„Staðan er ekkert mjög góð og hefur verið þannig alltof lengi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. desember 2021 14:59 Haukur Þrastarson hefur farið með íslenska landsliðinu á tvö stórmót. Ólíklegt er að hann verði með á EM í næsta mánuði. epa/ANDREAS HILLERGREN Haukur Þrastarson hefur ekki enn náð fullum styrk eftir að hafa slitið krossband í hné í fyrra. Hann hefur verið meira og minna meiddur síðan hann gekk í raðir pólska stórliðsins Kielce en vonast til að bjartari tímar séu í hönd. „Staðan er ekkert mjög góð og hefur verið þannig alltof lengi,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í dag. Hann var þá í sjúkraþjálfun hjá sjúkraþjálfara landsliðsins, Jónda [Jón Birgir Guðmundsson], en Haukur kom heim til Íslands fyrir viku. „Síðan ég er byrjaði í haust hef ég verið í basli með að ná mér, verið mikið meiddur og mjög slæmur. Staðan er ekki mjög góð eins og er. Ég hef verið mjög tæpur og ekki náð að beita mér almennilega í langan tíma. Ástandið á mér hvað meiðslin varðar hefur verið mjög slæmt lengi.“ Haukur sleit krossband í hné í leik Kielce og Elverum í Meistaradeild Evrópu í byrjun október 2020. Fyrir vikið missti Selfyssingurinn af restinni af tímabilinu og heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar síðastliðnum. Og batavegurinn hefur ekki verið beinn og breiður. „Þetta eru fylgikvillar eftir krossbandaslitið og svo hef ég ekki náð mér á strik. Beggja blands. Það hefur verið alls konar vesen hér og þar síðan ég byrjaði aftur,“ sagði Haukur. Hann hefur æft með Kielce og tekið þátt í nokkrum leikjum liðsins en er langt frá því að vera kominn á fulla ferð. Á langt í land „Ég hef æft frá því í haust en er alls ekki nógu góður meira og minna frá því ég byrjaði. Það hafa komið tímabil inn á milli sem ég verið ágætur en það er nokkuð ljóst að ég á svolítið langt í land til að komast í mitt gamla form og ná fullri heilsu. Þannig er staðan núna, því miður.“ Haukur segir ekki útséð með að hann verði með á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu í næsta mánuði en er ekki bjartsýnn á það. „Það er voða lítið sem ég get sagt við þig. Það verður bara að koma í ljós. Eins og staðan er núna er ég ekkert mjög bjartsýnn á það ef ég á að vera heiðarlegur. Ég kom heim fyrir viku og er að nýta allan minn tíma til að koma mér í stand og ná mér af meiðslunum,“ sagði Haukur. Tuttugu manna hópur Íslands fyrir EM verður kynntur á morgun. Vonandi verður þetta upp á við héðan í frá Síðan Haukur gekk í raðir Kielce sumarið 2020 hefur hann lítið getað spilað með liðinu og verið mikið meiddur. Hann viðurkennir að mótlætið hafi tekið á. „Þetta er allt öðruvísi en maður sá þetta fyrir sig og allur sá pakki. Þetta er eitthvað sem maður óskar engum. Maður vill vera heill heilsu og spila. Að vera á hliðarlínunni, geta ekki tekið þátt, vera í langri endurhæfingu og fara í gegnum löng og erfið meiðsli tekur mikið á,“ sagði Haukur. „Síðan ég kom út hefur þetta verið sagan en hef fulla trú á að þetta sé að baki og ég fái tíma núna til að ná mér og þetta verði upp á við héðan í frá. Hausinn er alveg þar og ég er staðráðinn í því að komast aftur á góðan stað.“ Pólski handboltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Staðan er ekkert mjög góð og hefur verið þannig alltof lengi,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í dag. Hann var þá í sjúkraþjálfun hjá sjúkraþjálfara landsliðsins, Jónda [Jón Birgir Guðmundsson], en Haukur kom heim til Íslands fyrir viku. „Síðan ég er byrjaði í haust hef ég verið í basli með að ná mér, verið mikið meiddur og mjög slæmur. Staðan er ekki mjög góð eins og er. Ég hef verið mjög tæpur og ekki náð að beita mér almennilega í langan tíma. Ástandið á mér hvað meiðslin varðar hefur verið mjög slæmt lengi.“ Haukur sleit krossband í hné í leik Kielce og Elverum í Meistaradeild Evrópu í byrjun október 2020. Fyrir vikið missti Selfyssingurinn af restinni af tímabilinu og heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar síðastliðnum. Og batavegurinn hefur ekki verið beinn og breiður. „Þetta eru fylgikvillar eftir krossbandaslitið og svo hef ég ekki náð mér á strik. Beggja blands. Það hefur verið alls konar vesen hér og þar síðan ég byrjaði aftur,“ sagði Haukur. Hann hefur æft með Kielce og tekið þátt í nokkrum leikjum liðsins en er langt frá því að vera kominn á fulla ferð. Á langt í land „Ég hef æft frá því í haust en er alls ekki nógu góður meira og minna frá því ég byrjaði. Það hafa komið tímabil inn á milli sem ég verið ágætur en það er nokkuð ljóst að ég á svolítið langt í land til að komast í mitt gamla form og ná fullri heilsu. Þannig er staðan núna, því miður.“ Haukur segir ekki útséð með að hann verði með á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu í næsta mánuði en er ekki bjartsýnn á það. „Það er voða lítið sem ég get sagt við þig. Það verður bara að koma í ljós. Eins og staðan er núna er ég ekkert mjög bjartsýnn á það ef ég á að vera heiðarlegur. Ég kom heim fyrir viku og er að nýta allan minn tíma til að koma mér í stand og ná mér af meiðslunum,“ sagði Haukur. Tuttugu manna hópur Íslands fyrir EM verður kynntur á morgun. Vonandi verður þetta upp á við héðan í frá Síðan Haukur gekk í raðir Kielce sumarið 2020 hefur hann lítið getað spilað með liðinu og verið mikið meiddur. Hann viðurkennir að mótlætið hafi tekið á. „Þetta er allt öðruvísi en maður sá þetta fyrir sig og allur sá pakki. Þetta er eitthvað sem maður óskar engum. Maður vill vera heill heilsu og spila. Að vera á hliðarlínunni, geta ekki tekið þátt, vera í langri endurhæfingu og fara í gegnum löng og erfið meiðsli tekur mikið á,“ sagði Haukur. „Síðan ég kom út hefur þetta verið sagan en hef fulla trú á að þetta sé að baki og ég fái tíma núna til að ná mér og þetta verði upp á við héðan í frá. Hausinn er alveg þar og ég er staðráðinn í því að komast aftur á góðan stað.“
Pólski handboltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira