Arnari varð ekki að ósk sinni: Ferðast 17.000 kílómetra á tveimur vikum Sindri Sverrisson skrifar 17. desember 2021 11:31 Arnar Þór Viðarsson verður á faraldsfæti í júní þegar keppni í Þjóðadeildinni hefst með fjórum leikjum á tveimur vikum. EPA-EFE/Friedemann Vogel Ef horft er til ferðakostnaðar og koltvísýringslosunar þá hefði niðurstaðan varðandi íslenska landsliðið vart getað orðið verri þegar dregið var í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í fótbolta í gær. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hjálpar svo ekki til með leikjaniðurröðun sinni. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta dróst í riðil með Ísrael, Rússlandi og Albaníu, í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fjórir fyrstu leikirnir verða á tveimur vikum í júní, til skiptis heima og að heiman. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sat fyrir svörum á blaðamannafundi strax eftir dráttinn og kvaðst þá vonast til þess að Ísland fengi að spila tvo heimaleiki eða tvo útileiki í röð, til að draga aðeins úr ferðalögunum sem keppninni fylgja. Honum varð ekki að ósk sinni. UEFA hefur nú raðað niður leikjunum og svona er leikjadagskrá Íslands: Leikir Íslands í Þjóðadeildinni 2022: Fimmtudagurinn 2. júní Ísrael - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 6. júní Ísland - Albanía kl. 18:45 Föstudagurinn 10. júní Rússland - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 13. júní Ísland - Ísrael kl. 18:45 Laugardagurinn 24. september Ísland - Rússland kl. 13:00 Þriðjudagurinn 27. september Albanía - Ísland kl. 18:45 Þetta þýðir að á fyrstu tveimur vikum júnímánaðar munu Arnar og hans nýi aðstoðarþjálfari, sem vonir standa til að verði ráðinn fyrir árslok, vera á miklu flakki ásamt leikmönnum íslenska landsliðsins til að spila fjóra leiki. Mikið ferðalag Miðað við ferðalag frá Íslandi til Ísraels í fyrsta leik, heim aftur fyrir leik tvö, ferð til Moskvu í þriðja leik og heim aftur fyrir heimaleikinn við Ísrael 13. júní, ferðast íslenski hópurinn um það bil 17.000 kílómetra, miðað við beint flug. Áður en leikjadagskráin lá fyrir sagði Arnar í gær: „Mín reynsla frá árinu 2021 segir mér það bara að þetta var rosalega erfitt þegar við vorum í þessum þriggja leikja gluggum, og fjórir leikir verða bara ennþá meira krefjandi. Ég vona auðvitað að við fáum tvo heimaleiki eða tvo útileiki til að byrja með þannig að ferðalögin verði sem minnst. Við erum bara þannig samband að okkar batterí í kringum liðið er alltaf minna en hjá andstæðingunum.“ Efsta lið riðilsins í lok riðlakeppninnar í september vinnur sér sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar en neðsta liðið fellur í C-deild. UEFA hefur ekki gefið út hvaða áhrif Þjóðadeildin mun hafa á undankeppni EM 2024 en það á að vera orðið ljóst áður en keppni í Þjóðadeildinni hefst í júní. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta dróst í riðil með Ísrael, Rússlandi og Albaníu, í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fjórir fyrstu leikirnir verða á tveimur vikum í júní, til skiptis heima og að heiman. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sat fyrir svörum á blaðamannafundi strax eftir dráttinn og kvaðst þá vonast til þess að Ísland fengi að spila tvo heimaleiki eða tvo útileiki í röð, til að draga aðeins úr ferðalögunum sem keppninni fylgja. Honum varð ekki að ósk sinni. UEFA hefur nú raðað niður leikjunum og svona er leikjadagskrá Íslands: Leikir Íslands í Þjóðadeildinni 2022: Fimmtudagurinn 2. júní Ísrael - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 6. júní Ísland - Albanía kl. 18:45 Föstudagurinn 10. júní Rússland - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 13. júní Ísland - Ísrael kl. 18:45 Laugardagurinn 24. september Ísland - Rússland kl. 13:00 Þriðjudagurinn 27. september Albanía - Ísland kl. 18:45 Þetta þýðir að á fyrstu tveimur vikum júnímánaðar munu Arnar og hans nýi aðstoðarþjálfari, sem vonir standa til að verði ráðinn fyrir árslok, vera á miklu flakki ásamt leikmönnum íslenska landsliðsins til að spila fjóra leiki. Mikið ferðalag Miðað við ferðalag frá Íslandi til Ísraels í fyrsta leik, heim aftur fyrir leik tvö, ferð til Moskvu í þriðja leik og heim aftur fyrir heimaleikinn við Ísrael 13. júní, ferðast íslenski hópurinn um það bil 17.000 kílómetra, miðað við beint flug. Áður en leikjadagskráin lá fyrir sagði Arnar í gær: „Mín reynsla frá árinu 2021 segir mér það bara að þetta var rosalega erfitt þegar við vorum í þessum þriggja leikja gluggum, og fjórir leikir verða bara ennþá meira krefjandi. Ég vona auðvitað að við fáum tvo heimaleiki eða tvo útileiki til að byrja með þannig að ferðalögin verði sem minnst. Við erum bara þannig samband að okkar batterí í kringum liðið er alltaf minna en hjá andstæðingunum.“ Efsta lið riðilsins í lok riðlakeppninnar í september vinnur sér sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar en neðsta liðið fellur í C-deild. UEFA hefur ekki gefið út hvaða áhrif Þjóðadeildin mun hafa á undankeppni EM 2024 en það á að vera orðið ljóst áður en keppni í Þjóðadeildinni hefst í júní.
Leikir Íslands í Þjóðadeildinni 2022: Fimmtudagurinn 2. júní Ísrael - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 6. júní Ísland - Albanía kl. 18:45 Föstudagurinn 10. júní Rússland - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 13. júní Ísland - Ísrael kl. 18:45 Laugardagurinn 24. september Ísland - Rússland kl. 13:00 Þriðjudagurinn 27. september Albanía - Ísland kl. 18:45
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira