Leikurinn var síðari leikur liðanna í umspili, en Halmstad hafði unnið fyrri leikinn 0-1.
Wilhelm Loeper kom gestunum í Helsingborg yfir á 32. mínútu, en Samuel Kroon jafnaði metin sjö mínútum síðar og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks.
Böðvar var tekinn af velli á 64. mínútu og lengi vel leit út fyrir að jafntefli yrði niðurstaðan. Anthony van den Hurk kom gestunum þó í 1-2 þegar um fimm mínútur voru til leiksloka, og varamaðurinn Rasmus Karjalainen gulltryggði 1-3 sigur Helsingborg.
Samanlögð niðurstaða varð 3-2 sigur Helsingborg og Böðvar og félagar taka því sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili á kostnað Halmstad sem fellur.
VI GJORDE DET! pic.twitter.com/pDxLBAjPZM
— Helsingborgs IF (@HelsingborgsIF) December 14, 2021