Áhugi frá mörgum liðum og löndum en leist best á Häcken Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2022 10:00 Agla María Albertsdóttir kom með beinum hætti að 26 mörkum í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili. vísir/Hulda Margrét Agla María Albertsdóttir, landsliðskona í fótbolta, segist hafa haft úr mörgum möguleikum að velja en litist best á Häcken í Svíþjóð. Í gær var greint frá því að Agla María hefði skrifað undir þriggja ára samning við Häcken og myndi hefja feril sinn í atvinnumennsku hjá liðinu. Varmt välkommen till Hisingen, Agla Maria Albertsdottir!#bkhäcken— BK Häcken (@bkhackenofcl) January 4, 2022 Undanfarin ár hefur Agla María, sem er 22 ára, verið einn allra besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar og á síðasta tímabili var hún valin best í deildinni. Hún hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með Breiðabliki og Stjörnunni. Á síðasta tímabili skoraði Agla María tólf mörk og lagði upp fjórtán fyrir Breiðablik í Pepsi Max-deildinni. Hún var næstmarkahæst og stoðsendingahæst. „Ég hef lengi verið með þetta opið. Það var langur aðdragandi að því að fara út,“ sagði Agla María í samtali við Vísi í gær. Nokkuð er síðan Häcken bar fyrst víurnar í landsliðskonuna. „Það var eitthvað fyrir síðasta tímabil og svo fór þetta að gerast í vetur,“ sagði Agla María en gengið var frá félagaskiptunum milli jóla og nýárs. Áhugi víða að Ekki vantaði áhugann á Öglu Maríu sem hafði úr fjölmörgum kostum að velja. „Það voru mörg lið sem komu til greina og það var áhugi frá Ítalíu, Sviss og Þýskalandi. Häcken var svo eitt af fáum liðum í Svíþjóð sem kom til greina.“ Agla María varð bikarmeistari með Breiðabliki á síðasta tímabili.vísir/Hulda Margrét Agla María lék alla sex leiki Breiðabliks í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Það er risastór gluggi fyrir leikmenn til að sýna sig og sanna. „Það skapaði klárlega meiri áhuga þótt við höfum áður tekið þátt. En þetta hafði sitt að segja,“ sagði Agla María. Hún er ánægð að taka skrefið út í atvinnumennsku á þessum tíma. „Þetta er allt samkvæmt áætlun. Ég var alltaf opin fyrir því að taka skrefið.“ Skiptir máli í hvaða lið þú ferð í Häcken er sterkt lið sem lenti í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili eftir að hafa orðið sænskur meistari 2020. En hvað var það sem heillaði við Häcken umfram önnur lið sem sýndu Öglu Maríu áhuga? „Hvernig þeir sáu mitt hlutverk í liðinu fyrir sér. Svo er ekki mikill menningarmunur á Íslandi og Svíþjóð. Sænska deildin er sterk en það skiptir máli í hvaða lið þú ferð,“ sagði Agla María sem flytur til Gautaborgar síðar í þessum mánuði. Agla María er á leið á sitt annað Evrópumót með íslenska landsliðinu næsta sumar.vísir/Hulda Margrét Á næsta tímabili verða tveir Íslendingar í herbúðum Häcken; Agla María og Diljá Ýr Zomers. Á síðasta tímabili lék Diljá fjórtán deildarleiki og skoraði fimm mörk. Hún var næstmarkahæst í liði Häcken á eftir sænska landsliðsframherjanum Stinu Blackstenius sem var einnig markahæst í sænsku deildinni með sautján mörk. Sænski boltinn Breiðablik Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Í gær var greint frá því að Agla María hefði skrifað undir þriggja ára samning við Häcken og myndi hefja feril sinn í atvinnumennsku hjá liðinu. Varmt välkommen till Hisingen, Agla Maria Albertsdottir!#bkhäcken— BK Häcken (@bkhackenofcl) January 4, 2022 Undanfarin ár hefur Agla María, sem er 22 ára, verið einn allra besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar og á síðasta tímabili var hún valin best í deildinni. Hún hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með Breiðabliki og Stjörnunni. Á síðasta tímabili skoraði Agla María tólf mörk og lagði upp fjórtán fyrir Breiðablik í Pepsi Max-deildinni. Hún var næstmarkahæst og stoðsendingahæst. „Ég hef lengi verið með þetta opið. Það var langur aðdragandi að því að fara út,“ sagði Agla María í samtali við Vísi í gær. Nokkuð er síðan Häcken bar fyrst víurnar í landsliðskonuna. „Það var eitthvað fyrir síðasta tímabil og svo fór þetta að gerast í vetur,“ sagði Agla María en gengið var frá félagaskiptunum milli jóla og nýárs. Áhugi víða að Ekki vantaði áhugann á Öglu Maríu sem hafði úr fjölmörgum kostum að velja. „Það voru mörg lið sem komu til greina og það var áhugi frá Ítalíu, Sviss og Þýskalandi. Häcken var svo eitt af fáum liðum í Svíþjóð sem kom til greina.“ Agla María varð bikarmeistari með Breiðabliki á síðasta tímabili.vísir/Hulda Margrét Agla María lék alla sex leiki Breiðabliks í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Það er risastór gluggi fyrir leikmenn til að sýna sig og sanna. „Það skapaði klárlega meiri áhuga þótt við höfum áður tekið þátt. En þetta hafði sitt að segja,“ sagði Agla María. Hún er ánægð að taka skrefið út í atvinnumennsku á þessum tíma. „Þetta er allt samkvæmt áætlun. Ég var alltaf opin fyrir því að taka skrefið.“ Skiptir máli í hvaða lið þú ferð í Häcken er sterkt lið sem lenti í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili eftir að hafa orðið sænskur meistari 2020. En hvað var það sem heillaði við Häcken umfram önnur lið sem sýndu Öglu Maríu áhuga? „Hvernig þeir sáu mitt hlutverk í liðinu fyrir sér. Svo er ekki mikill menningarmunur á Íslandi og Svíþjóð. Sænska deildin er sterk en það skiptir máli í hvaða lið þú ferð,“ sagði Agla María sem flytur til Gautaborgar síðar í þessum mánuði. Agla María er á leið á sitt annað Evrópumót með íslenska landsliðinu næsta sumar.vísir/Hulda Margrét Á næsta tímabili verða tveir Íslendingar í herbúðum Häcken; Agla María og Diljá Ýr Zomers. Á síðasta tímabili lék Diljá fjórtán deildarleiki og skoraði fimm mörk. Hún var næstmarkahæst í liði Häcken á eftir sænska landsliðsframherjanum Stinu Blackstenius sem var einnig markahæst í sænsku deildinni með sautján mörk.
Sænski boltinn Breiðablik Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sjá meira