Áskorun að kaupa alltaf tvær gjafir fyrir frúna í desember Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. desember 2021 10:01 Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Reiknistofu lífeyrissjóða (RL) og bæjarfulltrúi í Garðabæ veit ekki hvort það telst miðaldra þegar að B-maður eins og hann er farinn að vakna klukkan sex á laugardagsmorgnum til að fara út að hlaupa. Hann segir Garðabæ óþrjótandi uppspretta hlaupaleiða utanvega og á stígum við ströndina. Almar er spenntur fyrir fjölnota íþróttahúsi sem senn verður tekið í notkun í Vetrarmýri og hann barðist fyrir að myndi rísa. Vísir/Vilhelm Það er í nægu að snúast hjá Almari Guðmundssyni framkvæmdastjóra Reiknistofu lífeyrissjóða (RL) og bæjarfulltrúa í Garðabæ. Enda eru þau sjö á heimili, margt að gerast í vinnunni og til viðbótar við jólin á frúin líka afmæli í desember. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna oftast klukkan hálf átta.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Fyrsti kaffibollinn er oftast mjög kærkominn og er þar af leiðandi fyrstur á dagskrá. Frúin fer oftast á undan mér til vinnu þannig að morgunverkin eru að útbúa nesti og koma grunnskóladrengjunum af stað út í daginn. Þeir eru blessunarlega minni B menn en ég. Langhlaup eru orðin að lífstíl hjá mér og við hjónin deilum því áhugamáli. Ég hef hlaupið nokkur maraþon, reyndar flest á COVID tímum þannig að ég á ekki marga gilda tíma, en er að alltaf að bæta mig. Hlaupin eru frábært andlegt meðal, fyrir utan áhrifin á þrek og líkamsástand. Við höfum kynnst frábæra fólki í kringum Hlaupahóp Stjörnunnar og svo er ég líka partur af hinum mystíska hlaupahóp HHHC, sem „straujar yfir stígana“ á laugardagsmorgnum klukkan sjö. Það er auðvitað rannsóknarefni hvernig B maðurinn ég er kominn í þá stöðu að vakna klukkan sex, hendast í spandex og út að hlaupa. Miðaldra? Hvaða jólagjöf finnst þér vera erfiðasta jólagjöfin að velja um hver jól? „Ég datt í lukkupottinn þegar ég kynntist Guðrúnu minni. Hennar helsti galli er að hún er fædd 12.desember. Það er því alltaf áskorun að velja jólagjöf strax eftir afmælið þó að ég fái oftast góðlátlegar ábendingar og hugmyndir að lausnum! Þetta er líklega bara í anda snillinganna í Nýdönsk „Erfitt en gaman“.“ Það er í nægu að snúast í vinnunni hjá RL þessa dagana og segir Almar að fljótlega verði auglýst eftir fleira starfsfólki þar. Það er líka í nægu að snúast alla daga á sjö manna heimili en í desember er það viss áskorun að frúin skuli eiga afmæli stuttu fyrir jól sem þýðir tvöföld gjafakaup. Sem betur fer segir Almar að eiginkonan laumi oft að honum góðlátlegum ábendingum og létti þannig undir gjafakaupaálaginu.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „RL, sem er í eigu tíu lífeyrissjóða, á hugbúnaðarkerfið Jóakim sem heldur m.a. utan um iðgjaldainnheimtu, verðbréfavörslu og lífeyrisgreiðslur. Við hjá RL vinnum að því að yfirtaka rekstur hugbúnaðarkerfisins Jóakims þessar vikunnar. Það er því að mörgu að huga. Núna erum við til að mynda að fara í mannaráðningar og munum setja atvinnuauglýsingar í loftið mjög fljótlega. Ég kom inn í verkefnið síðastliðið vor og það hefur verið einstaklega skemmtilegt að kynnast metnaðarfullu og skemmtilegu fólki innan lífeyrissjóða og sem starfa við rekstur kerfisins. Hluti af verkefninu er síðan að útfæra framtíðarsýn varðandi rekstur upplýsingakerfa fyrir eigendur RL. Það verður mjög spennandi verkefni. Ég er síðan bæjarfulltrúi í Garðabæ og sit í bæjarráði ásamt því að vera formaður Fjölskylduráðs. Á þeim vettvangi er nóg að gera og ég starfa með frábæru fólki. Ég hlakka til dæmis sérstaklega til þegar nýtt fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri verður tekið í notkun, sem er einkar glæsilegt og kemur í góðar þarfir. Ég er stoltur af því að hafa barist fyrir því að húsi rísi og að hafa tekið þátt í undirbúningsvinnu við útboð og þarfagreiningu. Svo má ekki gleyma að við eru sjö á heimilinu, þannig að það falla alltaf til næg verkefni á þeim vígstöðvum.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég reyni, ef ég kem því við, að hafa fundalétta/-lausa daga og síðan aðra þar sem meira er um fundi. Það er nú öll spekin. Ég er síðan mikill skorpumaður. Vinn mjög ákveðið og vel þegar mikið liggur við og fæ mikið út úr því að vinna undir pressu. Ég þarf samt á móti að velja mér öðruvísi verkefni strax eftir skorpurnar, sem eru þá léttari fyrir hugann og eins verkefni sem næra mann og hlaða upp á nýtt.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég næ oftast að sofna skömmu eftir miðnætti, en ég sofna of sjaldan fyrr. Mér þykir mjög þægilegt að nýta seinni hluta kvölds í lestur bóka eða smá sjónvarpsgláp. Í seinni tíð hafa síðan hlaðvörpin orðið ómissandi og ég er oft með þau í eyrunum á meðan gripið er í einhver húsverk á kvöldin.“ Kaffispjallið Lífeyrissjóðir Garðabær Tengdar fréttir Ekkert elsku mamma þegar snjóar í Bláfjöllum Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans vaknar snemma, kúrir þó lengur um helgar nema þegar snjóar vel í Bláfjöllum. Lilja á enn öll jólakort með myndum sem hún hefur fengið en árlegt jólakraftaverk í vinnunni er að klára þriggja ára áætlun fyrir bankann. 11. desember 2021 10:00 Engin bólusetning ræður við fjölmiðlabakteríuna Steingrímur Sævarr Ólafsson er kunnugt andlit enda starfaði hann lengi í fjölmiðlum, meðal annars sem fréttastjóri Stöðvar 2. 4. desember 2021 10:01 Svefnvenjurnar að vetri eins og opnunartími í Kringlunni Hera Björk Þórhallsdóttir tónlistarkona og löggiltur fasteignasali segist líka vera almennur „græjari og gerari.“ Til að skipuleggja ólíku verkefnin sín gefur hún þeim heiti í TRELLO eins og FasteignaHera og Ilmur af jólum. 27. nóvember 2021 10:00 190 ástæður fyrir árangrinum segir forstjórinn og nýkrýndur afi Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá, er í því átaki sem margir þekkja að reyna að rjúka ekki strax í símann þegar hann vaknar. Hermann er nýkrýndur afi, fyrsta barnabarnið fæddist í sumar og það næsta á að fæðast á allra næstu dögum. Fjölskyldan stefnir á að sameinast á Ítalíu um jólin. 20. nóvember 2021 10:00 „Ætli ég væri þá ekki eins og Julia Roberts í Eat, Pray and Love“ Nína Björk Gunnarsdóttir er ljósmyndari, jógakennari og sölufulltrúi á fasteignasölunni Garði. Hún stefnir á nám í löggilta fasteignasalanum næsta haust og aftur í ferðaþjónustu á Ítalíu þegar færi gefst. 13. nóvember 2021 10:01 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna oftast klukkan hálf átta.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Fyrsti kaffibollinn er oftast mjög kærkominn og er þar af leiðandi fyrstur á dagskrá. Frúin fer oftast á undan mér til vinnu þannig að morgunverkin eru að útbúa nesti og koma grunnskóladrengjunum af stað út í daginn. Þeir eru blessunarlega minni B menn en ég. Langhlaup eru orðin að lífstíl hjá mér og við hjónin deilum því áhugamáli. Ég hef hlaupið nokkur maraþon, reyndar flest á COVID tímum þannig að ég á ekki marga gilda tíma, en er að alltaf að bæta mig. Hlaupin eru frábært andlegt meðal, fyrir utan áhrifin á þrek og líkamsástand. Við höfum kynnst frábæra fólki í kringum Hlaupahóp Stjörnunnar og svo er ég líka partur af hinum mystíska hlaupahóp HHHC, sem „straujar yfir stígana“ á laugardagsmorgnum klukkan sjö. Það er auðvitað rannsóknarefni hvernig B maðurinn ég er kominn í þá stöðu að vakna klukkan sex, hendast í spandex og út að hlaupa. Miðaldra? Hvaða jólagjöf finnst þér vera erfiðasta jólagjöfin að velja um hver jól? „Ég datt í lukkupottinn þegar ég kynntist Guðrúnu minni. Hennar helsti galli er að hún er fædd 12.desember. Það er því alltaf áskorun að velja jólagjöf strax eftir afmælið þó að ég fái oftast góðlátlegar ábendingar og hugmyndir að lausnum! Þetta er líklega bara í anda snillinganna í Nýdönsk „Erfitt en gaman“.“ Það er í nægu að snúast í vinnunni hjá RL þessa dagana og segir Almar að fljótlega verði auglýst eftir fleira starfsfólki þar. Það er líka í nægu að snúast alla daga á sjö manna heimili en í desember er það viss áskorun að frúin skuli eiga afmæli stuttu fyrir jól sem þýðir tvöföld gjafakaup. Sem betur fer segir Almar að eiginkonan laumi oft að honum góðlátlegum ábendingum og létti þannig undir gjafakaupaálaginu.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „RL, sem er í eigu tíu lífeyrissjóða, á hugbúnaðarkerfið Jóakim sem heldur m.a. utan um iðgjaldainnheimtu, verðbréfavörslu og lífeyrisgreiðslur. Við hjá RL vinnum að því að yfirtaka rekstur hugbúnaðarkerfisins Jóakims þessar vikunnar. Það er því að mörgu að huga. Núna erum við til að mynda að fara í mannaráðningar og munum setja atvinnuauglýsingar í loftið mjög fljótlega. Ég kom inn í verkefnið síðastliðið vor og það hefur verið einstaklega skemmtilegt að kynnast metnaðarfullu og skemmtilegu fólki innan lífeyrissjóða og sem starfa við rekstur kerfisins. Hluti af verkefninu er síðan að útfæra framtíðarsýn varðandi rekstur upplýsingakerfa fyrir eigendur RL. Það verður mjög spennandi verkefni. Ég er síðan bæjarfulltrúi í Garðabæ og sit í bæjarráði ásamt því að vera formaður Fjölskylduráðs. Á þeim vettvangi er nóg að gera og ég starfa með frábæru fólki. Ég hlakka til dæmis sérstaklega til þegar nýtt fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri verður tekið í notkun, sem er einkar glæsilegt og kemur í góðar þarfir. Ég er stoltur af því að hafa barist fyrir því að húsi rísi og að hafa tekið þátt í undirbúningsvinnu við útboð og þarfagreiningu. Svo má ekki gleyma að við eru sjö á heimilinu, þannig að það falla alltaf til næg verkefni á þeim vígstöðvum.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég reyni, ef ég kem því við, að hafa fundalétta/-lausa daga og síðan aðra þar sem meira er um fundi. Það er nú öll spekin. Ég er síðan mikill skorpumaður. Vinn mjög ákveðið og vel þegar mikið liggur við og fæ mikið út úr því að vinna undir pressu. Ég þarf samt á móti að velja mér öðruvísi verkefni strax eftir skorpurnar, sem eru þá léttari fyrir hugann og eins verkefni sem næra mann og hlaða upp á nýtt.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég næ oftast að sofna skömmu eftir miðnætti, en ég sofna of sjaldan fyrr. Mér þykir mjög þægilegt að nýta seinni hluta kvölds í lestur bóka eða smá sjónvarpsgláp. Í seinni tíð hafa síðan hlaðvörpin orðið ómissandi og ég er oft með þau í eyrunum á meðan gripið er í einhver húsverk á kvöldin.“
Kaffispjallið Lífeyrissjóðir Garðabær Tengdar fréttir Ekkert elsku mamma þegar snjóar í Bláfjöllum Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans vaknar snemma, kúrir þó lengur um helgar nema þegar snjóar vel í Bláfjöllum. Lilja á enn öll jólakort með myndum sem hún hefur fengið en árlegt jólakraftaverk í vinnunni er að klára þriggja ára áætlun fyrir bankann. 11. desember 2021 10:00 Engin bólusetning ræður við fjölmiðlabakteríuna Steingrímur Sævarr Ólafsson er kunnugt andlit enda starfaði hann lengi í fjölmiðlum, meðal annars sem fréttastjóri Stöðvar 2. 4. desember 2021 10:01 Svefnvenjurnar að vetri eins og opnunartími í Kringlunni Hera Björk Þórhallsdóttir tónlistarkona og löggiltur fasteignasali segist líka vera almennur „græjari og gerari.“ Til að skipuleggja ólíku verkefnin sín gefur hún þeim heiti í TRELLO eins og FasteignaHera og Ilmur af jólum. 27. nóvember 2021 10:00 190 ástæður fyrir árangrinum segir forstjórinn og nýkrýndur afi Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá, er í því átaki sem margir þekkja að reyna að rjúka ekki strax í símann þegar hann vaknar. Hermann er nýkrýndur afi, fyrsta barnabarnið fæddist í sumar og það næsta á að fæðast á allra næstu dögum. Fjölskyldan stefnir á að sameinast á Ítalíu um jólin. 20. nóvember 2021 10:00 „Ætli ég væri þá ekki eins og Julia Roberts í Eat, Pray and Love“ Nína Björk Gunnarsdóttir er ljósmyndari, jógakennari og sölufulltrúi á fasteignasölunni Garði. Hún stefnir á nám í löggilta fasteignasalanum næsta haust og aftur í ferðaþjónustu á Ítalíu þegar færi gefst. 13. nóvember 2021 10:01 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Ekkert elsku mamma þegar snjóar í Bláfjöllum Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans vaknar snemma, kúrir þó lengur um helgar nema þegar snjóar vel í Bláfjöllum. Lilja á enn öll jólakort með myndum sem hún hefur fengið en árlegt jólakraftaverk í vinnunni er að klára þriggja ára áætlun fyrir bankann. 11. desember 2021 10:00
Engin bólusetning ræður við fjölmiðlabakteríuna Steingrímur Sævarr Ólafsson er kunnugt andlit enda starfaði hann lengi í fjölmiðlum, meðal annars sem fréttastjóri Stöðvar 2. 4. desember 2021 10:01
Svefnvenjurnar að vetri eins og opnunartími í Kringlunni Hera Björk Þórhallsdóttir tónlistarkona og löggiltur fasteignasali segist líka vera almennur „græjari og gerari.“ Til að skipuleggja ólíku verkefnin sín gefur hún þeim heiti í TRELLO eins og FasteignaHera og Ilmur af jólum. 27. nóvember 2021 10:00
190 ástæður fyrir árangrinum segir forstjórinn og nýkrýndur afi Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá, er í því átaki sem margir þekkja að reyna að rjúka ekki strax í símann þegar hann vaknar. Hermann er nýkrýndur afi, fyrsta barnabarnið fæddist í sumar og það næsta á að fæðast á allra næstu dögum. Fjölskyldan stefnir á að sameinast á Ítalíu um jólin. 20. nóvember 2021 10:00
„Ætli ég væri þá ekki eins og Julia Roberts í Eat, Pray and Love“ Nína Björk Gunnarsdóttir er ljósmyndari, jógakennari og sölufulltrúi á fasteignasölunni Garði. Hún stefnir á nám í löggilta fasteignasalanum næsta haust og aftur í ferðaþjónustu á Ítalíu þegar færi gefst. 13. nóvember 2021 10:01