„Rosalega stór ákvörðun að ætla að gera þetta ein“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 5. janúar 2022 09:07 Viktoría Rós Jóhannsdóttir heldur úti hlaðvarpinu Einstæð, þar sem markmiðið er að ljá einstæðum foreldrum rödd og veita innsýn inn í þeirra líf. Vísir/Vilhelm Viktoría Rós Jóhannsdóttir er kraftmikil ung móðir sem heldur úti hlaðvarpinu og Instagram-síðunni Einstæð. Markmiðið með miðlunum hennar er að ljá einstæðum foreldrum rödd og veita innsýn inn í þeirra heim. Viktoría er viðmælandi Andreu Eyland í einlægu viðtali í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar. „Mig hefur alltaf langað til þess að búa til podcast en ég ætlaði alltaf að fara tala um morð og svoleiðis af því ég er rosalega mikið inni í því en síðan bara eru alltof margir með þannig podcast hérna á Íslandi,“ segir Viktoría um það hvernig hugmyndin af hlaðvarpinu kviknaði. Hún ákvað því að velja sér annað viðfangsefni og taka fyrir málefni einstæðra foreldra, enda fjölmargir í þeirri stöðu, hún sjálf þar á meðal. Viktoría á hinn sjö mánaða gamla Óliver. Faðir Ólivers er ekki í myndinni en Viktoría hefur talað opinskátt um sína sögu við fylgjendur sína. Hún var orðin sein á blæðingar þegar hún ákvað að taka óléttupróf og kom það henni í opna skjöldu þegar það reyndist vera jákvætt. „Það fylgir þessu mikil drusluskömm“ „Það kemur rosalega dauf lína og fer að hágráta og hringi í pabba minn og ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera og hann vildi náttúrlega ekki segja til hamingju, því hann vissi ekki hvar ég stæði með þetta. Ég hef náttúrlega farið í fóstureyðingu áður, þannig hann vissi ekki hvernig hann ætti að vera.“ Viktoría áttaði sig á því að það væru tveir menn sem kæmu til greina sem faðir barnsins. Hún hafði því samband við þá báða og lét þá vita hver staðan væri. „Það fylgir þessu svo mikil drusluskömm. Það bara má ekki lifa lífinu svona, þá ertu bara „drusla“. Ég þurfti að senda öðrum stráknum email af því hann var búinn að blokka mig. Hinn strákurinn vildi ekki tala við mig, þannig vinkona mín þurfti að senda á hann. Sá strákur sturlaðist og hinn mætti bara upp í vinnu til mín og var alveg stuðningsríkur fyrst og fór með mér í snemmsónar en síðan þegar ég var komin 12 vikur á leið lokaði hann bara á mig.“ Hringdi í eiginkonuna Annar þessara manna reyndist vera giftur, en þegar hann var að hitta Viktoríu hafði hann talið henni trú um að hann væri að skilja við eiginkonu sína, sem reyndist síðan ekki vera satt. Þegar eiginkonan komst að því að Viktoría væri ólétt, hafði Viktoría samband við hana. „Við töluðum alveg saman í klukkutíma og síðan tveimur vikum seinna sendir hún mér alveg hræðileg skilaboð þar sem hún segir að ég sé að ljúga og ég sé að reyna þvinga barninu mínu upp á hann. Hún var í rauninni að „slutshamea“ mig því ég vissi ekki hver pabbinn væri og ég væri bara að gera þetta til þess að reyna fá þennan karl til baka.“ Þó svo að Viktoríu hafi liðið líkamlega vel á meðgöngunni, segir hún þetta tímabil hafa tekið virkilega á sálina. Málið er ennþá í ferli og er Viktoría að bíða eftir því að komast með son sinn í blóðprufu til þess að komast að því hver faðirinn sé. „Strákurinn minn er bara ótrúlega heppinn að eiga mig og þá sem eru á bak við mig og hann þarf engan annan.“ Viktoría rós Jóhannsdóttir er í einlægu viðtali í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar.Vísir/Vilhelm Lífið tók U-beygju til hins betra Viktoría telur viðhorf sitt vera búið að hjálpa henni stórkostlega að komast í gegnum þennan tíma. Hún stundar hugleiðslu á hverjum einasta degi og hefur tileinkað sér daglegt þakklæti. „Ég vil ekki leyfa barninu mínu að finna að mér líði illa eða ég að sé óhamingjusöm. Ég vil bara vera hamingjusöm mamma því þá verður barnið hamingjusamt.“ Viktoría segist vera á gjörólíkum stað í lífinu í dag, heldur en þegar hún varð ólétt. „Ég var bara djammandi allar helgar og eiginlega drekkandi alla daga. Ég var í tveimur vinnum, var alltaf að vinna og alltaf að gera eitthvað. Þannig þetta var rosalega stór ákvörðun að ætla að gera þetta ein. Vinkonur mínar höfðu ekki trú á mér en studdu mig samt, en þær voru samt bara: Ertu alveg viss? Ég sneri lífinu mínu bara alveg við og í dag hrósa þær mér bara.“ „Ég tók þvílíka U-beygju með allt og er bara hamingjusamari í dag en ég var, þrátt fyrir allt þetta leiðindadót.“ Viktoría þakkar fyrir það að eiga gott bakland. Amma hennar hefur hjálpað henni mikið sem og besta vinkona hennar. Með aðstoð þeirra hefur henni tekist að halda úti hlaðvarpinu sínu, ásamt því að vera að gera neglur. Samfélagsmiðlar bjóði upp á óraunhæfar fyrirmyndir Þrátt fyrir mikinn stuðning segir hún það geta verið erfitt að vera ung móðir á tímum samfélagsmiðla. Á samfélagsmiðlum sýna flestir aðeins sínar bestu hliðar og því getur samanburðurinn orðið harkalegur. „Þetta er bara það sem Instagram gerir, þetta sýnir þér einhverja glansmynd sem þú trúir og vilt verða og skammast þín af því þú ert ekki eins. Svo reynirðu að feta í spor þessarar manneskju sem er náttúrlega aldrei að fara virka af því þetta er bara glans, þetta er bara gervi.“ Viktoría segist sjálf hafa fallið í þessa gryfju. Sjálf átti hún það til að bera sig saman við Kardashian-systurnar sem allar halda óaðfinnanleg heimili og voru komnar með fyrirsætulíkama daginn eftir barnsburð. Hún stofnaði því miðilinn Einstæð til þess að aðrir einstæðir foreldrar hefðu eitthvað raunhæft til þess að spegla sig í. Hægt er að nálgast hlaðvarpsþætti hennar hér og Instagram-síðu hennar hér. Við einstæða foreldra hefur Viktoría þetta að segja: „Verið þið, ekki vera að setja ykkur í einhver spor á einhverjum glansmyndum á samfélagsmiðlum og munið að taka tíma frá fyrir ykkur sjálf. Þið eruð nóg, það þarf ekki að vera fullkomið foreldri heldur bara hamingjusamt foreldri. Það er bara þannig að maður er alltaf að reyna sitt besta, ég trúi ekki öðru.“ Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Viktoríu í heild sinni. Klippa: #33 - Einstæð Kviknar Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Er ekkert hægt að gera fyrir litlu stelpuna mína?“ „Þegar maður lendir í svona áfalli þá fer maður ósjálfrátt í eitthvað svona „survival mode“ fyrstu vikurnar. Svo kemur sá tími að raunveruleikinn fer að kikka aftur inn og þá fær maður kannski bakslag því þá fyrst fer þetta að vera raunverulegt,“ segir Tinna Dögg Guðlaugsdóttir sem missti Stellu, dóttur sína á 22. viku meðgöngu. 7. desember 2021 07:01 „Ég gekk eiginlega með hann á milli lækna“ Í hlaðvarpinu Kviknar var fjallað um vara- og tunguhaft barna og vandamál sem því getur fylgt við brjósta og pelagjöf, fæðuinntöku og tali. Móðir með reynslu af því að barn hennar var með stíft tunguhaft, sagði þar frá reynslu sinni. 3. nóvember 2021 14:30 Var sjálf með fordóma varðandi breytingaskeiðið „Ég er í miðjunni, ég er í auga stormsins,“ segir Halldóra Skúladóttir um breytingaskeiðið sitt. Hún segir að það hafi tekið smá tíma að viðurkenna upphátt að hún væri komin á breytingaskeið. 21. október 2021 21:55 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá meira
„Mig hefur alltaf langað til þess að búa til podcast en ég ætlaði alltaf að fara tala um morð og svoleiðis af því ég er rosalega mikið inni í því en síðan bara eru alltof margir með þannig podcast hérna á Íslandi,“ segir Viktoría um það hvernig hugmyndin af hlaðvarpinu kviknaði. Hún ákvað því að velja sér annað viðfangsefni og taka fyrir málefni einstæðra foreldra, enda fjölmargir í þeirri stöðu, hún sjálf þar á meðal. Viktoría á hinn sjö mánaða gamla Óliver. Faðir Ólivers er ekki í myndinni en Viktoría hefur talað opinskátt um sína sögu við fylgjendur sína. Hún var orðin sein á blæðingar þegar hún ákvað að taka óléttupróf og kom það henni í opna skjöldu þegar það reyndist vera jákvætt. „Það fylgir þessu mikil drusluskömm“ „Það kemur rosalega dauf lína og fer að hágráta og hringi í pabba minn og ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera og hann vildi náttúrlega ekki segja til hamingju, því hann vissi ekki hvar ég stæði með þetta. Ég hef náttúrlega farið í fóstureyðingu áður, þannig hann vissi ekki hvernig hann ætti að vera.“ Viktoría áttaði sig á því að það væru tveir menn sem kæmu til greina sem faðir barnsins. Hún hafði því samband við þá báða og lét þá vita hver staðan væri. „Það fylgir þessu svo mikil drusluskömm. Það bara má ekki lifa lífinu svona, þá ertu bara „drusla“. Ég þurfti að senda öðrum stráknum email af því hann var búinn að blokka mig. Hinn strákurinn vildi ekki tala við mig, þannig vinkona mín þurfti að senda á hann. Sá strákur sturlaðist og hinn mætti bara upp í vinnu til mín og var alveg stuðningsríkur fyrst og fór með mér í snemmsónar en síðan þegar ég var komin 12 vikur á leið lokaði hann bara á mig.“ Hringdi í eiginkonuna Annar þessara manna reyndist vera giftur, en þegar hann var að hitta Viktoríu hafði hann talið henni trú um að hann væri að skilja við eiginkonu sína, sem reyndist síðan ekki vera satt. Þegar eiginkonan komst að því að Viktoría væri ólétt, hafði Viktoría samband við hana. „Við töluðum alveg saman í klukkutíma og síðan tveimur vikum seinna sendir hún mér alveg hræðileg skilaboð þar sem hún segir að ég sé að ljúga og ég sé að reyna þvinga barninu mínu upp á hann. Hún var í rauninni að „slutshamea“ mig því ég vissi ekki hver pabbinn væri og ég væri bara að gera þetta til þess að reyna fá þennan karl til baka.“ Þó svo að Viktoríu hafi liðið líkamlega vel á meðgöngunni, segir hún þetta tímabil hafa tekið virkilega á sálina. Málið er ennþá í ferli og er Viktoría að bíða eftir því að komast með son sinn í blóðprufu til þess að komast að því hver faðirinn sé. „Strákurinn minn er bara ótrúlega heppinn að eiga mig og þá sem eru á bak við mig og hann þarf engan annan.“ Viktoría rós Jóhannsdóttir er í einlægu viðtali í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar.Vísir/Vilhelm Lífið tók U-beygju til hins betra Viktoría telur viðhorf sitt vera búið að hjálpa henni stórkostlega að komast í gegnum þennan tíma. Hún stundar hugleiðslu á hverjum einasta degi og hefur tileinkað sér daglegt þakklæti. „Ég vil ekki leyfa barninu mínu að finna að mér líði illa eða ég að sé óhamingjusöm. Ég vil bara vera hamingjusöm mamma því þá verður barnið hamingjusamt.“ Viktoría segist vera á gjörólíkum stað í lífinu í dag, heldur en þegar hún varð ólétt. „Ég var bara djammandi allar helgar og eiginlega drekkandi alla daga. Ég var í tveimur vinnum, var alltaf að vinna og alltaf að gera eitthvað. Þannig þetta var rosalega stór ákvörðun að ætla að gera þetta ein. Vinkonur mínar höfðu ekki trú á mér en studdu mig samt, en þær voru samt bara: Ertu alveg viss? Ég sneri lífinu mínu bara alveg við og í dag hrósa þær mér bara.“ „Ég tók þvílíka U-beygju með allt og er bara hamingjusamari í dag en ég var, þrátt fyrir allt þetta leiðindadót.“ Viktoría þakkar fyrir það að eiga gott bakland. Amma hennar hefur hjálpað henni mikið sem og besta vinkona hennar. Með aðstoð þeirra hefur henni tekist að halda úti hlaðvarpinu sínu, ásamt því að vera að gera neglur. Samfélagsmiðlar bjóði upp á óraunhæfar fyrirmyndir Þrátt fyrir mikinn stuðning segir hún það geta verið erfitt að vera ung móðir á tímum samfélagsmiðla. Á samfélagsmiðlum sýna flestir aðeins sínar bestu hliðar og því getur samanburðurinn orðið harkalegur. „Þetta er bara það sem Instagram gerir, þetta sýnir þér einhverja glansmynd sem þú trúir og vilt verða og skammast þín af því þú ert ekki eins. Svo reynirðu að feta í spor þessarar manneskju sem er náttúrlega aldrei að fara virka af því þetta er bara glans, þetta er bara gervi.“ Viktoría segist sjálf hafa fallið í þessa gryfju. Sjálf átti hún það til að bera sig saman við Kardashian-systurnar sem allar halda óaðfinnanleg heimili og voru komnar með fyrirsætulíkama daginn eftir barnsburð. Hún stofnaði því miðilinn Einstæð til þess að aðrir einstæðir foreldrar hefðu eitthvað raunhæft til þess að spegla sig í. Hægt er að nálgast hlaðvarpsþætti hennar hér og Instagram-síðu hennar hér. Við einstæða foreldra hefur Viktoría þetta að segja: „Verið þið, ekki vera að setja ykkur í einhver spor á einhverjum glansmyndum á samfélagsmiðlum og munið að taka tíma frá fyrir ykkur sjálf. Þið eruð nóg, það þarf ekki að vera fullkomið foreldri heldur bara hamingjusamt foreldri. Það er bara þannig að maður er alltaf að reyna sitt besta, ég trúi ekki öðru.“ Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Viktoríu í heild sinni. Klippa: #33 - Einstæð
Kviknar Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Er ekkert hægt að gera fyrir litlu stelpuna mína?“ „Þegar maður lendir í svona áfalli þá fer maður ósjálfrátt í eitthvað svona „survival mode“ fyrstu vikurnar. Svo kemur sá tími að raunveruleikinn fer að kikka aftur inn og þá fær maður kannski bakslag því þá fyrst fer þetta að vera raunverulegt,“ segir Tinna Dögg Guðlaugsdóttir sem missti Stellu, dóttur sína á 22. viku meðgöngu. 7. desember 2021 07:01 „Ég gekk eiginlega með hann á milli lækna“ Í hlaðvarpinu Kviknar var fjallað um vara- og tunguhaft barna og vandamál sem því getur fylgt við brjósta og pelagjöf, fæðuinntöku og tali. Móðir með reynslu af því að barn hennar var með stíft tunguhaft, sagði þar frá reynslu sinni. 3. nóvember 2021 14:30 Var sjálf með fordóma varðandi breytingaskeiðið „Ég er í miðjunni, ég er í auga stormsins,“ segir Halldóra Skúladóttir um breytingaskeiðið sitt. Hún segir að það hafi tekið smá tíma að viðurkenna upphátt að hún væri komin á breytingaskeið. 21. október 2021 21:55 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá meira
„Er ekkert hægt að gera fyrir litlu stelpuna mína?“ „Þegar maður lendir í svona áfalli þá fer maður ósjálfrátt í eitthvað svona „survival mode“ fyrstu vikurnar. Svo kemur sá tími að raunveruleikinn fer að kikka aftur inn og þá fær maður kannski bakslag því þá fyrst fer þetta að vera raunverulegt,“ segir Tinna Dögg Guðlaugsdóttir sem missti Stellu, dóttur sína á 22. viku meðgöngu. 7. desember 2021 07:01
„Ég gekk eiginlega með hann á milli lækna“ Í hlaðvarpinu Kviknar var fjallað um vara- og tunguhaft barna og vandamál sem því getur fylgt við brjósta og pelagjöf, fæðuinntöku og tali. Móðir með reynslu af því að barn hennar var með stíft tunguhaft, sagði þar frá reynslu sinni. 3. nóvember 2021 14:30
Var sjálf með fordóma varðandi breytingaskeiðið „Ég er í miðjunni, ég er í auga stormsins,“ segir Halldóra Skúladóttir um breytingaskeiðið sitt. Hún segir að það hafi tekið smá tíma að viðurkenna upphátt að hún væri komin á breytingaskeið. 21. október 2021 21:55