Þættirnir Verbúðin eru kynntir erlendis sem Blackport. Leikstjórar þáttanna eru Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og María Reyndal. Verbúðina framleiddi Vesturport, þau Nana Alfredsdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Nína Dögg Filippusdóttir.
Þættirnir fjalla um vini sem búa vestur á fjörðum og fara í sjávarútvegsbransann árið 1983 þegar kvótakerfið er að verða til. Björn sagði sig frá Netflix-þáttunum The Witcher vegna Verbúðarinnar. Þættirnir hafa hlotið mikið lof og hafa meðal annars fengið verðlaun í Frakklandi og á Spáni.

Hinar þáttaraðirnar sem tilnefndar eru til verðlaunanna eru Jordbrukerne frá Noregi, Vi i villa frá Svíþjóð, Transport frá Finnlandi og Det største frá Danmörku.
Hér fyrir neðan má sjá stikluna fyrir þættina Verbúðin.