Handbolti

Þórir kominn með norska liðið í undan­úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nora Mørk var markahæst í norska liðinu í dag.
Nora Mørk var markahæst í norska liðinu í dag. Henk Seppen/Getty Images

Þórir Hergeirsson stýrði norska landsliðinu til sigurs gegn Rússlandi á HM kvenna í handbolta í dag. Noregur vann öruggan sex marka sigur, 34-28, og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum mótsins.

Rússneska liðið skoraði fyrsta mark leiksins en eftir að Noregur jafnaði í 2-2 komst Rússland aldrei yfir á nýjan leik. Noregur náði fljótlega upp fínu forskoti og var fjórum mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 19-15.

Rússland náði að minnka muninn niður í tvö mörk í síðari hálfleik en þá skoraði Noregur fjögur mörk í röð og gerði nánast út um leikinn. Mest náði norska liðið átta marka forystu en vann á endanum góðan sex marka sigur og er því komið í undanúrslit HM þar sem gestgjafarnir, Spánn, bíða.

Nora Mørk var markahæst í liði Noregs með níu mörk, Silje Solberg kom þar á eftir með sjö og Kari Brattset Dale skoraði fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×