En að þessu sinni var komið að Mosfellingum að vinna upp forskot Stjörnumanna undir lokin. Blær minnkaði muninn í tvö mörk, 29-27, og skoraði svo aftur eftir að Leó fékk brottvísun fyrir brot á Þrándi. Stjörnumenn glutruðu boltanum frá sér í lokasókn sinni og Mosfellingar fengu því tækifæri til að jafna. Og það gerði Þorsteinn Leó. Eftir smá hik í sókn Aftureldingar tók hann af skarið, lyfti sér upp, skoraði og jafnaði í 29-29. Afturelding skoraði fyrstu tvö mörk fyrri framlengingarinnar og Stjarnan missti svo mann af velli. Mosfellingar nýttu sér það illa og Stjörnumenn skoruðu næstu þrjú mörk og komust yfir, 32-31. Blær jafnaði úr víti, 32-32, og Afturelding fékk svo tækifæri til að vinna leikinn í lokasókn sinni en skot Þorsteins Leó fór í varnarvegg Stjörnunnar. Því þurfti að framlengja öðru sinni. Í seinni framlengingunni var farið að draga mjög af mönnum. Stjarnan var alltaf á undan að skora en Afturelding jafnaði í þrígang. Hjálmtýr kom Stjörnunni yfir, 36-35, þegar tæp mínúta var eftir. Blær fékk tvö tækifæri til að jafna í lokasókn Aftureldingar en Arnór Freyr sá við honum í bæði skiptin. Stjörnumenn fögnuðu því sigri, 36-35, eftir maraþonleik. Af hverju vann Stjarnan? Það er erfitt að taka nokkur atriði út eftir svona jafnan og spennandi leik. Bæði lið virtust vera búin að vinna og tapa leiknum nokkrum sinnum en á endanum féllu hlutirnir með Stjörnunni. Hjálmtýr var ískaldur í seinni framlengingunni þar sem hann skoraði þrjú af fjórum mörkum Garðbæinga og reyndist örlagavaldurinn eins og á föstudaginn þegar hann skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar. Hverjir stóðu upp úr? Leó átti glansleik þar til undir lokin. Hann skoraði úr fyrstu átta skotum sínum en klikkaði svo á þremur skotum í röð og fékk brottvísun sem reyndist dýr. Hjálmtýr var frábær á báðum endum vallarins, Björgvin drjúgur og Sverrir Eyjólfsson lék stórvel á línunni hjá Stjörnunni og skoraði fimm mörk úr jafn mörgum skotum. Þá varði Arnór Freyr mikilvæg skot í marki heimamanna. Árni Bragi átti frábæran leik fyrir Aftureldingu og Blær er allur að koma til eftir rólega byrjun á tímabilinu. Hann skoraði sjö mörk í deildarleiknum á föstudaginn og fylgdi því eftir með tíu mörkum í kvöld. Þrándur var einnig öflugur og Andri varði vel eftir að hann kom aftur í markið í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Hægri skyttur liðanna áttu ekki góðan leik. Hafþór Vignisson hefur verið einn besti leikmaður Olís-deildarinnar í vetur en náði sér engan veginn á strik og var með fjögur mörk úr tólf skotum. Hinum megin var Birkir Benediktsson með þrjú mörk úr átta skotum. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga útileiki á föstudaginn, í síðustu umferð Olís-deildarinnar fyrir jólafrí. Stjarnan sækir þá ÍBV heim á meðan Afturelding fer á Ásvelli og mætir þar Haukum. Patrekur: Vil hrósa strákunum því þetta reyndi á taugarnar Strákarnir hans Patreks Jóhannessonar eru komnir áfram í sextán liða úrslit Coca Cola bikarsins.vísir/hulda margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var merkilega rólegur eftir sigurinn á Aftureldingu í kvöld, enda ekki að byrja í bransanum. „Það var sáralítið sem skildi að. Arnór [Freyr Stefánsson] varði bolta í restina. Þetta var búið að gerast svo oft að maður var eiginlega orðinn rólegur,“ sagði Patrekur og vísaði þar til sveiflanna í leiknum. „Þetta var hörkuleikur. Bæði lið áttu góða kafla en hikstuðu á milli. Ég er ánægður með að við skildum vinna en þetta var mjög jafnt.“ Þetta var annar leikur Aftureldingar og Stjörnunnar á fimm dögum en þau gerðu jafntefli, 26-26, í Olís-deildinni á föstudaginn. Þar unnu Stjörnumenn upp tíu marka forskot Mosfellinga á síðustu 22 mínútum leiksins. „Í heildina spiluðum við betur,“ sagði Patrekur um muninn milli leikjanna. „Við erum að spila voða mikið á sömu mönnunum og þetta voru áttatíu mínútur. Sóknin var stundum svolítið hæg og þess vegna fór ég í sjö á sex á köflum og það gekk ágætlega. Ég vil hrósa strákunum því þetta reyndi á taugarnar en við vorum kannski heppnari í restina.“ Hjálmtýr Alfreðsson hefur fengið stærra hlutverk hjá Stjörnunni í fjarveru Dags Gautasonar. Hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Aftureldingu á föstudaginn og sigurmarkið í leiknum í kvöld. Patrekur gat ekki annað en verið sáttur með strákinn. „Þetta er algjör öðlingur, þessi drengur. Ég var búinn að segja við hann að ég tæki hann út af ef hann færi úr færunum. Hann klikkaði mikið gegn Víkingi og Aftureldingu síðast en hann tók stóru skotin í dag og þorði og það er frábært að vera með hann og Dag,“ sagði Patrekur að lokum. Blær: Gerðum fullt af mistökum en komum alltaf sterkari til baka Blær Hinriksson hefur skorað samtals sautján mörk í síðustu tveimur leikjum Aftureldingar.vísir/hulda margrét Blær Hinriksson var skiljanlega svekktur eftir tap Aftureldingar fyrir Stjörnunni í kvöld. Blær skoraði tíu mörk og var markahæstur á vellinum en klikkaði á tveimur skotum í lokasókn Aftureldingar. „Mér líður ömurlega. Við lögðum allt í þetta, bókstaflega allt, og þetta hefði getað fallið hvoru megin sem var en þetta féll með Stjörnunni. Ég tók af skarið undir lokin en klúðraði. Það gerist ekki aftur. Annað hvort er maður hetjan eða skúrkurinn og í dag var ég skúrkurinn,“ sagði Blær eftir leik. Hann kvaðst ánægður með frammistöðu Aftureldingar í leiknum og stoltur af sínu liði. „Mér fannst við spila vel á köflum. Auðvitað duttum við niður og Stjarnan tók af skarið en heilt yfir spiluðum við mjög fínan leik og gáfumst aldrei upp. Við gerðum fullt af mistökum en komum alltaf sterkari til baka,“ sagði Blær. Stjarnan og Afturelding mættust í Olís-deildinni á föstudaginn þar sem liðin gerðu jafntefli, 26-26, eftir að Mosfellingar höfðu leitt með tíu mörkum, 12-22, þegar 22 mínútur voru eftir. Blær viðurkennir að sá leikur hafi setið í leikmönnum Aftureldingar. „Auðvitað, við vorum brjálaðir eftir þann leik og ætluðum svoleiðis að hefna okkar. Því miður fór þetta svona en ég er stoltur af liðinu og það er bara áfram gakk,“ sagði Blær að lokum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti